Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 17.12 2010 - 13:33

Sólheimar og sveitarstjórnabastarðurinn

Sólheimar eru ekki í Árborg. Sólheimar eru í Grímsnes- og Grafningshreppi. Samt er stjórn Sólheima skikkuð til að semja um framtíðarrekstur við Sveitarfélagið Árborg!   Hvað veldur?   Jú, Árborg er stærsta sveitarfélagið í nýjum sveitarstjórnarbastarði sem komið hefur verið á fót vegna þeirrar einföldu staðreyndar að stærsti hluti minni sveitarfélaga á Íslandi hefur enga […]

Fimmtudagur 16.12 2010 - 18:42

Munið Herópið fyrir jólin!

Hjálpræðisherinn er einn þeirra samtaka sem vinnur mikið og óeigingjarnt starf fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu. Það eru margir sem leita til Hersins um jól og borða þar jólamáltíðina. Þá rekur Hjálpræðisherinn dagsetur fyrir útigangsfólk út á Granda sem hefur skipt sköpum í lífsgæðum útigangsfólks í Reykjavík. Þetta kostar allt peninga þótt […]

Miðvikudagur 15.12 2010 - 19:43

ÍLS hagnast um 15 milljarða

Íbúðalánasjóður  hefur hagnast um 10 til 15 milljarða á því að hafa fjárfest tugmilljarða uppgreiðslur lána 2004 og 2005 í þegar lánuðum fasteignalánasöfnum Landsbankans og sparisjóðanna í stað þess að leggja féð inn í Seðlabankann eins og sumir snillingar í stjórnmálastétt töldu rétt að gera á sínum tíma. Þessari staðreynd hefur lítt verið haldið á lofti […]

Þriðjudagur 14.12 2010 - 08:43

Tannálfa í grunnskólana!

Það vantar tannálfa í grunnskólann. Tannheilsu barnanna okkar hefur hrakað verulega á undanförnum árum. Við erum að upplifa það sama og ljósálfarnir í álfheimum í hinu frábæra barnaleikriti Benedikt búálfur. Þegar Tóti tannálfur var numinn á brott af svartálfum, þá fengu ljósálfarnir tannpínu. Þegar ég var í grunnskóla þá var tannálfur í skólanum í gervi […]

Mánudagur 13.12 2010 - 15:26

Íslenskur landbúnaður umhverfismál í ESB

Íslenskt lambakjöt selst nú sem aldrei áður í útlöndum og það á afar góðu verði. Markaður í Evrópusambandinu fyrir íslenskt lambakjöt er miklu stærri en Íslendingar fá að anna. Ástæðan eru tæknilegar viðskiptahindranir Evópusambandsins í formi takmarkaðra innflutningskvóta fyrir íslenskt lambakjöt.   Vonandi mun Evrópusambandið auka verulega við innflutningskvóta Íslendinga á næstunni. En framtíðarlausnin er […]

Sunnudagur 12.12 2010 - 17:02

Handvömm rannsóknarnefndar Alþingis

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis vegna Hrunsins er eitt allra merkasta plagg síðari tíma Íslandssögunnar. Rannsóknarnefndin vann ótrúlega gott og yfirgripsmikið starf.  Hins vegar er sá ljóður á annars merkri skýrslu sú handvömm rannsóknarnefndarinn að rannsaka ekki sjálfstætt Íbúðalánasjóð og aðgerðir sjóðsins á árunum 2003 – 2008.   Rannsóknarnefndinn féll í þá gryfju að taka upp gagnrýnilaust upplifun […]

Laugardagur 11.12 2010 - 20:02

Rannsökum illa gjaldþrota Seðlabanka!

Ef menn vilja fá fram sannleikann í orsökum hruns efnahagslífsins á Íslandi þá er nauðsynlegt að gera ásamt öðru óháða úttekt á starfsemi Seðlabankans sem varð tæknilega gjaldþrota sem nemur um 270 milljörðum króna í kjölfar hrunsins. Já, í kjölfar hruns sem Seðlabankinn á miklu meiri sök á enn almenningur gerir sér grein fyrir. Það […]

Föstudagur 10.12 2010 - 20:32

Fyrirgefum Steingrími J. og Jóhönnu mistök þeirra í IceSave!

Nú þegar hörð andstaða við nauðungarsamninga um IceSave hefur skilað íslensku þjóðinni hundruð milljarða sparnað og endurheimt stöðu Íslands sem ríki er gengur til viðræðna við aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelli, þá er hart veist að Steingrími J. og Jóhönnu fyrir þeirra mistök í IceSave málinu.   Mér finnst reyndar sumir ganga of hart að þeim […]

Föstudagur 10.12 2010 - 10:42

Opið bréf til Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur Alþingismanns

Kæra Sigríður Ingibjörg.   Ég var afar hissa á ýmsu sem fram kom í grein þinni í Fréttablaðinu í dag.   Ekki það að ég geri athugasemdir við þínar pólitísku og persónulegu skoðanir. En í ljósi þeirra upplýsinga sem þú hefur undir höndum þá hefði ég talið að þú, Alþingismaðurinn og hagfræðingurinn, sæjir sóma þinn […]

Fimmtudagur 09.12 2010 - 17:19

Stórmenni undir dulnefni

Einn fylgifiskur hins dýrmæta málfrelsis okkar sem hefur náð nýjum víddum með tilkomu bloggsins og athugasemdakerfa þeim tengdum eru stórmenni sem tjá sig hægri vinstri í athugasemdadálkum bloggheima. Stundum er um að ræða málefnalegar athugasemdir og umræður nafnleysingjanna, en oftar standa þessi nafnlausu stórmenni fyrir órökstuddum dylgjum, skítkasti og rógi. Sumir bloggarar hafa kosið að […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur