Mælti í dag fyrir frumvarpi Hreyfingarinnar til laga um þak á laun forystumanna verkalýðshreyfingarinnar þar sem kveðið er á um að þau megi ekki vera hærri en þreföld lágmarkskjör í því verkalýðsfélagi eða hagsmunasamtökum sem formaðurinn veitir forystu. Við teljum mikilvægt að sett sé hámark á laun forsvarsmenn verkalýðsfélaga og hagsmunasamtaka launafólks enda er oft erfitt fyrir almenna félagsmenn að hafa áhrif á störf stjórna verkalýðsfélaga þar sem mörg þeirra skipulögð eftir mjög gömlum miðstýringaraðferðum. Að baki slíku hámarki eru rík sanngirnissjónarmið enda eru þessi laun greidd af sameiginlegu framlagi félagsmanna.
Nýlegar athugasemdir