Miðvikudagur 16.03.2011 - 22:25 - FB ummæli ()

Atvinnumálin

Atvinnumálin voru enn einu sinni tekin fyrir í liðnum „Störf þingsins“ í dag og eins og venjulega lét hátt í mönnum og þeir heimtuðu erlenda fjárfestingu, stórðju og kvörtuðu undan ríkisstjórninni. Ég tók aðeins þátt enda hafði sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd tekið frumvarp Hreyfingarinnar á dagskrá í morgun en það snýr að því að afla veiddum í íslenskri lögsögu verði landað á innlenda fiskmarkaði (með ýmsum undantekningum þó). Það kom fram í morgun að líkleg myndu skapast um 800 til 1.000 störf hér á landi við þetta, með mjög litlum tilkostnaði og á skömmum tíma (innan þriggja mánaða). Að sjálfsögðu var LÍÚ á móti hugmyndinni sem og Verslunarráð Íslands sem virðist aðeins aðhyllast markaði þegar það hentar þeim sem fjármagna ráðið. Hvað Verslunarráð var að gera á þessum fundi er svo spurning sem aðrir verða að svara. Umræðan í nefndinni kláraðist ekki en framhald verður á henni næsta miðvikudag.

Þetta vakti nokkra athygli fjölmiðla og RÚV var með þessa frétt, innlegg mitt á þinginu er hér  og í Reykjavík síðdegis var stutt viðtal við mig sem   er hér.  Það eru margir áhugaverðir vinklar á þessu máli en það dapurlega er að frekar lítill áhugi er á atvinnusköpun ef hún er ekki undir formerkjum einhvers sem menn kalla erlenda fjárfestingu eða er beintengd því að Icesave klafinn verði samþykktur. Svona gerast nú kaupin á eyrinni þeirri sem heitir Alþingi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur