Núverandi ríkisstjórn tók við á tímum þegar forgangsmál var að takast á við afleiðingar bankahrunsins hér á landi. Henni fylgdu góðar óskir landsmanna og vonir um að vel tækist til. Samstarf Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. sveitarfélaganna í landinu hefur verið ágætt við þessa ríkisstjórn eins og fyrri ríkisstjórnir. Samráðsfundir hafa verið tíðir og upplýsingagjöf þokkaleg […]
Ég skrifaði um viðbrögð nokkurra við ákvörðun forseta Íslands í gær. Þau eru ólík því sem var þegar hann synjaði því að staðfesta fjölmiðlalögin. Svona er nú pólitíkin á Íslandi og því miður víðar, það fer eftir því hvorum megin við borðið fólk situr, hver afstaða þess er. Þetta er sem betur fer ekki algilt […]
Fyrirsögnin er nokkurs konar samantekt á þeim viðræðum sem ég hef átt við nokkra ágæta Samfylkingarmenn í dag. Viðkomandi voru ansi reiðir forseta Íslands fyrir þá ákvörðun að skrifa ekki undir svokölluð Icesave lög. Ég leyfði mér að minna viðkomandi á fagnaðarlæti þeirra vegna þeirrar ákvörðunar sama forseta fyrir fimm árum þegar hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin. […]
Sveitarfélög landsins vinna nú að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010. Öllum hefur verið það ljóst að draga þyrfti áfram úr útgjöldum vegna mikils samdráttar tekna í kjölfar hrunsins í fyrra. Frá hruni höfum við sveitarstjórnarfólk sagst leggja áherslu á að verja grunnþjónustuna. Sem er meira en að segja það þegar mjög stór hluti verkefna sveitarfélaga […]
Fréttablaðið hefur aldrei verið borið í hús í mínu sveitarfélagi Ísafjarðarbæ. Það liggur frammi (stundum) í innkaupakörfu framan við Bónus. Ég sé það tvisvar í mánuði. Ég heyrði að nú yrði Fréttablaðið fáanlegt um allt land. Mér fannst það ágætis fréttir því þetta er fríblað með auglýsingum sem væntanlega eiga að ná til allra landsmanna. […]
Það hlýtur allt að vera í fína lagi í þjóðfélaginu. Hreyfingin telur að nú sé rétt að fjölga svo verulega í sveitarstjórnum að í Reykjavík fari fulltrúafjöldinn úr 15 í 61. (Jenný Anna Baldursdóttir skrifar um það hér á Eyjunni með sínum hætti.) Umhverfisráðherra ætlar ekki að fara fram á undanþágur fyrir Ísland á næstu […]
Miklar vangaveltur eru um það hvort ríkisstjórnin muni hafa næstu daga og vikur af. Viðfangsefnin eru mjög erfið og verkefnin hafa tafist. Mér finnst ríkisstjórnin hafa aukið á erfiðleika sína með því að fara í verkefni sem stjórnin er sjálf ekki sammála að fara í. Eitt slíkt dæmi er aðildarviðræður við ESB. Það er ekki […]
Sveitarstjórnarfólk og fjármálastjórar af öllu landinu komu 1. og 2. október saman á árlegri fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Að þessu sinni 1 1/2 mánuði fyrr en oftast áður til að fá sem bestar upplýsingar inn í fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2010. Það segir sig sjálft að staða 77 sveitarfélaga í landinu er afar misjöfn. Sum afgreiddu árið 2008 með […]
Eftir svar samgönguráðherra á Alþingi, og upplýsingar um að Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga væri að grennslast fyrir um rekstur sveitarfélaganna, hefur verið nokkur umræða um stöðuna. Á mbl.is mátti lesa fyrirsögn um að sveitarfélög væru komin á gjörgæslu. Það er of sterkt til orða tekið, reyndar alltof sterkt. Þær upplýsingar í svari ráðherrans um rekstrarniðurstöðu […]
Háskólasetur Vestfjarða var stofnað 2005 sem sjálfseignarstofnun eftir að nefnd á vegum menntamálaráðherra skilaði af sér tillögum um slíka stofnun. Mikil vinna hafði verið lögð í undirbúning og margir lagt hönd á plóg árin á undan við að þróa slíka starfsemi og leggja þannig grunn að framtíðinni. Duglegir nemar í fjarnámi og tilkoma Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða […]