Lokaumræðan um fjárlög fyrir næsta á fór fram í gær. Við í Hreyfingunni höfum frá því við komum á þing talað fyrir annarri nálgun á vanda ríkissjóðs en að skera niður í velferðar-, heilbrigðis-, og menntamálum og hækka hefðbundna skatta á almenning. Umræðan okkar í ár var því á svipuðum nótum og í fyrra þó einstakir liðir […]
Eins og fram kemur í bók Guðna Th. Jóhannessonar um ævi Gunnars Thoroddsen er pólitísk arfleifð Sjálfstæðisflokksins hroðaleg þegar kemur að persónunjósnum og virðist flokkurinn hafa gengið ótrúlega langt í að reyna að koma hér á einhvers konar ógnarstjórn þar sem atvinna og lífsafkoma fólks átti að byggjast á þjónkun þeirra til viðhorfa Sjálfstæðisflokksins. Málið var […]
Undanfarnar vikur hafa verið að berast fréttir af stórfelldum ríkisábyrgðum (145 ma.kr.) til handa tveimur af þremur bönkum landsins, ábyrgðum sem ekki eru gerð skil í ríkisreikningi. Vegna þess hve viðkvæm slík umfjöllun getur orðið voru fregnirnar bornar óformlega undir efnahags- og viðskiptaráðherra fyrir u.þ.b. þremur vikum síðan og þegar engin svör fengust, ítrekaðar fyrir um viku. Í viðskiptablaði […]
Nú þegar komið hefur í ljós að forsætis- og fjármálaráðherra sem og öll ríkisstjórnin (nema Ögmundur) og flestir þingmenn í liði hennar höfðu algerlega rangt fyrir sér og beittu svívirðilegum blekkingum og áróðri til að reyna að skuldsetja landið upp í rjáfur, er rétt að að renna yfir þessa rúmlega kortérs upprifjun frá Stöð 2. […]
Vanhæfni þessarar ríkisstjórnar er alveg með eindæmum og nýjustu tillögur um hvernig á að leysa skuldavanda heimilanna eru enn eitt dæmið um það. Þar er einfaldlega um að ræða einhvern lokakafla í leikriti sem hófst daginn eftir mótmælin 4. október þegar kallað var eftir samráði við stjórnarandstöðu og Hagsmunasamtök heimilanna, samráð sem þegar upp var […]
Enn eitt leikritið af hálfu ríkisstjórnarinnar er nú hafið. Icesave leikritið, þriðji þáttur, hefur hafist með tilheyrandi spuna og lekum í fjölmiðla og þrýstingi bak við tjöldin á t.d. Samtök atvinnulífsins sem eiga að snúa upp á hendur þingmanna Sjálfstæðisflokksins til að samþykkja nýjan Icesave samning. Það sanna í málinu er að það hefur ekkert […]
Nýlegar athugasemdir