Tvö frumvörp um fiskveiðistjórnun hafa nú litið dagsins ljós frá ríkisstjórninni. Loksins, myndi einhver segja en þegar grannt er skoðað eru þær sömu eðlilegu skýringar til staðar hvað varðar töfina á þessum málum eins og mörgum öðrum málum sem tefjast og eru lögð fram á síðustu stundu. Þær skýringar eru oftast tvær. Önnur er að málin […]
Það hefur vakið athygli mína í fjölmiðlaumfjöllun um það voðaverk sem framið var á lögfræðistofu hér í bæ í gær þar sem starfsmaður var slasaður lífshættulega í morðtilraun, að flestir sem hafa tjáð sig segjast ekki skilja hvernig svona getur gerst. Nú er það svo að framning á slíku voðaverki er okkur flestum sem betur fer […]
Stigið hafa fram tveir fulltrúar úr Stjórnlagaráði sem hvorugur virðast skilja hvernig ferlinu við gerð nýrrar stjórnarskrár var ætlað að vera. Öllu athyglisverðari er misskilningur formanns Stjórnlagaráðsins sem sat fund í Stjórnkipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis með varaformanni Stjórnlagaráðs og fulltrúum þeirra þriggja nefnda sem voru í ráðinu en á þeim fundi kom skýrt fram hver næstu […]
Í dag var á þinginu rædd tillaga mín og fleiri um framhald stjórnarskrármálsins og vísan þess í þjóðaratkvæðagreiðslu næsta sumar. Greinilegt var að Sjálfstæðisflokkurinn og nokkrir þingmenn Framsóknar (þó bara þrír, Vigdís Hauksdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur formaður) voru og ætla sér að vera á móti ritun nýrrar stjónarskrár alveg sama hvað og málflutningur […]
Mælti í dag fyrir frumvarpi Hreyfingarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir rækilegri uppstokkun við úthlutun aflaheimilda þannig að þær færist til sveitarfélagana í samræmi við þá veiðireynslu sem var til staðar á hverjum stað þegar framsalið var fyrst heimilað árið 1991. Frumvarpið eykur líka s.k. strandveiðikvóta, allur afli skal á innlenda uppboðsmarkaði […]
Nú þegar lítur út fyrir að Alþingi hefur ekki burði til þess að láta stjórnmálamenn bera ábyrgð á meintum lögbrotum sínum og svara til saka fyrir þar til bærum dómstól, í þessu tilfelli Landsdómi, er rétt að rifja upp forsögu þessa máls. Lög númer 142/2008 sem voru samþykkt í lok árs 2008 kváðu á um […]
Á fundi Atvinnuveganefndar Alþingis í morgun voru forstjóri og nokkrir yfirmenn stofnunarinnar, ráðuneytisstjóri landbúnaðarráðuneytisins og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Fundurinn var áfellisdómur yfir Matvælastofnun (MAST) og greinilegt að stofnunin er handónýt og algerlega ófær um að sinna þessum mikilvæga málaflokki. MAST hefur tekið þann pól í hæðina að til að söluaðilar iðnaðarsalts og kadmíumáburðar verði […]
Þingmönnum barst í gær bréf frá svo kölluðum „Samtökum ferðaþjónustunnar“ sem ég kýs að setja innan gæsalappa vegna ákveðna greinisins í nafni samtakanna en sem kunnugt er starfar mikill minnihluti fyrirtækja á Íslandi og starfsmanna þeirra innan hinna s.k. „Samtaka atvinnulífsins“ sem eru regnhlífasamtök fyrir m.a. „Samtök ferðaþjónustunnar“ (hér eftir „SAF“). „SAF“ bera þingmönnum það […]
Neðangreint er athugasemd sem ég hef sent Merði Árnasyni þingmanni Samfylkingarinnar vegna bloggfærslu hans um einhvers konar „Griðrof á Alþingi“ eins og hann kallar það. Fjölmargir hafa hvatt mig til að koma þessari athugasemd lengra og þar sem hún á erindi til allra þingmanna og ráðherra geri ég það hér með. Sæll Mörður. Það hendir okkur […]
Fékk í dag svar við fyrirspurn minni til menntamálaráðherra um kostaðar stöður á háskólastigi við alla háskóla landsins en kostun staða af hagsmunaaðilum á háskólastigi er mjög umdeilt mál, innan sem utan háskólageirans. Svar menntamálaráðherra er hér. Sem betur fer virðist ekki mikið um það að stöður við íslenska háskóla séu beint greiddar af einhverjum […]
Nýlegar athugasemdir