Föstudagur 27.11.2015 - 17:40 - FB ummæli ()

Að vígbúast gegn almenningi.

Nú hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að vopnast byssum. Það er gert með innanríkisráðherrann og varaformann Sjálfstæðisflokksins Ólöfu Nordal í fararbroddi og með samþykki ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem er studd af þingmeirihluta allra þingmanna þessara flokka. Þessari vopnavæðingu er beinlínis beint gegn almenningi í landinu enda engin efnisleg rök fyrir henni hvað glæpi varðar.

Þetta er mikið ógæfuspor sem mun leiða til aukins ofbeldis og lögregludrápa því einhverjir eigendur þeirra 70.000 skotvopna sem fyrir eru í landinu munu örugglega reyna að verja hendur sínar í sjálfsvörn. Sporin hræða því lögreglan hefur þegar drepið einn mann. Hann var andlega veikur og þurfti læknisaðstoð en fékk byssukúlu í hausinn í staðinn. Það er því komin upp alveg ný staða í íslensku samfélagi og spurning hvað borgararnir gera í því. Að kaupa sér byssu er kannski ekki það vitlausasta sem menn gerðu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur