Færslur fyrir desember, 2010

Þriðjudagur 21.12 2010 - 22:17

Lúpínufasismi og skóg“ræktar“ofstæki!

Það er eitt að rækta upp landið í eðlilegu jafnvægi þar sem borin er virðing fyrir þeim sérstæða og viðkvæma hefðbundna íslenska lággróðri og fágætu birkiskógum sem fyrir eru. Annað að ryðjast óbeislað yfir íslenska náttúru með því að eitra fyrir henni með lúpínu og ganga á dýrmætt votlendi með illa ígrundaðri lerkirækt. Það verður […]

Mánudagur 20.12 2010 - 22:41

Þegar bankarnir stálu jólunum!

Jólin 2004 hafði húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu rokið upp úr öllu valdi á fjórum mánuðum. Það var í boði bankanna.   Alþingi hefur nú ákveðið að láta gera óháða rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs og meðal annars meint áhrif sjóðsins á hækkun húsnæðisverðs og þenslu haustið 2004. Slík rannsókn er afar mikilvæg til þess að hrekja þær […]

Mánudagur 20.12 2010 - 09:12

Sýndarveruleiki VG

Það var sem mig grunaði. Uppnámið kring um fjárlögin var hefðbundinn sýndarveruleiki Vinstri grænna. VG hefur lengi leikið þann leik að hafa tvær skoðanir í hverju máli og tryggt að það séu tveir til þrír þingmenn í sýndarandófi gegn ríkisstjórninni. Hins vegar er alltaf tryggt í VG försunum að meirihluti sé á bak við ríkisstjórnina […]

Laugardagur 18.12 2010 - 11:11

Samkeppni í skattheimtu

Það þarf alvöru samkeppni í skattheimtu á Íslandi. Gegndarlaus skattpíning sem „Norræna velferðarstjórnin“ stendur fyrir er allt að drepa og þá ekki hvað síst landsbyggðina. Núverandi svigrúm sveitarfélaganna til samkeppni í skattheimtu er nánast engin og gefur Íslendingum ekkert raunverulegt val á grunni misjafnar skattheimtu. Við náum hins vegar fram grunni fyrir alvöru samkeppni í […]

Föstudagur 17.12 2010 - 19:51

Er Andri Geir að ritskoða mig?

Er Andri Geir Arinbjarnarson að ritskoða mig? Nú hef ég beðið í margar klukkustundir eftir því að Andri Geir birti eftirfarandi athugasemd mína: Hallur Magnússon 17.12 2010 kl. 13:33 # Your comment is awaiting moderation. Andri Geir. Ekki gleyma því að Íbúðalánasjóður er með ótakmarkaða ríkisábyrgð auk þess sem greiðsluflæði er tryggt úr nánast öllu […]

Föstudagur 17.12 2010 - 13:33

Sólheimar og sveitarstjórnabastarðurinn

Sólheimar eru ekki í Árborg. Sólheimar eru í Grímsnes- og Grafningshreppi. Samt er stjórn Sólheima skikkuð til að semja um framtíðarrekstur við Sveitarfélagið Árborg!   Hvað veldur?   Jú, Árborg er stærsta sveitarfélagið í nýjum sveitarstjórnarbastarði sem komið hefur verið á fót vegna þeirrar einföldu staðreyndar að stærsti hluti minni sveitarfélaga á Íslandi hefur enga […]

Fimmtudagur 16.12 2010 - 18:42

Munið Herópið fyrir jólin!

Hjálpræðisherinn er einn þeirra samtaka sem vinnur mikið og óeigingjarnt starf fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu. Það eru margir sem leita til Hersins um jól og borða þar jólamáltíðina. Þá rekur Hjálpræðisherinn dagsetur fyrir útigangsfólk út á Granda sem hefur skipt sköpum í lífsgæðum útigangsfólks í Reykjavík. Þetta kostar allt peninga þótt […]

Miðvikudagur 15.12 2010 - 19:43

ÍLS hagnast um 15 milljarða

Íbúðalánasjóður  hefur hagnast um 10 til 15 milljarða á því að hafa fjárfest tugmilljarða uppgreiðslur lána 2004 og 2005 í þegar lánuðum fasteignalánasöfnum Landsbankans og sparisjóðanna í stað þess að leggja féð inn í Seðlabankann eins og sumir snillingar í stjórnmálastétt töldu rétt að gera á sínum tíma. Þessari staðreynd hefur lítt verið haldið á lofti […]

Þriðjudagur 14.12 2010 - 08:43

Tannálfa í grunnskólana!

Það vantar tannálfa í grunnskólann. Tannheilsu barnanna okkar hefur hrakað verulega á undanförnum árum. Við erum að upplifa það sama og ljósálfarnir í álfheimum í hinu frábæra barnaleikriti Benedikt búálfur. Þegar Tóti tannálfur var numinn á brott af svartálfum, þá fengu ljósálfarnir tannpínu. Þegar ég var í grunnskóla þá var tannálfur í skólanum í gervi […]

Mánudagur 13.12 2010 - 15:26

Íslenskur landbúnaður umhverfismál í ESB

Íslenskt lambakjöt selst nú sem aldrei áður í útlöndum og það á afar góðu verði. Markaður í Evrópusambandinu fyrir íslenskt lambakjöt er miklu stærri en Íslendingar fá að anna. Ástæðan eru tæknilegar viðskiptahindranir Evópusambandsins í formi takmarkaðra innflutningskvóta fyrir íslenskt lambakjöt.   Vonandi mun Evrópusambandið auka verulega við innflutningskvóta Íslendinga á næstunni. En framtíðarlausnin er […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur