Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 04.12 2013 - 10:49

Lögreglan drepur mann

Það er skrýtið að skrifa þessa fyrirsögn, mjög skrýtið, svolítið eins og maður sé að skrifa frétt frá útlöndum eða skáldsögu. Því miður er þetta þó íslenskur veruleiki dagsins. Með atburðinum í Árbænum mánudagsmorguninn 2. desember færðist íslenskt samfélag svo rækilega til og íslensk gildi guldu slíkt afhroð að dauðaþögn sló á fjölmiðla og netheima. […]

Laugardagur 30.11 2013 - 13:34

Skuldaleiðréttingar, 250 milljarðar?

Í allri umræðunni um væntanlegar skuldaleiðréttingar hefur ekki farið mikið fyrir því hvaða upphæðir er um að ræða enda um leynilega vinnu að ræða. Þó hefur á síðustu tveimur dögum tölunni 130 milljarðar verið velt upp og ekki er óeðlilegt miðað við það stjórnmálaumhverfi sem við búum við að þeirri tölu hafi verið lekið skipulega […]

Mánudagur 18.11 2013 - 08:15

Hreyfingin hættir

Á landsfundi Hreyfingarinnar nú á laugardag var samþykkt einróma að Hreyfingin skyldi lögð niður. Þetta er í samræmi við samþykktir hennar og það sem var lagt upp með á sínum tíma þegar Borgarahreyfingin var stofnuð. Sjálfur hafði ég aldrei ætlað mér starf í stjórmálum en aðstæður, atvik og röð tilviljana gerðu það að verkum að ég […]

Sunnudagur 01.09 2013 - 14:20

Flugvallarmálið og stóra samengið

Þessi grein eftir mig var birt á visir.is fyrr í dag. http://visir.is/flugvallarmalid-og-stora-samhengid/article/2013130839845 Hér er hún án myndanna: Flugvallarmálið og stóra samhengið Umræðan og undirskriftarsöfnunin sem nú er í gangi um færslu Reykjavíkurflugvallar úr miðborginni er um margt sérkennileg samhliða því að vera skólarbókardæmi um hvernig á ekki að fjalla um mál og framreiða þau fyrir […]

Laugardagur 17.08 2013 - 01:15

RÚV og vanþekking.

Krafan um lokun RÚV er krafa um vanþekkingu. Vanþekking sem slík er algeng, skiljanleg og útskýranleg, það er krafan um vanþekkingu (frekar en upplýsingu) sem vefst fyrri mér.

Laugardagur 06.07 2013 - 11:08

Tengslanetið

Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir hefur gert úttekt á tengslaneti Framsóknarflokksins í kringum Íbúðalánasjóð, neti sem með réttu ætti ef til vill frekar að kalla spillingarnet. Hér er samatektin, verði ykkur að góðu. „Pólitíska tengslanetið birtist þar með ýmsum hætti. Ein birtingarmynd tengslanets í kringum Íbúðalánasjóðinn á þessum tíma var flokkspólitískt tengslanet sem leit svona út: Á […]

Þriðjudagur 02.07 2013 - 22:53

Ormagryfjan

Lokinu af þeirri ormagryfju sem íslensk stjórnsýsla og stjórnmál eru var lyft í dag. Rannsóknarnefndin um Íbúðalánasjóð á miklar þakkir skilið fyrri vel unnið verk. Alþingi og stjórnmálastéttin mun hins vegar reyna af öllum mætti að koma lokinu á aftur og lemja það fast og það strax eftir málmyndaumræðurnar um skýrsluna á Alþingi á morgun. Hverjum […]

Föstudagur 26.04 2013 - 23:26

Kæru kjósendur, félagar, vinir

Á morgun laugardaginn 27. apríl 2013 eru einhverjar mikilvægustu kosningar lýðveldistímans. Kosningar sem mun ráða úrslitum um það hvort hér verði áfram við lýði gerspillt stjórnmálaumhverfi og úrkynjuð stjórnmálastétt eða hvort það takist að ná inn á Alþingi nægilega mörgum nýjum andlitum og flokkum til að stöðva hnignun lýðræðis og þess stjórnmálasiðferðis sem þarf að vera […]

Þriðjudagur 26.03 2013 - 14:14

Þingið og stjórnarskráin

Á fundi með formönnum Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna síðastliðinn fimmtudag lögðu þingmenn Hreyfingarinnar fram sáttaboð til að leysa þann hnút sem stjórnarskrármálið var komið í í meðförum Alþingis. Sáttaboðið laut að því að auk breytinga á 79. grein stjórnarskrárinnar sem gert er ráð fyrir í frumvarpi formanna stjórnarflokkana og Guðmundar Steingrímssonar verði að auki afgreiddar þær […]

Mánudagur 11.03 2013 - 23:37

Ræður dagsins

Vantrauststillagan var felld í dag með stuðningi Bjartrar framtíðar sem er orðin að eins Orwellískum öfugmælasamtökum og hugsast getur. Þau hafa nú staðsett sig með þeim öflum, stjórnmálastéttinni, klíkuveldinu og valdastéttinni sem vill ekki nýja stjórnarskrá. Fá svo væntanlega einhverja brauðmola af borði Árna Páls að loknum kosningum ef þær fara illa. Hefði búist við […]

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur