Við erum stöðugt að velta fyrir okkur vandamálum tengd peningum, reyndar eru vandamál okkar mun frekar tengd skorti á peningum. Hvað eru þá þessir peningar? Í upphafi stunduðu menn vöruskipti en fóru síðan að nota ákveðnar vörur sem viðmið, þ.e. peninga. Flest öll þjóðfélög komu sér upp peningum í einhverju formi. Viðkomandi vara/hlutur hafði þá […]
Þjóðfélagasumræðan er sérkennileg þessa dagana. Orðræðan er hversu mikinn kostnað þjófurinn getur sloppið við að endurgreiða af þýfinu. Samtímis er vandamálinu stillt upp á þann veg að vissir einstaklingar geti ekki staðið í skilum og síðan er spurt hvort virkilega allir ætli að taka á sig aukna skatta til að bjarga þeim. Spurningin fór reyndar […]
Ætli það sé ekki hægt að fullyrða það að það sé almenn sátt um það að bankarnir komu okkur í skítinn. Þeir spiluðu djarft en gátu ekki staðið við afborganir á gjalddaga og fóru því á hausinn. Ef bankarnir hefðu fengið frekari lán þá hefðu þeir getað endurfjármagnað sig. Því miður gerðist það ekki og […]
Á Flateyri þarf að loka fiskverkuninni og þar vinna næstum allir í plássinu. Í vandamálum Flateyringa kristallast margt í tilverunni. Á Flateyri er allt til staðar til að vinna fisk, kunnátta og tæki. Það skortir fiskinn. Á sama tíma og það er skortur á fiski fyrir Flateyringa er nóg af fiski í hafinu. Einnig er […]
Það voru tunnumótmæli á Austurvelli í gær. Fjöldinn sem mætti samsvara um 100 þúsund Frökkum að mótmæla í París. Þrátt fyrir það þótti Kastljósi bæði mótmælin lítil og kröfur mótmælenda grátbroslegar í besta falli. Ég fékk flashback til mannkynsögutímanna á menntaskólaárunum. Meðan almenningur í Frakklandi framkvæmdi byltingu þá var elítan alveg rasandi yfir óskammfeilninni á […]
Það er gert lítið úr núverandi mótmælum og mótmælendum. Fólk hafi engann málstað að verja, sé í raun ekki í neinum vanda og aki um á bílum. Auk þess hafa mótmælendur í dag ekki þá réttu pólitísku sýn og þroska til að mótmæla. Í raun eru stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar að verja stjórnina sína eins og […]
Suðningsmenn núverandi ríkisstjórnar reyna að andæfa þeim sem gera sig líklega til að mótmæla stefnu ríkisstjórnarinnar. Þau telja mótmælendur vera handbendi Sjálfstæðismanna og allt þetta brölt muni gagnast þeim flokki. Mótmælendur eru líka heimtufrekir jeppaeigendur og þeir sem berja tunnur eru terroristar. Auk þess gera mótmælendur sér ekki grein fyrir alvöru málsins að þeirra mati. […]
Ögmundur ráðherra stefnir fram mótrökum gegn hugmyndum fólks um utanþingsstjórn í pistli á heimasíðu sinni. Fyrir einhverjum misserum hefði ég getað tekið undir flest allt sem hann segir. Það sem gefur hugmyndinni um utanþingsstjórn aukið vægi í dag er tíminn, þessi áhrifavaldur sem við höfum ekki mikla stjórn á og fólk hefur svo mismunandi tilfinningu […]
Almenningi finnst skjaldborg Jóhönnu og Steingríms snúast um banka og slíkar stofnanir. Sterkustu hagsmunaaðilarnir eins og kvótaeigendur og lífeyrissjóðirnir eiga allt sitt undir óbreyttu kerfi. Almenningur á erfitt með markvissa gagnrýni sökum leyndarhyggju. Við teljum að lífeyrissjóðirnir séu illa farnir eftir samstarf sitt við bankana fyrir hrun. Við finnum það að lífeyrissjóðirnir vilja hala inn […]
Heimilin eru okkur öllum mjög kær. Þau eru það skjól sem við ölum upp komandi kynslóð sem mun taka við kyndlinum. Minningar okkar flestra hringsnúast um bernskuheimili okkar. Þær ákvarða oft á tíðum hvernig við spilum síðan úr lífinu. Um 73.000 heimila skulda í húsnæði sínu. Þeir sem skulda munu eiga í árslok 2011 um […]