Mánudagur 07.03.2011 - 16:49 - FB ummæli ()

Milljarðarnir 26

Fyrsta greiðslan vegna Icesave verður daginn eftir „Jáið“ þann 11. mars ef það verður já og verður rúmlega 26 milljarðar. Þetta er áfallnir vextir og koma aldei til baka þar sem vextir eru ekki forgangskröfur. Þetta eru peningar sem jafngilda öllum launakostnaði Landspítalans árið 2009 og fara beinustu leið úr landi og út úr hagkerfinu, þ.e. eru bein blóðtaka fyrir þjóðarbúið sem verður aðeins greitt með hærri sköttum á íslendinga. 

Að taka 2o milljarða úr TIF sjóðnum fyrir þessu (Icesave) gerir það einfaldlega að verkum að ekkert verður eftir í honum fyrir öll hin fjármálafyrirtækin sem hrundu og munu því þurfa að fá fé beint frá skattborgurum. Það er bara verið að taka peninga úr einum vasa í stað annars á sömu buxunum. Þetta er því hluti af blekkingaráróðrinum um Icesave, að peningar í TIF sjóðnum gagnist Icesave eitthvað sérstaklega. Almenningur mun á endanum borga hvort sem það verður beint eða í gegnum TIF sjóðinn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur