Laugardagur 29.12.2012 - 18:04 - FB ummæli ()

Kryddsíldin fræga

Kryddsíld Stöðvar 2 var tekin upp fyrr í dag (29. des.) á Hótel Borg í einhvers konar þykjustu gamlársdags-stemningarsetti með ýlum og höttum og bjór og ákavíti og mat. Sama úrkynjaða og úrelta umhverfið og umræðan sem leiddi til þess að almenningur tók Kryddsíldina úr sambandi á gamlársdag 2008. Sponsorinn var sennilega enn einu sinn Ríó Tintó Alcan, þó það hafi ekki fengist staðfest.

Stjórnendurnir þau Kristján Már Unnarsson og Lóa Pind Aldísardóttir gerðu sitt besta og stóðu sig ágætlega sem stjórnendur en hvorki þau né Stöð 2 virðast gera sér grein fyrir að það er ekki hægt að endurtaka 2007 hversu mikil sem þráin er. Umræðurnar féllu í sama gamla fjórflokkahjólfarið á fyrstu mínútunni og staðfestu það að Fjórflokkurinn mun ekki og getur ekki nokkru breytt.

Þátturinn er þó athyglisverður að því leiti að raddir Bjartrar framtíðar og Hreyfingarinnar/Dögunnar fengu að heyrast og komast vonandi til skila sem valkosturinn í komandi kosningum. Hann verður líka athyglisverður fyrir þær sakir að frábærir útverðir Búsáhaldabyltingarinnar, þau Dalli og Helga Björk mótmæltu á gluggunum allan tímann með ýmsum skilaboðum, köstuðu snóboltum, flöttu nefin á glerinu, sungu og dönsuðu. Þau voru sponsoruð af Tarkett Parket sem engin annar en Skafti Harðarson frjálshyggjumaður var með umboð fyrir.

Baráttu-áramótakveðja (þetta er nefnilega ekki búið enn),

Þór Saari

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur