Færslur fyrir janúar, 2011

Sunnudagur 30.01 2011 - 14:35

Samtök Arðræningja rífa kjaft

Það er að bera í bakkafullan læk að gagnrýna forystu Samtaka Atvinnulifsins.  En vegna þess hvers konar forarvilpu forysta þeirra samtaka reynir að búa til með áróðri sínum veitir ekki af að viðhalda sírennsli af fersku vatni yfir hana, og þá er betra að ferska vatnið flói út fyrir en eiga á hættu að forin […]

Föstudagur 28.01 2011 - 13:55

Góð upprifjun um Nímenningamálið

Í gær birtist á Eyjunni grein eftir Jón Guðmundsson blaðbera á Selfossi.  Hún fjallar um Nímenningamálið, og er svo þörf upprifjun að ég get ekki stillt mig um að birta glefsur úr henni hér að neðan.  En, lesið sjálf þessa fínu grein; hún er hér. Það hlýtur að vera í fyrsta skipti í ritaðri sögu […]

Miðvikudagur 26.01 2011 - 21:40

Ömurlegur „fréttaflutningur“ RÚV

Fyrsta fréttin í útvarpi RÚV í kvöld (og hluti af fyrstu frétt sjónvarps RÚV) fjallaði um hvernig bregðast bæri við úrskurði Hæstaréttar sem ógilti kosninguna til Stjórnlagaþings.  Nánar tiltekið fjallaði þessi langa aðalfrétt um skoðun eins manns úti í bæ á þessu efni. Þessi maður sem fenginn var til að kynna skoðanir sínar svona rækilega […]

Mánudagur 24.01 2011 - 22:35

Einkarekstur, orkuauðlindir og Samfylkingin

Magnús Orri Schram skrifar grein í Fréttablaðið í dag um einkarekstur og orkuauðlindir.  Ekki er ljóst hvort hann lýsir hér stefnu Samfylkingarinnar, en gott væri að fá það á hreint. Rétt er að taka fram í upphafi að undirritaður er fylgjandi einkarekstri í atvinnulífinu hvar sem hann virkar vel, en alls ekki þar sem hagsmunum […]

Laugardagur 22.01 2011 - 22:28

Enginn grunaður um ekki neitt

Alvarlegar fréttir dynja á landsmönnum þessa dagana.  Í  ónotuðu herbergi í Alþingishúsinu fannst tölva, sem enginn kannast við að eiga.  Á henni fannst ekkert; hún var tóm, nema hvað á henni voru fingraför sem tilheyra starfsmanni þingsins.  Því þykir ljóst að einhver allt önnur manneskja hljóti að hafa komið henni fyrir í húsinu, og augljóslega […]

Fimmtudagur 20.01 2011 - 11:48

Saksóknari missir tök á veruleikanum

Sé rétt eftir haft í þessari frétt er ekki annað að sjá en að Lára V. Júlíusdóttir lifi í allt öðrum veruleika en þeim sem flestir Íslendingar þekkja, jafnvel þeir sem lítið telja athugavert við að réttað sé yfir Nîmenningunum. Nánast enginn hefur treyst sér til, eða talið ástæðu til, að verja þá ákvörðun Láru […]

Miðvikudagur 19.01 2011 - 11:59

Ekki vera döpur, Jóhanna

Sæl Jóhanna. Sá að þér finnst dapurlegt að verið sé að rétta yfir fólki sem hefur víst lítið til saka unnið annað en að taka þátt í tiltölulega friðsömum mótmælum í kjölfar hrunsins. Það er leiðinlegt að þú skulir vera svona döpur, en það er kannski huggun harmi gegn að það ættu að vera hæg […]

Þriðjudagur 18.01 2011 - 13:41

Guardian um Nímenningamálið

Breska blaðið Guardian fjallaði um Nímenningamálið í gær.  Hróður íslenska „réttarríkisins“ berst víða.

Mánudagur 17.01 2011 - 17:44

Pólitísk réttarhöld — skömm Alþingis

Á morgun hefst aðalmeðferð í Nímenningamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta eru einhver umfangsmestu, og alvarlegustu, pólitísku réttarhöld á Íslandi í áratugi, og þau verða lengi í minnum höfð sem svívirðileg árás á tjáningarfrelsið, og sem heiftarleg viðbrögð óttasleginna valdhafa sem vita upp á sig skömmina, en geta ekki brugðist við með öðrum hætti en valdbeitingu. […]

Föstudagur 14.01 2011 - 14:55

Ólöglegt samráð? — (leiðrétt færsla)

Í pistli mínum í gær um samráð saksóknara og skrifstofustjóra Alþingis vantaði niðurlagið (sem ég setti svo í athugasemdakerfið).  Nú er búið að laga þetta (og taka burt athugasemdina).   Hér er leiðrétta færslan.  Af tölvupóstunum sem þar eru birtir er ekki annað að sjá en saksóknarinn og skrifstofustjóri Alþingis hafi bæði farið með rangt […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur