Þriðjudagur 15.02.2011 - 21:48 - 4 ummæli

Björn Ingi svarar ekki

Í gær sagði ég frá áskorun minni til Björns Inga Hrafnssonar, um að hann skýrði frá þeirri ritstjórnarstefnu sem Eyjan muni fylgja, nú þegar hann er orðinn „útgefandi“ Eyjunnar, og að hann gerði hreint fyrir sínum dyrum varðandi þá fjármálagjörninga hans síðustu árin sem hafa verið fréttaefni..  Mér hafði ekki borist neitt svar í morgun, svo ég skrifaði aftur, og spurði hvort ég mætti búast við viðbrögðum við þessari áskorun minni.  Þá fékk ég svar um hæl.  Fyrir utan kurteislegar kveðjur var svarið stutt og laggott:  „Nei.“

Þegar hafa nokkrir bloggarar yfirgefið Eyjuna vegna húsbóndaskiptanna.   Hætt er við að þeir verði fleiri ef eigendur Eyjunnar halda áfram að þegja um fyrirætlanir sínar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Jón Skafti Gestsson

    LIKE

  • Jónína Óskarsdóttir

    Það er að verða einhver óþefur af eyjunni með því að hafa Björn Inga hér. Við hljótum mörg að vera farin að hugsa okkur til hreyfings.

  • Tímabær umræða, í ljósi fjölmargra óánægðra Eyjaskeggja.

  • Einar Tað er alveg ljóst að Eyjunni hefur hrakað mikið frá því hún fór fyrst af stað. Eyjan er klárlega svona 90 % vettvangur fyrir stuðningsfólk Samfylkingar og niðurbrotið fólk með skert sjálfstraust sem styður VG. Þetta er auðvitað ákveðinn markhópur sem hægt er að selja auglýsingar út á og þegar horft er til ritstjórans sem BIH hefur valið, gamlan ritstjóra af sóðalegu tabloid blaði þá er alveg ljóst að BIH ætlar ekki að breyta Eyjunni. Þið bloggarar á Eyjunni ættuð því að geta varpað öndinni léttar, þið getið áfram velt ykkur upp úr leiðindum með Ólínu Þorvarðardóttur og öðrum slíkum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur