Sólheimar eru ekki í Árborg. Sólheimar eru í Grímsnes- og Grafningshreppi. Samt er stjórn Sólheima skikkuð til að semja um framtíðarrekstur við Sveitarfélagið Árborg! Hvað veldur? Jú, Árborg er stærsta sveitarfélagið í nýjum sveitarstjórnarbastarði sem komið hefur verið á fót vegna þeirrar einföldu staðreyndar að stærsti hluti minni sveitarfélaga á Íslandi hefur enga […]
Hjálpræðisherinn er einn þeirra samtaka sem vinnur mikið og óeigingjarnt starf fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu. Það eru margir sem leita til Hersins um jól og borða þar jólamáltíðina. Þá rekur Hjálpræðisherinn dagsetur fyrir útigangsfólk út á Granda sem hefur skipt sköpum í lífsgæðum útigangsfólks í Reykjavík. Þetta kostar allt peninga þótt […]
Íbúðalánasjóður hefur hagnast um 10 til 15 milljarða á því að hafa fjárfest tugmilljarða uppgreiðslur lána 2004 og 2005 í þegar lánuðum fasteignalánasöfnum Landsbankans og sparisjóðanna í stað þess að leggja féð inn í Seðlabankann eins og sumir snillingar í stjórnmálastétt töldu rétt að gera á sínum tíma. Þessari staðreynd hefur lítt verið haldið á lofti […]
Það vantar tannálfa í grunnskólann. Tannheilsu barnanna okkar hefur hrakað verulega á undanförnum árum. Við erum að upplifa það sama og ljósálfarnir í álfheimum í hinu frábæra barnaleikriti Benedikt búálfur. Þegar Tóti tannálfur var numinn á brott af svartálfum, þá fengu ljósálfarnir tannpínu. Þegar ég var í grunnskóla þá var tannálfur í skólanum í gervi […]
Íslenskt lambakjöt selst nú sem aldrei áður í útlöndum og það á afar góðu verði. Markaður í Evrópusambandinu fyrir íslenskt lambakjöt er miklu stærri en Íslendingar fá að anna. Ástæðan eru tæknilegar viðskiptahindranir Evópusambandsins í formi takmarkaðra innflutningskvóta fyrir íslenskt lambakjöt. Vonandi mun Evrópusambandið auka verulega við innflutningskvóta Íslendinga á næstunni. En framtíðarlausnin er […]
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis vegna Hrunsins er eitt allra merkasta plagg síðari tíma Íslandssögunnar. Rannsóknarnefndin vann ótrúlega gott og yfirgripsmikið starf. Hins vegar er sá ljóður á annars merkri skýrslu sú handvömm rannsóknarnefndarinn að rannsaka ekki sjálfstætt Íbúðalánasjóð og aðgerðir sjóðsins á árunum 2003 – 2008. Rannsóknarnefndinn féll í þá gryfju að taka upp gagnrýnilaust upplifun […]
Ef menn vilja fá fram sannleikann í orsökum hruns efnahagslífsins á Íslandi þá er nauðsynlegt að gera ásamt öðru óháða úttekt á starfsemi Seðlabankans sem varð tæknilega gjaldþrota sem nemur um 270 milljörðum króna í kjölfar hrunsins. Já, í kjölfar hruns sem Seðlabankinn á miklu meiri sök á enn almenningur gerir sér grein fyrir. Það […]
Nú þegar hörð andstaða við nauðungarsamninga um IceSave hefur skilað íslensku þjóðinni hundruð milljarða sparnað og endurheimt stöðu Íslands sem ríki er gengur til viðræðna við aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelli, þá er hart veist að Steingrími J. og Jóhönnu fyrir þeirra mistök í IceSave málinu. Mér finnst reyndar sumir ganga of hart að þeim […]
Kæra Sigríður Ingibjörg. Ég var afar hissa á ýmsu sem fram kom í grein þinni í Fréttablaðinu í dag. Ekki það að ég geri athugasemdir við þínar pólitísku og persónulegu skoðanir. En í ljósi þeirra upplýsinga sem þú hefur undir höndum þá hefði ég talið að þú, Alþingismaðurinn og hagfræðingurinn, sæjir sóma þinn […]
Einn fylgifiskur hins dýrmæta málfrelsis okkar sem hefur náð nýjum víddum með tilkomu bloggsins og athugasemdakerfa þeim tengdum eru stórmenni sem tjá sig hægri vinstri í athugasemdadálkum bloggheima. Stundum er um að ræða málefnalegar athugasemdir og umræður nafnleysingjanna, en oftar standa þessi nafnlausu stórmenni fyrir órökstuddum dylgjum, skítkasti og rógi. Sumir bloggarar hafa kosið að […]