Sunnudagur 27.02.2011 - 14:20 - 3 ummæli

Bankarnir skipa stjórn Fjármálaeftirlitsins

Fyrirsögnin á þessum pistli er röng, en til þess gerð að draga athyglina að staðreynd sem er álíka fáránleg.  Eins og sjá má hér er það venjan að flokkarnir á Alþingi velji fulltrúa sína í Landskjörstjórn.  Mér dettur ekki í hug að halda að þetta hafi valdið því að svindlað hafi verið í kosningum.  Það er hins vegar lýsandi dæmi fyrir hugsunarhátt sem gegnsýrir íslenska stjórnsýslu, og er ekki í lagi:  Að ríkisvaldið sé til fyrir stjórnmálaflokkana, en ekki fyrir almenning.

Þessi hugsunarháttur er eitt af því sem ný stjórnarskrá þyrfti að snúa við, meðal annars með  upplýsingaákvæðum í stíl við sænsku stjórnarskrána.  Þar er grundvallarreglan að allar upplýsingar í fórum opinberra aðila eiga að vera aðgengilegar almenningi, tafar- og undanbragðalaust.  Hugsunin á bak við íslensku upplýsingalögin, meira að segja þau nýju sem eiga að vera í burðarliðnum, er hins vegar að stjórnvöld skammti borgurunum upplýsingar úr hnefa.  Sú hugsun byggir á þeirri afstöðu að stjórnsýslan eigi að vera tæki valdhafa til að treysta völd sín, ekki þjónn almennings.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Snæbjörn

    En hvernig ætti að skipa í landkjörstjórn? Þetta system hefur virkað ágætlega, og fulltrúar flokkana eru þarna til að fylgjast með fulltrúum hinna flokkana, gagnkvæm tortryggni og alles… Hver ætti að velja óháðu fulltrúana?

  • Einar Steingrímsson

    Snæbjörn: Það ætti varla að vera flóknara að velja óháð fólk í Landskjörstjórn en til dæmis dómara. Þótt fólk hafi ýmsar skoðanir á dómurum dettur fáum í hug að það væri skynsamlegt að þeir væru skipaðir sem fulltrúar flokka eins og hér er raunin.

    Það er í sjálfu sér ekkert að því að Alþingi velji í Landskjörstjórn, alveg eins og það skipar Umboðsmann Alþingis. Það þarf bara að leggja af þennan hugsunarhátt að Landskjörstjórn eigi að vera skipuð fulltrúum pólitískra flokka. Það er mikilvægt, en kjörið í Landskjörstjórn smáatriði, sem þó er lýsandi fyrir hugsunarháttinn.

  • NKL 🙂
    Kveðja að norðan.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur