Í desember sendi ég forseta Alþingis, Ástu R. Jóhannesdóttur, tölvupóst þar sem ég bað hana að staðfesta að afrit sem ég hafði af tölvupósti hennar til Jóns Ólafssonar prófessors á Bifröst, um Nímenningamálið, væri rétt. Ég sagði henni að ég hygðist fjalla um Nímenningamálið á opinberum vettvangi. Ég mun síðar fjalla um póst Ástu til […]
Enn hefur varla verið réttað yfir nokkrum af þeim sem ábyrgð bera á hruninu. Í næstu viku fer hins vegar fram aðalmeðferð í Nímenningamálinu svokallaða. Það er ömurlegur vitnisburður um íslenska réttarríkið, því hér er fyrir rétti fólk sem mótmælti (friðsamlega) í kjölfar hrunsins. Það er ákært fyrir glæp sem aldrei var framinn, en saksóknari […]