Þessi grein birtist á dögunum í Fréttablaðinu og á visir.is. Ég skrifaði hana vegna umræðu um félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík. Fyrr hafði ég skrifað grein hér á Eyjuna vegna ummæla borgarstjóra á facebook síðu sinni um að ég væri að bulla um félagslegt leiguhúsnæði. Svo bætti Magnús Már Guðmundsson borgarfulltrúi Samfylkingar um betur og sagði […]
Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins 6. nóvember sl. var viðtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra um húsnæðisvandann í Reykjavík. Fréttin tengdist skýrslu Rauða krossins, ,,Fólkið í skugganum“ sem fjallar um alvarlegt ástand ákveðinna hópa í Reykjavík þar sem húsnæðisvandinn er stærsti einstaki vandinn. Í fréttinni segir borgarstjóri að það sé forgangsverkefni að fjölga húsnæðiskostum og að fjölgun […]
Við afgreiðslu hálfs árs uppgjörs 2016 lögðum við borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi bókun fram: ,,Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að ákveðinn viðsnúningur komi fram í 6 mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar. Löngu er kominn tími til að löngu tímabili taprekstrar ljúki. Hafa ber í huga að ástæða viðsnúnings er vegna þess að skatttekjur eru 575 milljónir kr. yfir áætlun og […]
Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfum oft rætt um skort á skilningi á þörfum atvinnulífsins. Þétting byggðar er oft eðlileg borgarþróun en um leið er þrengt að atvinnustarfsemi í borginni. Nýverið bókuðum við um þetta í umhverfis- og skipulagsráði og á dögunum barst bréf til borgarstjóra frá Félagi atvinnurekenda þar sem lýst er áhyggjum vegna þess að […]
Þetta er það helsta úr ræðu minni við síðari umræðu ársreiknings. Jú vissulega er þetta einhver lesning en þarna fer ég yfir mikilvæg atriði úr rekstrinum. Stuttur útdráttur: ,,Þetta, ágætu borgarfulltrúar þýðir einfaldlega að áætlanir samþykktar af meirihluta Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna gera ráð fyrir lögbroti. Reykjavíkurborg er með það innbyggt í […]
Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld (4. mars) var talað við Þórarinn Guðnason lyflækni og sérfræðingur í hjartasjúkdómum. Hann sagði í viðtalinu að lykilatriðið í þessari umræðu sé að skaðleysi dekkjakurlsins hafi ekki verið sannað. Iðkendur verði að njóta vafans. Í viðtalinu sagði hann m.a. þetta: ,,Ég hvet Reykjavíkurborg að taka strax á þessum málum og […]
Í borgarráði í morgun var gerð samþykkt sem kemur til móts við stefnu okkar Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Samþykktin er þessi: ,,Borgarráð samþykkir að deiliskipulag Úlfarsárdals verði endurskoðað í samræmi við forsendur Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 um fjölgun íbúða og uppbyggingu og stækkun Úlfarsárdalshverfis og í samræmi við skipulagslýsingu fyrir breytingu á deiliskipulagi svæðisins.“ Þó sú viðbót […]
Nú er ljóst að beiðni mín fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um aukafund í borgarstjórn hefur verið afgreidd. Aukafundurinn verður þriðjudaginn 22. september kl. 17:00. Tillaga okkar sem við sendum kl. 13:00 í gær, laugardaginn 20. september er svona: ,,Borgarstjórn samþykkir að draga til baka samþykkt borgarstjórnar frá 15. september 2015 um […]
Undirritaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina hefur óskað eftir aukafundi í borgarstjórn Reykjavíkur í síðasta lagi þriðjudaginn 22. september. Hér að neðan má lesa beiðnina, tillöguna og greinargerð. Beiðni um aukafund: Með tilvísan til 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar óska borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina eftir aukafundi í […]
Á borgarstjórnarfundi í dag (1. september) var að beiðni Sjálfstæðisflokksins umræða um hálfsársuppgjör Reykjavíkurborgar. Það fór ég yfir rekstrarvandann en frá janúar til júní er borgin (A-hluti) rekin með 3ja milljarða kr. tapi. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 1,8 milljarða kr. tapi. Veltufé frá rekstri er 1,4% sem er rosalega lágt og veldur því að skuldir […]