Fimmtudagur 13.09.2012 - 22:41 - FB ummæli ()

Fjárlögin, úff!

Umræðan um fjárlög næsta árs hófst í dag. Eins og undanfarin ár er um skattahækkanir (þó óverulegar) að ræða og niðurskurð eða stöðnun í útgjöldum. Á máli ríkisstjórnarinnar heitir þetta blönduð leið. Þessi leið hefur hins vegar ekki gengið upp og gerir ekki enn. Skuldirnar hækka og vaxtakostnaðurinn hækkar og nú er um 19% af öllum skatttekjum ríkissins sem fara bara í að greiða vexti af skuldunum. Þegar um fimmtungur tekna fer bara í vexti er einboðið að endar munu ekki ná saman og við höfum bent á það frá upphafi kjörtímabilsins að skuldastaða ríkissjóðs væri ekki sjálfbær og að það yrði að endursemja um frestun vaxtagreiðslna og niðurfellingu skulda. Hvað um það, hér er tengil  á ræðu mína um fjárlögin í dag. Góðar stundir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur