Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Miðvikudagur 16.11 2016 - 11:55

Um rugl og bull

Þessi grein birtist á dögunum í Fréttablaðinu og á visir.is. Ég skrifaði hana vegna umræðu um félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík. Fyrr hafði ég skrifað grein hér á Eyjuna vegna ummæla borgarstjóra á facebook síðu sinni um að ég væri að bulla um félagslegt leiguhúsnæði. Svo bætti Magnús Már Guðmundsson borgarfulltrúi Samfylkingar um betur og sagði […]

Mánudagur 07.11 2016 - 14:27

Bull í boði borgarstjóra

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins 6. nóvember sl. var viðtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra um húsnæðisvandann í Reykjavík. Fréttin tengdist skýrslu Rauða krossins, ,,Fólkið í skugganum“ sem fjallar um alvarlegt ástand ákveðinna hópa í Reykjavík þar sem húsnæðisvandinn er stærsti einstaki vandinn. Í fréttinni segir borgarstjóri að það sé forgangsverkefni að fjölga húsnæðiskostum og að fjölgun […]

Þriðjudagur 30.08 2016 - 12:11

Lök grunnþjónusta og gæluverkefni meirihlutans í Reykjavík

Við afgreiðslu hálfs árs uppgjörs 2016 lögðum við borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi bókun fram: ,,Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að ákveðinn viðsnúningur komi fram í 6 mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar. Löngu er kominn tími til að löngu tímabili taprekstrar ljúki. Hafa ber í huga að ástæða viðsnúnings er vegna þess að skatttekjur eru 575 milljónir kr. yfir áætlun og […]

Föstudagur 13.05 2016 - 11:25

Atvinnulífið hornreka í borginni

Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfum oft rætt um skort á skilningi á þörfum atvinnulífsins.  Þétting byggðar er oft eðlileg borgarþróun en um leið er þrengt að atvinnustarfsemi í borginni. Nýverið bókuðum við um þetta í umhverfis- og skipulagsráði og á dögunum barst bréf til borgarstjóra frá Félagi atvinnurekenda þar sem lýst er áhyggjum vegna þess að […]

Þriðjudagur 10.05 2016 - 14:53

Um vondan rekstur og lögbrot – úr ræðu v. ársreiknings 2015

Þetta er það helsta úr ræðu minni við síðari umræðu ársreiknings. Jú vissulega er þetta einhver lesning en þarna fer ég yfir mikilvæg atriði úr rekstrinum. Stuttur útdráttur: ,,Þetta, ágætu borgarfulltrúar þýðir einfaldlega að áætlanir samþykktar af meirihluta Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna gera ráð fyrir lögbroti. Reykjavíkurborg er með það innbyggt í […]

Föstudagur 04.03 2016 - 20:17

Tilraunir á börnum

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld (4. mars) var talað við Þórarinn Guðnason lyflækni og sérfræðingur í hjartasjúkdómum. Hann sagði í viðtalinu að lykilatriðið í þessari umræðu sé að skaðleysi dekkjakurlsins hafi ekki verið sannað. Iðkendur verði að njóta vafans. Í viðtalinu sagði hann m.a. þetta: ,,Ég hvet Reykjavíkurborg að taka strax á þessum málum og […]

Fimmtudagur 15.10 2015 - 12:26

Stækkun Úlfarsárdalshverfis

Í borgarráði í morgun var gerð samþykkt sem kemur til móts við stefnu okkar Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Samþykktin er þessi: ,,Borgarráð samþykkir að deiliskipulag Úlfarsárdals verði endurskoðað í samræmi við forsendur Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 um fjölgun íbúða og uppbyggingu og stækkun Úlfarsárdalshverfis og í samræmi við skipulagslýsingu fyrir breytingu á deiliskipulagi svæðisins.“ Þó sú viðbót […]

Sunnudagur 20.09 2015 - 20:08

Vandræðalegt og skrýtið

Nú er ljóst að beiðni mín fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um aukafund í borgarstjórn hefur verið afgreidd. Aukafundurinn verður þriðjudaginn 22. september kl. 17:00. Tillaga okkar sem við sendum kl. 13:00 í gær, laugardaginn 20. september er svona: ,,Borgarstjórn samþykkir að draga til baka samþykkt borgarstjórnar frá 15. september 2015 um […]

Laugardagur 19.09 2015 - 14:46

Beiðni um aukafund í borgarstjórn Reykjavíkur

Undirritaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina hefur óskað eftir aukafundi í borgarstjórn Reykjavíkur í síðasta lagi þriðjudaginn 22. september. Hér að neðan má lesa beiðnina, tillöguna og greinargerð. Beiðni um aukafund: Með tilvísan til 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar óska borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina eftir aukafundi í […]

Þriðjudagur 01.09 2015 - 16:59

Vandræði í rekstri Reykjavíkurborgar

Á borgarstjórnarfundi í dag (1. september) var að beiðni Sjálfstæðisflokksins umræða um hálfsársuppgjör Reykjavíkurborgar. Það fór ég yfir rekstrarvandann en frá janúar til júní er borgin (A-hluti) rekin með 3ja milljarða kr. tapi. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 1,8 milljarða kr. tapi. Veltufé frá rekstri er 1,4% sem er rosalega lágt og veldur því að skuldir […]

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur