Þriðjudagur 26.09.2017 - 11:49 - 1 ummæli

Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta

Ég býð mig fram í prófkjöri Pírata sem nú stendur yfir. Eitt af því sem ég vil sjá á næsta kjörtímabili er gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta en það er eitt mikilvægasta velferðarmálið.

Góð heilbrigðisþjónusta er grunnþörf sem við ættum að tryggja öllum borgurum, og það mega ekki vera hvatar í því kerfi sem letja fólk til að sækja sér nauðsynlega þjónustu og lyf.  Þess vegna er einfaldast að notendur greiði ekkert fyrir þjónustuna.  Auk þess að koma í veg fyrir að fólk neiti sér um slíka þjónustu myndi þetta spara umtalsverðar fjárhæðir í þeirri umsýslu sem núverandi kerfi hefur í för með sér, og þann tíma sem sjúklingar þurfa að eyða í að finna út hvað þeir eiga að borga í því flókna kerfi sem nú er í gildi.

Þetta mun auðvitað kosta aukin útgjöld úr ríkissjóði. En hér er um að ræða kostnað sem verður að borga með einhverjum hætti, til að tryggja heilsu borgaranna eins og best verður á kosið. Það er betra að greiða þann kostnað úr sameiginlegum sjóðum en að láta hvern og einn standa straum af hluta kostnaðarins fyrir sig, og viðhalda þannig því ástandi að þeir sem minnst hafa milli handanna hafi bókstaflega ekki efni á að nota heilbrigðisþjónustu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Nýja stjórnarskráin. Egótripp hjá Stjórnlagaþingi, breytir engu fyrir neinn.
    Skikkanlegur leigumarkaður. Ríkisinngrip í leigumarkaðinn, borgað af hverjum?
    Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta. Frjálsi biðlistar! Hvar á að skera niður á móti?
    Tjáningar- og upplýsingafrelsi. Tjáningarfrelsi er varið en hvað í ósköpunum þýðir upplýsingafrelsi? Hver á að skilgreina það? Hver á að framfylgja því?
    Gagnsæ stjórnsýsla. Virkar ekki, hefur aldrei virkað neinsstaðar. Sjá t.d. Pírata sjálfa.
    Meira frelsi í skólakerfinu. Kíktu í grunnskóla nútímans og reyndu að halda því fram eftir það að vandamálið sé að það vanti frelsi.
    Efnismeðferð hælisumsókna. Hún er þannig í dag nema þú eigir við að fólk frá öruggum svæðum eigi að fá hæli framhjá öðrum þá ættir þú sem stærðfræðingur að geta reiknað það dæmi til enda.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur