Ný sveitarstjórnarlög hafa verið í vinnslu í u.þ.b. tvö ár. Samvinna var milli ríkis og sveitarfélaga við vinnslu frumvarpsins og höfðu sveitarstjórnarmenn tækifæri til þess á fleiri en einu landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga að gera tillögur að breytingum og koma á framfæri athugasemdum. Nýttu sveitarstjórnarmenn sér þetta vel sem og athugasemdaferlið eftir að málið var […]
Áður en hátíðardagskrá 17. júní og sérstök afmælisdagskrá vegna 200 ára ártíðar Jóns Sigurðssonar hófst á Hrafnseyri í dag, var útskrift á vegum Háskólaseturs Vestfjarða. Annað árið í röð útskrifast mastersnemar úr Haf- og strandsvæðastjórnun sem kennd er á Ísafirði við Háskólasetur Vestfjarða. Námið er alþjóðlegt og allt kennt á ensku (e. Coastal and Marine […]
Þingmenn vita sem er að við kjósendur vitum lítið um þeirra störf nema þeir séu duglegir að skrifa greinar (sem við lesum kannski ekki) eða þeir fái óskipta athygli fjölmiðla. Margir þingmenn eru áreiðanlega ekki að velta þessu daglega fyrir sér og vinna sín störf með heildarhag þjóðarinnar að leiðarljósi. Kannski verða þeir endurkjörnir – kannski […]
Eins og oft áður er upphrópunarumræðan á Íslandi tilviljunarkennd. Afstaða til hlutanna fer hjá mjög mörgum eftir því með hvaða knattspyrnuliði – nei stjórnmálaflokki ætlaði ég að segja – þeir halda. Núna segja fjölmargir vinstri menn, ekki allir, að forsetinn eigi ekki að komast upp með að synja Icesave lögunum staðfestingar. Sama fólkið fagnaði ógurlega […]
Það er merkilegt hvað fólk getur haft ólíkar skoðanir á undirskriftarlistum eftir því hver leggur þá fram. Nú á undirskriftarlisti, þar sem fjölmargir Íslendingar hafa ritað nafn sitt í þeim tilgangi að fá forseta Íslands til staðfesta ekki lög um Icesave, að vera ómögulegur. Ég hef lesið mótbárur nokkurra gegn listanum og heyrði ótrúlegt viðtal […]
Það er að vonum mikil umræða um skólamálin þessa dagana. Sveitarfélögin hafa þurft að draga saman í rekstri vegna tekjulækkunar. Þess misskilnings hefur gætt og hefur sést í greinaskrifum að sveitarstjórnarfólk hafi ekki byrjað á öðrum aðgerðum en þeim að hagræða í skólakerfinu. Staðreyndin er sú að strax við hrun haustið 2008 brugðust sveitarfélögin mjög […]
Það er ómerkilegt af alþingismanninum Merði Árnasyni að saka sveitarstjórn Flóahrepps um mútuþægni. Það er ótrúlegt að hann skuli halda slíku fram þegar hann á að vita betur. Skipulagsmál eru málaflokkur þar sem ferlið er opið og íbúar bæði innan og utan sveitarfélags geta haft áhrif á niðurstöðuna. Þegar sveitarfélag þarf að breyta skipulagi vegna […]
Hvernig mun ríkið, sem ég tek fram að ég tel ekki nokkurn vafa leika á að er eigandi allra auðlinda, úthluta aflaheimildum verði þær innkallaðar? Umræðan snýst um réttlæti og ég tek undir að margar sjávarbyggðir hafa orðið fyrir miklu óréttlæti. En meginvandinn er sá að það hefur dregið svo mikið úr heildarveiðum að miklu minna […]
Þrátt fyrir að atburðir undanfarinna ára í íslensku þjóðfélagi ættu að kenna okkur ýmislegt um samfélagslega umræðu þá virðist það hafa náð misvel í gegn. Í skýrslugerð um hrunið er talað um hvernig umræðunni var stýrt af nokkrum aðilum og flestir fylgdu á eftir og alla gagnrýni vantaði, bæði hjá okkur sjálfum og fjölmiðlum. Þetta […]
Staðsetning og mengun. Það hefur ýmislegt verið sagt og skrifað um sorpbrennslustöðina Funa í gegnum árin. Trúlega eru flestir sammála því að stöðin var reist á óheppilegum stað á sínum tíma innst í hinum lognkyrra Skutulsfirði. Þegar sú ákvörðun var tekin voru þáverandi bæjarfulltrúar vissir um að stöðin mengaði ekki og gæti þess vegna verið […]