Föstudagur 08.04.2011 - 10:55 - FB ummæli ()

Smá saga

Dúddi lánaði Bjögga bækur. Bjöggi fór í felur og bækurnar hverfa enda er hann mikill áhugamaður um bækur og hefur verið virkur safnari í mörg ár. Vinahópur Dúdda borgar honum bækurnar og byrjar að leita þeirra á heimili Bjögga. Þótt hægt gangi þá segist vinahópurinn sannfærður um að bækurnar finnist með tímanum. Sendir engu að síður foreldrum Bjögga (Jóku og Steina) reikninginn, með vöxtum, vegna óvissu um málið. Foreldrar Bjögga segja reikninginn mjög sanngjarnan þó þau eigi ekki að borga hann, viti ekki hvað hann er hár né hvort þau ráði við hann. Þau klappa Bjögga sínum á kollinn og framsenda svo reikninginn til stjúpbarna sinna. Stjúpbörnin segja Ha?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur