Mánudagur 16.04.2012 - 23:21 - FB ummæli ()

Kína og Ísland

Forsætisráðherra Kína er að koma hingað til lands næst komandi föstudag.  Síðasta heimsókn æðsta ráðamanns Kína var hörmuleg niðurlæging fyrir íslenska þjóð þegar hundruðum Falun Gong meðlima var meinað að koma til landsins og tugir sem þó komust voru lokaðir inni í grunnskóla í Keflavík svo Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson gætu spókað sig og sperrt með kínverska forsetanum án þess að hann móðgaðist við að þurfa að berja mótmælendur augum.  Þetta kórónaði starfsferil Björns Bjarnasonar sem þá var dómsmálaráðherra og fleytti líka Stefáni Eiríkssyni upp í jobbið sitt sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, en hann stýrði aðgerðunum sem skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu.

Við megum hins vegar ekki láta svona heimsókn endurtaka sig og því mun Hreyfingin leggja fram tillögu til þingsályktunar um mannréttindabrot í Kína og hvetjum jafnframt þá íslensku ráðamenn sem hitta kínverska forsætisráðherrann að ræða við hann málefni Tíbet og mannréttindi í Kína almennt.

Átti smá orðastað í þinginu í dag við utanríkisráðherra um málið og var ekki annað á honum að heyra en að hann sé eindreginn stuðningsmaður þess að ræða þessi mál við kínversk stjórnvöld.  Sjá hér.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur