Föstudagur 14.01.2011 - 14:55 - 3 ummæli

Ólöglegt samráð? — (leiðrétt færsla)

Í pistli mínum í gær um samráð saksóknara og skrifstofustjóra Alþingis vantaði niðurlagið (sem ég setti svo í athugasemdakerfið).  Nú er búið að laga þetta (og taka burt athugasemdina).   Hér er leiðrétta færslan.  Af tölvupóstunum sem þar eru birtir er ekki annað að sjá en saksóknarinn og skrifstofustjóri Alþingis hafi bæði farið með rangt mál, og það þrátt fyrir ítrekaðar spurningar og ábendingar um ósamræmi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

    Einar, þetta dæmi þitt sýnir að íslensk stjórnsýsla er ófagmannleg og þess vegna í vanda stödd.

    Mig grunar að þetta sé einmitt aðalástæða Davíðshrunsins.

  • Reynir Sigurðsson

    Einar, ég næ þessu ekki alveg hjá þér hvar sérð sönnum um samráð alþingis.
    En sért þú samfærður um ólöglegt athæfi ber þér á ekki að kæra það?

  • Einar Steingrímsson

    Reynir: Eins og sjá má af tölvupóstunum milli mín og skrifstofustjórans sagði hann að allt samráð milli saksóknara og hans væri ólöglegt, samtímis því sem hann neitaði að slíkt samráð hefði átt sér stað, þótt honum ætti að vera kunnugt um tölvupóst saksóknara til hans. Ég er ekki svo lögfróður að ég viti hvort þetta er lögbrot, en lögmenn sakborninga vita af þessu, svo ég tel ekki að ég þurfi að gera neitt frekar í því.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur