Lokinu af þeirri ormagryfju sem íslensk stjórnsýsla og stjórnmál eru var lyft í dag. Rannsóknarnefndin um Íbúðalánasjóð á miklar þakkir skilið fyrri vel unnið verk. Alþingi og stjórnmálastéttin mun hins vegar reyna af öllum mætti að koma lokinu á aftur og lemja það fast og það strax eftir málmyndaumræðurnar um skýrsluna á Alþingi á morgun. Hverjum nema Alþingi og íslenskri stjórnmálastétt dettur í hug að reyna að ræða fjögurra binda skýrslu örfáum klukkutímum eftir útgáfu hennar og ætlast til þess að einhver alvara sé að baki. Minni á að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis var aðeins rædd í einn dag í þinginu eftir útgáfu hennar. Bendi sérstaklega á 10. kaflann um úttektir og samskipti eftirlitsaðila þar sem ég kom að málum. Minni einnig á að það er ástæða fyrri því að í stefnuskrá Hreyfingarinnar (áður Borgarahreyfingarinnar) er sérstakur kafli um nauðsynlegar róttækar stjórnsýslu- og stjórnkerfisbreytingar en þær tillögur byggja á reynslu ýmissa, þar á meðal minnar, af störfum í stjórnsýslunni.
Góðar stundir.
Nýlegar athugasemdir