Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Miðvikudagur 22.01 2014 - 21:13

Munur á drengjum og stúlkum

Ungt fólk 2013 Rannsóknir og greining. Hrefna Pálsdóttir / Inga Dórs Sigfúsdóttir / Jón Sigfússon / Álfgeir Logi Kristjánsson Fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið Æskulýðsrannsóknir frá 1992 —– Hversu auðvelt eða erfitt væri fyrir þig að fá umhyggju og hlýju hjá foreldrum þínum? 10 ára drengir 60% – auðvelt 10 ára stúlkur 71,2% – auðvelt *Svipað […]

Laugardagur 22.09 2012 - 19:05

Ófundnu börnin

(Erindi á hugmyndaþingi Samfylkingarinnar um skóla og nemendur 22/9) Ágætu tilheyrendur Yfirskrift þessa stutta erindis er eins og gefur að skilja leikur að orðum. Vinnuheitið var týndu börnin en mér þótti ekki rétt að ganga út frá titli á erindi sem kallað væri týndu börnin vegna þess að við höfum ekki týnt börnum. Börn í […]

Laugardagur 21.01 2012 - 18:10

SVOKALLAÐ, SELTSEM, ALLSKONAR OG ÆRA

Í svokölluðu landi býr svokölluð þjóð með svokallaðan forseta og þar situr svokallað þing og er nefnt Alþingi og heitir það frá fornu fari. Í þessu svokallaða landi gerist allskonar og margt er seltsem hitt og þetta. Í þessu svokallaða landi varð svokallað hrun en það er svokallað vegna þess að ótrúlega margir vildu eiga […]

Þriðjudagur 11.10 2011 - 15:51

Hvers vegna eru drengir öðruvísi?

Hvers vegna gengur drengjum ekki eins vel og stúlkum í námi? Það er vandamál hvaða viðhorf við höfum til drengja. Málið er stærra en svo að skýringa sé að leita í „ónýtum grunnskólum“, eins og heyrst hefur. Þó að þeir eigi að vinna betur eins og síðustu svör barnanna hér fyrir neðan benda til. Lítum á […]

Sunnudagur 13.02 2011 - 16:29

STJÓRNMÁLAMAÐURINN SEM DÓ!

Það var frost og moldarblandaður malarstígurinn var hvítfextur á börmum hjólfaranna sem skreyttu hann ormaskrauti. Það ískraði í lúnu og ryðguðu spjótahliðinu þegar ég gekk inn í garðinn sem skildi á milli lífs og dauða. Þarna var Íslendingum raðað ofan í jörðina tilviljunarkennt eins og þeir væru allir jafnir en eina ójafnræðið var fólgið í […]

Sunnudagur 06.02 2011 - 19:11

ER TÍKIN PÓLÍ, DAUÐ?

Almúgamaðurinn vaknar snemma morguns við vekjaraklukku. Klukkan getur verið af ýmsum stærðum og gerðum allt eftir smekk og efnahag almúgamannsins. Hann kaupir sér nýja þegar hún bilar og hreyfir þannig efnahagslífið áfram og hluti fjárins rennur til ríkisins. Kannski er vekjaraklukkan útvarp líka og hann heyrir fregnir af því sem er að gerast í heiminum […]

Sunnudagur 30.01 2011 - 11:52

TOLLIR FRAMTÍÐIN OFAN Á SAMTÍMANUM

Hvern virkan dag stíg ég inn í framtíðina og þá gleðst ég, því efniviðurinn sem er fólkið í þessa framtíð er góður. Það er fólkið sem mótar samtíð sína og veldur hver á heldur hverju sinni. Samfélag okkar er fólkið, hvernig það hugsar og hvernig það breytir. Hvernig það tekst á við sjálft sig horfir […]

Sunnudagur 23.01 2011 - 12:22

ÞJÓÐIN OG DORRITT

Líf hennar hófst af ótrúlegri dirfsku en jafnframt miklu hugrekki og hún átti og á afrek sem vakið hafa heimsathygli frá þessum tíma. Svo komu ár, áratugir og aldir sem hún var eiginlega í fangelsi eða innilokuð; ekki ósvipað og Dorritt.  Síðan kom ríkidæmið að utan með aðkomufólki heldur ekki ósvipað og var með Dorritt. […]

Sunnudagur 16.01 2011 - 20:36

Hvað er að okkur?

Í morgun hófst hin eiginlega rannsókn á hruninu. Beitt er rannsóknaraðferðum Sókratesar og ekkert gefið eftir í greinandi spurningum. Viðmælandinn er knúinn svara og þegar hann svarar er spurt að nýju. Það verður forvitnilegt að heyra af niðurstöðunni því að hún skiptir okkur Íslendinga miklu máli ef við ætlum að komast upp úr þeirri forarvilpu […]

Sunnudagur 02.01 2011 - 23:26

Sjálfstæðisbaráttan

Gleðilegt ár Nú er nýtt ár gengið í garð með vonum sínum og væntingum. Árið 2011 leggst vel í mig. Að hluta til er það vegna þess að þá verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar fánabera sjálfstæðisbaráttunnar á 19. öld.  Hann er mikilvæg táknmynd þeirrar  þróunar sem nú á sér stað. Við erum […]

Höfundur

Ásgeir Beinteinsson
Ég er fæddur í Reykjavík árið 1953 og var skólastjóri í Háteigsskóla frá 1997 til 2016, þar áður aðstoðarskólastjóri skólans frá 1991. Stjórnmál hafa verið áhugamál í tómstundum mínum frá 2005.  Það er mikilvægt að finna leiðir til að sinna ábyrgð borgaranna á stjórnmálum með því að virkja áhuga þeirra og tryggja regluleg áhrif á framvindu og þróun samfélagsins. Þessi áhrif geta verið formleg innan stjórnmálaflokks og óformleg með aðhaldi gagnrýninnar, upplýstrar og kurteisrar samræðu. Kosningar á fjögurra ára fresti duga borgurunum ekki í nútíma samfélagi sem breytist hratt.
RSS straumur: RSS straumur