Færslur fyrir janúar, 2012

Þriðjudagur 31.01 2012 - 13:20

Sérfræðingar og sjálffræðingar

Í opinberri umræðu um flókin mál er oft gott að fá sérfræðinga sem skýrt geta hluti sem ekki liggja í augum uppi fyrir leikmönnum. Sé vel að slíku staðið er þá oft hægt að lyfta umræðunni á hærra plan, þegar við leikmennirnir höfum áttað okkur á grundvallaratriðum sem ekki voru á hreinu og flæktu því […]

Mánudagur 30.01 2012 - 12:30

Fávitar í bankaráði Landsbankans?

Í þessari frétt stendur meðal annars: Bankaráð Landsbankans og skilanefnd gamla Landsbankans leggjast bæði gegn því að Kjararáð ákveði laun bankastjórans. Því segir í umsögn bankaráðs, að ekki sé ólíklegt að bankastjórinn bregðist við með því að laga afköst sín að því sem hann telur samræmast launum sínum, eða segi hreinlega upp störfum. Hefur þetta […]

Föstudagur 27.01 2012 - 12:50

Ögmundur er auðvaldssinni

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki haft sig í frammi varðandi þann skuldavanda sem stór hluti íslenskra heimila er að kikna undir (og sem stafar af því að bankarnir hafa fengið að mergsjúga skuldarana í skjóli ríkisstjórnarinnar, sem neitar að taka verðtrygginguna úr sambandi, hvað þá að færa niður stökkbreyttu lánin). Ögmundur virðist heldur ekkert hafa […]

Föstudagur 20.01 2012 - 11:02

Píkurakstur, femínismi, forræðishyggja og fordómar

Eitt af því sem einkennir umræðu um femínisma og mál sem eru mörgum femínistum hugleikin eru staðhæfingar femínista um að rannsóknir sýni hitt og þetta, þótt sjaldan sé hægt að fá ábendingar um áreiðanlegar slíkar rannsóknir þegar beðið er um þær.  Annað sem er líka algengt eru staðhæfingar um að ekki sé til neitt sem […]

Föstudagur 13.01 2012 - 21:21

Í ruslflokk?

Í tilefni af þessari frétt þykir nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram, og er „fréttamönnum“ íslenskra fjölmiðla sérstaklega bent á þetta alvarlega ástand: Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur naumlega hangið á athugunarlista, og verið við að hrapa í ruslflokk, síðan það gerði ítrekað illilega í nytina sína á árunum 2005-2008. Á meðan ekki eru sýnilegar neinar […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur