Færslur fyrir febrúar, 2011

Mánudagur 28.02 2011 - 17:35

Alþingi sýnir f-merkið

Fyrir fáum vikum sagði Landskjörstjórn af sér, þar með talinn formaður hennar, Ástráður Haraldsson, af því að kosningin til Stjórnlagaþings var úrskurðuð ógild fyrir handvömm kjörstjórnarinnar.  Það er hægt að hafa ólíkar skoðanir á úrskurðinum, en það tíðkast í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við að segja af sér embætti ef […]

Sunnudagur 27.02 2011 - 14:20

Bankarnir skipa stjórn Fjármálaeftirlitsins

Fyrirsögnin á þessum pistli er röng, en til þess gerð að draga athyglina að staðreynd sem er álíka fáránleg.  Eins og sjá má hér er það venjan að flokkarnir á Alþingi velji fulltrúa sína í Landskjörstjórn.  Mér dettur ekki í hug að halda að þetta hafi valdið því að svindlað hafi verið í kosningum.  Það […]

Laugardagur 26.02 2011 - 14:17

Saksóknari deilir við dómarann

Lára V. Júlíusdóttir,  saksóknari í Nímenningmálinu, hefur tjáð sig í fjölmiðlum.  Erlendis.  Sjá hér. Það er margt athyglisvert sem hún segir, ekki síst vegna þess að hún staðhæfir hluti sem dómurinn tók af öll tvímæli um, og þvert á það sem hún heldur fram.  Meðal annars komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að sakborningar hefðu ekki […]

Þriðjudagur 22.02 2011 - 13:05

Karl Th. og Bingi vinur hans

Karl Th. Birgisson skrifaði bloggpistil á Eyjunni skömmu eftir að hann tók við sem ritstjóri.  Pistillinn er í spaugsömum og vingjarnlegum tón, og svo sem gott að vita að Karl geti brugðið fyrir sig þeim betri fæti.    Hann talar kumpánlega um fótboltafréttamanninn Binga, svo kumpánlega að ætla má að þeir séu bestu vinir.  Sem er […]

Sunnudagur 20.02 2011 - 11:36

Lára V. Júlíusdóttir þagði um vanhæfi sitt

Í réttarhöldunum yfir Nímenningunum fór verjandi (nokkurra) sakborninga fram á að settur saksóknari, Lára V. Júlíusdóttir, yrði úrskurðaður vanhæfur, vegna tengsla við meintan brotaþola, þ.e.a.s. Alþingi.  Lára sat nefnilega á þingi sem varamaður nokkrum sinnum á árunum 1987-90, og hún er nú formaður bankaráðs Seðlabankans, kjörin af Alþingi.  Rétturinn synjaði þessu, og það er erfitt […]

Laugardagur 19.02 2011 - 14:39

Frábært veitingahús

Fyrir mörgum árum langaði mig dálítið til að skrifa blaðadálk um veitingahús. Annars vegar var það vegna þess að ég bjó þá í Gautaborg og í borgarblaðinu þar var vikulegur dálkur, skrifaður af fólki sem hafði frekar lítið vit á því sem það var að skrifa um, þ.e.a.s. á mat og víni. Sem mér finnst […]

Fimmtudagur 17.02 2011 - 14:56

Hvað verður um þingforseta sem lýgur?

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, neitaði staðfastlega að tjá sig um mál Nímenninganna á meðan það væri fyrir dómstólum.  Þann 17. maí 2010, löngu eftir að ákæra var gefin út, hafði Ásta hins vegar sent Jóni Ólafssyni, prófessor á Bifröst, tölvupóst, í tilefni af ummælum hans í útvarpi um málið. Þar sagði hún meðal annars […]

Miðvikudagur 16.02 2011 - 11:05

Svartur dagur í sögu lýðveldisins

Í dag féll dómur í Nímenningamálinu.  Þrátt fyrir að ákæruvaldið hafi farið fram með einhverja svívirðilegustu ákæru sem um getur í sögu lýðveldisins vonuðu margir, og töldu augljóst, að sakborningar yrðu sýknaðir af öllum ákærum.  Þrátt fyrir að Pétur Guðgeirsson dómari hafi sýnt verjendum sakborninga skammarlega lítilsvirðingu í þinghaldinu, og ekki heldur lýst saksóknarann vanhæfan […]

Þriðjudagur 15.02 2011 - 21:48

Björn Ingi svarar ekki

Í gær sagði ég frá áskorun minni til Björns Inga Hrafnssonar, um að hann skýrði frá þeirri ritstjórnarstefnu sem Eyjan muni fylgja, nú þegar hann er orðinn „útgefandi“ Eyjunnar, og að hann gerði hreint fyrir sínum dyrum varðandi þá fjármálagjörninga hans síðustu árin sem hafa verið fréttaefni..  Mér hafði ekki borist neitt svar í morgun, […]

Mánudagur 14.02 2011 - 12:04

Áskorun til Björns Inga Hrafnssonar

Björn Ingi Hrafnsson er nýlega orðinn einn af eigendum Eyjunnar.  Hann er líka stjórnarformaður Eyjunnar og einnig Vefpressunnar, sem er eigandi Eyjunnar, Pressunnar og fleiri vefmiðla.  Auk þessa titlar Björn sig „útgefanda“ Eyjunnar.  Það er ekki alveg nýtt á Íslandi, því Óskar Magnússon tók sér þennan titil á Morgunblaðinu skömmu áður en Davíð Oddsson var […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur