Við fengum bréf frá Micheal Hudson hagfræðingi og sagnfræðingi. Hann fjallar um Icesave málið í víðu samhengi og tel ég að sem flestir ættu að gefa sér tíma til lesa greinina hans. Greinin kemst ekki öll fyrir á blogginu en ég set viðhengi með og nokkra valda hluta úr greininni. What is the rational of […]
Það er einhver hluti Íslendinga sem ætlar að segja já á laugardaginn vegna samviskubits, við erum svo vond þjóð, við kusum svo vondar ríkisstjórnir sem einkavæddu bankana. Þess vegna er það ekki nema sanngjarnt að við borgum sem mest. Ef engin neyðarlög hefðu verið sett hefðu Icesave innistæðueigendur í Bretlandi og Hollandi bara fengið 674 […]
Vonandi verður þjóðin upplýstari um hag sinn og stöðu að loknum Icesave kosningunum vegna umræðunnar sem er í gangi vegna kosninganna. Í aðdragenda bankahrunsins 2008 mátti ekki segja henni neitt og hún vaknaði síðan upp við ákall landsföðursins um hjálp til æðri máttarvalda. Það hefði verið nær að snúa sér beint til þjóðar sinnar löngu […]
Í Icesave umræðunni hafa menn fært rök fyrir því að óæskilegt sé að setja Íslendinga í skuldafangelsi. Bent hefur verið á að siðaðar þjóðir hafi afnumið skuldafangelsi úr löggjöfum sínum fyrir löngu. Sumir Íslendingar telja Icesave lítið mál. Ólafur Margeirsson hagfræðingur metur afleiðingarnar þær að JÁ er gjaldþrot og með NEI-i er fræðilegur möguleiki á […]
Margir óttast að ef við höfnum Icesave þá muni fjármálamarkaðurinn hafna okkur. Markaðurinn er oft persónugerður eins og um manneskju sé að ræða en mun frekar er honum komið fyrir á guðlegum stalli. Sagt er að ekki sé til neins að reyna að binda markaðinn með lögum því hann er sterkari en lögin, þ.e. almáttugur(omnipotent). […]
Þjóðir í Evrópu skulda mikið en mismikið. Taflan hér fyrir neðan veldur yfirmönnum í ESB miklu hugarangri. Hún sýnir skuldastöðu nokkurra landa í Evrópu. Grikkir og Írar eru núna í gjörgæslu ESB og Portúgalar í dyragættinni. Samkvæmt töfluninni hér stöndumst við Íslendingar inntökuskilyrðin í gjörgæslu ESB. Skuldir sem hlutfall af VLF Skuldir ríkissjóðs Heildarskuldir Portúgal […]
Það er sagt að af tvennu illu séu skárra að samþykkja Icesave en að hafna Icesave. Lánshæfismat landsins muni versna verulega og enginn vilji lána okkur nema á okurvöxtum ef við höfnum samningunum. Auk þess mun höfnun hafa mikla óvissu í för með sér fyrir Ísland. Það er kynnt undir kvíða og ótta sem er […]
Að frumkvæði Gunnars Tómassonar, hagfræðings og fyrrverandi ráðgjafa hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og fleiri Íslendinga var meðfylgjandi bréf sent til Dominiques Strauss-Khans, framkvæmdastjóra Alþjóðagaldeyrissjóðsins, og José Manuels Barrosos, forseta Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Bréfið var sent til þeirra í ljósi þess lykilshlutverks sem AGS og ESB skipuðu í nóvember 2008 þegar samningaviðræðurnar vegna Icesave hófust. Á þessum tíma setti […]
Hugsið ykkur veröld án peninga, bara í smá stund. Veltum fyrir okkur Evrópu. Þar eru allir að framleiða eitthvað og án peninga væru menn að skiptast á vörum. Tímafrekt en virkaði vel í den. Vöruskiptin höfðu engan sérstakan kostnað í för með sér nema óhagræðið við að finna sér viðskiptafélaga sem vildi það sem þú […]
Hópur Íslendinga sendi Herman Van Rompuy, forseta ESB, bréf með spurningum varðandi Icesave sl. föstudag. Í kjölfarið voru fréttatilkynningar sendar á innlenda og erlenda fjölmiðla ásamt bréfinu. Hér heima voru það Morgunblaðið og Svipan sem birtu það (sjá hér og hér) og Smugan fjallaði um það líka (sjá hér) Nokkrir þeirra sem settu nöfn sín […]