Sunnudagur 05.12.2010 - 15:13 - FB ummæli ()

ICESAVE samkomulag?

Enn eitt leikritið af hálfu ríkisstjórnarinnar er nú hafið.  Icesave leikritið, þriðji þáttur, hefur hafist með tilheyrandi spuna og lekum í fjölmiðla og þrýstingi  bak við tjöldin á t.d. Samtök atvinnulífsins sem eiga að snúa upp á hendur þingmanna Sjálfstæðisflokksins til að samþykkja nýjan Icesave samning.

Það sanna í málinu er að það hefur ekkert samkomulag verið gert við stjórnarandstöðuna um lyktir málsins og engin drög að samningi hafa verið kynnt. Það sem var gert fyrir um tveimur vikum var að spurt var hvort stjórnarandstaðan væri nokkuð mótfallin því að haldið yrði áfram viðræðum á forsendum sem legið hafa fyrir síðan í ágúst/september.  Forsendurnar eru mjög óljósar og allar tölur mjög á reiki þó sýnt sé að samningur, ef næðist, yrði til mikilla muna betri en Svavars- og Steingrímssamningarnir. Það liggur hins vegar ekkert fyrir um niðurstöðu.

Hvað svo sem verður þá er einsýnt að ekki er hægt að velta meiri álögum yfir á almenning í landinu og hver svo sem niðurstöðutölur verða, þá munu það verða hin áhugasömu Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja sem þurfa að sannnfæra sín aðildafélög um að þau þurfi að borga brúsann.  Ef Icesave samningi fylgir útspil fjármálaráðherra um tímabundinn skatt á fjármálafyrirtæki til að standa undir kostnaði vegna Icesave, þá og þá fyrst má fara að velta málinu fyrir sér af einhverri alvöru. Vonandi ber fjármálaráðherra gæfu til að skilja það, en það er þó ekki líklegt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur