Færslur fyrir ágúst, 2011

Þriðjudagur 16.08 2011 - 19:39

Uppgefið leiguverð of lágt

Uppgefið leiguverð á íslenskum íbúðamarkaði er afar oft miklu lægra en raunverulegt leiguverð.  Ástæðan er annars vegar glórulaus skattastefna ríkisins og hins vegar glórulaus viðmiðun leigubóta samhliða afnámi vaxtabóta ef eigendur húsnæðis búa ekki í eigin íbúð. Það er afar algengt að þinglýstir leigusamningar hljóði upp á fjárhæð sem dugi til þess að leigjandi fái […]

Þriðjudagur 16.08 2011 - 01:10

Beztafólkið að byrja í pólitík!

Ég er þess fullviss að hluti þess ágæta fólks sem ætlaði sér aldrei inn á pólitíska sviðið en gerði það í ádeilduframboði Bezta flokksins og sambærilegra framboða víða um land er rétt að byrja í pólitík! Það sem meira er – ég tel að í röðum þessa fólks sé að finna finna stjórnmálamenn sem eiga […]

Sunnudagur 14.08 2011 - 16:10

Lögga á nærbuxunum!

Lögreglan hefur nú verið án samninga í 255 daga. Það er ólíðandi. Endurbirti af því tilefni pistil minn um málefni lögrelgunnar frá því 2.desember 2010 – Lögga á nærbuxunum!  Það hefur nefnilega ekkert breyst frá því þá! … „Ég gleymi aldrei þegar Grana löggu var sagt upp í Spaugstofunni og sendur heim á nærbrókinni einni saman vegna […]

Laugardagur 13.08 2011 - 21:12

…í Súdan og Grímsnesinu

Þegar rætt er um Súdan kemur fyrst upp í hugan áralöng borgarastyrjöld, morð og ótrúleg grimmd – sem vonandi fer að minnka nú þegar friðarsamningar hafa náðst og nýtt ríki Suður-Súdan er að skapast. Það var því nánast frelsandi að horfa á þátt Al-Jazeera um tónlist í Súdan. Fallega og fjölbreytta tónlist sem unun var […]

Föstudagur 12.08 2011 - 19:55

Lögreglufjáröflun Gnarrs í Víkinni

Framundan er væntanlega lögreglufjáröflun í boði Jóns borgarstjóra  í Víkinni. Disneymót Víkings og Arionbanka verður haldið á morgun.  800 til 900 börn 8 ára og yngri munu keppa. Líkur eru á að foreldrar og vinir hvaðan æfa að vilji koma og fylgjast með. En þar sem einungis 60 lögleg bílastæði eru við Víkina – og Jón borgarstjóri vill […]

Föstudagur 12.08 2011 - 11:46

Embættismannaveldi Borgarinnar

Uppbygging stjórnskipulags Reykjavíkurborgar er á þann veg að í stað virks lýðræðislegs skipulags er hætta á öflugu embættismannaveldi. Þessi hætta eykst ef borgarstjóri er ekki öflugur stjórnandi og borgarstjórnin veik. Ástæða þessa er sú að sviðsstjórar borgarinnar heyra stjórnskipulega beint undir borgarstjóra og þurfa einungis að standa skil á gerðum sínum gagnvart honum – ekki […]

Fimmtudagur 11.08 2011 - 19:42

Möllerinn að meika það!

Því fór fjarri að ég væri stuðningsmaður Kristjáns Möllers þegar hann var samgönuráðherra. Reyndar gagnrýndi ég hann oft mjög hart. En nú er Möllerinn að meika það. Eini stjórnarliðinn sem þorir að segja það sem þarf að segja og benda á það sem þarf að gera.

Fimmtudagur 11.08 2011 - 11:26

Stjórnarskrárfrumvarp skýrt

Það er til fyrirmyndar hvernig Gísli Tryggvason stjórnlagaráðsmaður skýrir á bloggi sínu hverja einustu grein tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Þótt skýringar fylgi tillögu stjórnlagaráðs þá eru þær ekkert allt of aðgengilegar fyrir almenning.  Því er framtak Gísla vel þegið. Hvet fólk til að lesa daglega pistla Gísla – en hann hyggst skrifa um allar greinar […]

Miðvikudagur 10.08 2011 - 10:27

Samvinnukonan Eygló Harðar

Eygló Harðardóttir er einn fárra þingmanna sem náð hefur að lyfta sér upp úr skotgrafarhernaði upphrópanna og æsingastjórnmála og lagt megináherslu á uppbyggjandi og lausnarmiðaða pólitík þar sem grunnþemað er samvinna í víðtækasta skilningi þess orðs. Nú síðast kallar Eygló eftir samvinnu um málefni Suðurnesja þar sem ástandið er vægast sagt alvarlegt. Það er rétt sem […]

Þriðjudagur 09.08 2011 - 19:19

Skatt á innistæður í Seðlabanka

Ríkisstjórnin á að setja aukalegan 10% skatt á innistæður í Seðlabanka Íslands. Það hefði tvennar mikilvægar afleiðingar í för með sér. Annars vegar skapar það vænar skatttekjur frá þeim sem eru í efnaðri kantinum. Hins vegar hrekur aðgerðin það lata fjármagn sem liggur í Seðlabankanum á kostnað samfélagsins  í stað þess að vinna fyrir samfélagið í […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur