Miðvikudagur 23.03.2011 - 23:06 - FB ummæli ()

Stjórnlagaráðið

Á morgun verða greidd atkvæði um stjórnlagaráðið sem á að gera drög að nýrri stjórnarskrá fyrir landið. Morgundagurinn er enn ein varðan á þeirri þrautagöngu sem ný stjórnarskrá hefur þurft að þola alveg frá lýðveldisstofnun. Hreyfingin hefur alltaf lagt mikla áherslu á að aðkoma almennings verði sem mest og víðtækust þegar kemur að því að gera nýja stjórnarkrá og í fáum málum höfum við beitt okkur meir en stjórnlagaþings málinu. Ekki tókst að fá inn afgerandi ákvæði í þingsályktunartillögun um stjórnlagaráðið um hvort afurð þess (drög að nýrri stjórnarkrá) færu fyrst í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi færi að krukka í plaggið. Því höfum við samið og lagt fram breytingartillögu við tillöguna sem kemur til atkvæða á morgun. Breytingartillagan í heild sinni er hér.

Breytingartillagan snýst um að það frumvarp til stjórnskipunarlaga sem kemur frá stjórnlagaráðinu fari fyrst í þjóðaratkvæðagreiðslu, grein fyrir grein eða samhangandi greinar, áður en Alþingi fær málið til meðferðar. Þannig verður Alþingi ljóst hver vilji þjóðarinnar er fyrir fram og fjórflokknum verður þar með gert erfiðara fyrir að hafa nýja stjórnarskrá í samræmi við eigin gæluhugmyndir um samfélag, hagsmuni og stjórnskipan hinna fáu útvöldu. Vonandi sjáum við lýðræðinu hampað á Alþingi á morgun.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur