Færslur fyrir júlí, 2011

Sunnudagur 31.07 2011 - 17:55

Árás hafin á stjórnarskrártillöguna

Þótt tillaga Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sé ekki mjög róttæk er nokkuð öruggt að hún muni mæta mikilli andstöðu  þeirra afla sem ekki mega til þess hugsa að hróflað verði við því stjórnarfari sem hér hefur ríkt í áratugi.  Þar á meðal eru ýmis voldug hagsmunasamtök (t.d. LÍÚ) og allir stjórnmálaflokkarnir fjórir sem hafa drottnað […]

Þriðjudagur 26.07 2011 - 13:50

Lögfræði, réttlæti og réttarríki

Hér að neðan er texti greinar eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Það er sjálfsagt að fara varlega í að hrófla við réttarkerfinu; það er mikilvægt að leikreglur þess séu skýrar, og að öllu jöfnu eiga niðurstöður Hæstaréttar að vera endanlegar.  Á þessu eru þó undantekningar, því allir geta gert mistök.  Í Geirfinns- […]

Þriðjudagur 19.07 2011 - 22:41

Spillingarsnillingar

Hér að neðan er útdráttur úr frétt í DV.  Fyrir þrjátíu árum varð til hugtakið „löglegt en siðlaust“.  Það var Vilmundur Gylfason sem sagði þessi fleygu orð um þá spillingu sem hafði þá þegar gegnsýrt íslenska stjórnsýslu í áratugi.  Ætla hefði mátt að þessi afhjúpun á eðli íslenska valdakerfisins yrði til að gera spillingaröflunum erfiðara […]

Mánudagur 18.07 2011 - 01:10

Stjórnlagaráð, persónukjör og flokksræði

Í Stjórnlagaráði er nú tekist á um hvaða ákvæði eigi að vera í stjórnarskrá um kosningafyrirkomulag.  Líklega er óhætt að segja að sú krafa eigi mikinn hljómgrunn meðal almennings að opnað verði fyrir persónukjör, enda margir búnir að fá nóg af flokksræðinu sem hefur tröllriðið valdakerfinu í áratugi, og á eflaust sinn þátt í að […]

Fimmtudagur 14.07 2011 - 00:25

Vill Stjórnlagaráð flokksræðið áfram?

Á vef Stjórnlagaráðs er sagt frá nýsamþykktum tillögum þess um löggjafarmál og fleira.  Þar segir meðal annars: Í tillögunum kemur fram að við stjórnarmyndun muni Alþingi nú kjósa forsætisráðherra, en forseti Íslands verði eins konar verkstjóri í viðræðum milli þingflokka, líkt og verið hefur. Í tillögu ráðsins stendur nákvæmlega þetta: Eftir að hafa ráðfært sig […]

Föstudagur 08.07 2011 - 22:53

Stjórnlagaráð: Eftirlit með leynilögreglu

Eftirfarandi erindi sendi ég til Stjórnlagaráðs. Á Íslandi hafa yfirvöld lengi stundað ýmiss konar rannsóknir sem skerða persónufrelsi og friðhelgi einkalífs.  Flestir munu sammála um að slíkt sé óhjákvæmilegt og nauðsynlegt við ýmsar aðstæður.  Engu að síður er ljóst að slíkar heimildir eru stundum misnotaðar.  Því meiri leynd sem hvílir yfir slíkri starfsemi, og því […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur