Föstudagur 08.07.2011 - 22:53 - 7 ummæli

Stjórnlagaráð: Eftirlit með leynilögreglu

Eftirfarandi erindi sendi ég til Stjórnlagaráðs.

Á Íslandi hafa yfirvöld lengi stundað ýmiss konar rannsóknir sem skerða persónufrelsi og friðhelgi einkalífs.  Flestir munu sammála um að slíkt sé óhjákvæmilegt og nauðsynlegt við ýmsar aðstæður.  Engu að síður er ljóst að slíkar heimildir eru stundum misnotaðar.  Því meiri leynd sem hvílir yfir slíkri starfsemi, og því víðtækari heimildir sem yfirvöld hafa, því líklegra er að misnotkunin verði gróf, og fari í bága við mannréttindi sem eru í orði tryggð í stjórnarskrá.  Jafnvel í löndum eins og Svíþjóð og Noregi hefur leynilögregla af ýmsu tagi orðið uppvís að alvarlegum og kerfisbundnum brotum gegn saklausu fólki, eins og kom fram í úttektum rannsóknarnefnda um þessi mál í umræddum löndum.

Nýlega hafa verið uppi áform um að auka „forvirkar rannsóknaheimildir“ lögreglu á Íslandi.  Jafnvel þótt ekki verði af því er ærin ástæða til að koma á fót eftirliti með þeirri starfsemi yfirvalda sem leynt fer og sem skerðir það almenna persónufrelsi og friðhelgi einkalífs sem tryggð eru í stjórnarskrá.

Þetta mætti til dæmis gera með því að binda í stjórnarskrá að starfandi sé nefnd sem hafi það hlutverk að fylgjast með starfsemi af þessu tagi.  Nefndin ætti að hafa ótakmarkaðar heimildir til að kynna sér starf lögreglu í þeim tilgangi að koma í veg fyrir misnotkun á rannsóknaheimildum hennar.  Hún ætti að sjálfsögðu að vera bundin þagnarskyldu um allt sem hún kæmist að, nema hvað hún ætti að upplýsa opinberlega um öll atvik þar sem yfirvöld hefðu brotið af sér.  Nefndin ætti að rannsaka kvartanir sem henni bærust, og enn fremur taka frumkvæði að rannsóknum ef tilefni gæfist til.  Hún ætti hvenær sem er að geta kallað fyrir sig opinbera starfsmenn (og aðra) sem tengst gætu málum á hennar forræði, það ætti að vera skylda viðkomandi að svara spurningum nefndarinnar og gefa henni allar upplýsingar sem hún bæði um, og það ætti að varða brottrekstri úr starfi (eða eftir atvikum mildari eða harðari viðurlögum) að segja ósatt frammi fyrir nefndinni.

Reynslan af starfi umboðsmanns Alþingis er nokkuð góð, og hún hefur sýnt að það er hægt að hafa opinberan eftirlitsaðila með starfsemi yfirvalda.  Því er ástæða til að ætla að sama gæti átt við um eftirlit með starfsemi „leynilögreglu“, bæði þeirri sem þegar er til staðar, og ekki síður þeirri starfsemi sem rætt er um að koma á fót með auknum rannsóknaheimildum.  Slíkt eftirlit er nauðsynlegt ef við viljum tryggja að mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar verði virk, en ekki háð geðþótta yfirvalda á hverjum tíma.

Miklu skiptir að skýrt sé að hlutverk slíkrar nefndar sé að vernda réttindi almennings gegn yfirvöldum, en hún sé ekki einhvers konar „innra eftirlit“ yfirvalda sjálfra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Bandaríska þingið er með nefnd sem á að hafa eftirlit með leyniþjónustunni. Það er svo sem umdeilanlegt hversu árangursríkt starf þessarar nefndar er en e.t.v. mætti hugsa sér að Alþingi skipaði slíka nefnd hér.

  • Illugi Jökulsson

    Þetta er vissulega mjög þörf ábending.

  • Við höfum reyndar verið sérlega heppin með umboðsmenn Alþingis, þá Gauk Jörundsson sem ruddi brautina og markaði embættinu stöðu og farveg og svo Lærisvein hans Tryggva Gunnarsson.

    — Það sama verður ekki sagt um öll slík embætti, dæmi um það er Landlæknisembættið sem á að hafa eftirlit með heilbrigðiskerfinu og ekki síst læknum. Það hefur miklu fremur talið það hlutverk sitt að verja lækna en almenning og hylma yfir í þágu lækna sem stéttar en að taka af festu á mistökum og vanrækslu lækna í þágu almennings — þess almennings sem til Landlæknis á að geta leitað með umkvörtunarefni sín. Viðurkennd mistök lækna hér eru í heild innan við 1% af því sem í USA er viðurkennt að sé tíðni læknamistaka sem leiðir til dauða.

    Bæði embættin markast af hefðum og sjónarmiðum sem ríktu þegar þau tóku á sig form sem og þeim einstaklingum sem formuðu þau.

  • Góð hugmynd – en segjum sem svo að þetta embætti sé stofnað….og svo er ónýtur flokksdindill settur yfirmaður….og spillingin heldur áfram. Sem dæmi þá er nú þegar „innra eftirlit“ í gangi, að nafninu til – Ríkislögreglustjórinn sér um þetta…..Hóst.

    Þetta embætti var stofnað fyrir nokkrum árum eftir mikið hneykslismál…

    Fyrir um 15 árum vöknuðu sumir Íslendingar upp við þá staðreynd að Fíkniefnalögreglan var í samstarfi við Franklin Steiner og var innflutningur hans á efnum og sala í boði Don-Fíknó…

    Einn aðal spillingarpostulinn var Arnar Jensson í Fíknó – en hvað gerðist eftir að upp komst? Fór hann í grjótið? Rekinn?

    Nei, hann var hækkaður í tign og fékk nýtt starf sem yfirmaður hjá Greiningardeild Ríkislögreglustjóra. Hann var einnig á kafi í Fjármálaeftirliti Ríkislögreglustjóra og var Gaurinn Sem Klúðraði málinu gegn Baugi, sökum slælegra vinnubragða og almennrar heimsku. Ef rétt er munað þá er þetta gerpi fulltrúi Ríkislögreglustjóra á vegum Interpol í Evrópu í dag.

    Eftirfarandi lokaorð greinarhöfundar eru ekkert grín, lýsa í raun ástandinu eins og það er í dag og hefur alltaf verið: „Miklu skiptir að skýrt sé að hlutverk slíkrar nefndar sé að vernda réttindi almennings gegn yfirvöldum, en hún sé ekki einhvers konar “innra eftirlit” yfirvalda sjálfra.“

    Fíknó er ennþá eftirlitslaust – Arnar Jensson er ennþá stjarna hjá lögreglunni.

    Ísland er sennilega eina Vestræna landið án þess að hafa innra eftirlit með löggunni, en það er ekki nóg að búa til einhver embætti fyrir flokksdindla.

    Reynslan erlendis frá hefur staðfest að ekki gengur að láta lögregluembætti sjá um innra eftirlit – spillingin er svo ofsaleg.

    Hvað er þá til ráða?

    Það vill svo til að fordæmi hafa skapast í BNA og Kanada fyrir innra eftirliti sem er á vegum „almennra borgara“, ekki lögreglunnar. Held að það væri tilvalið að byrja á því að skoða þessi dæmi, og athuga svo hvort gera mætti gera enn betur hér á landi. Ögmundur gæti sett á laggirnar nefnd til að fara yfir þessi mál, og ræða mætti við ýmis samtök um frekari hugmyndir, svo sem Amnesty International og ACLU í BNA.

    a) Several police departments in the USA have been compelled to institute civilian review or investigation of police misconduct complaints in response to community perception that internal affairs investigations are biased in favor of police officers. For example, San Francisco, California, has its Office of Citizen Complaints, created by voter initiative in 1983, in which civilians who have never been members of the San Francisco Police Department investigate complaints of police misconduct filed against members of the San Francisco Police Department. Washington, DC, has a similar office, created in 1999, known as the Office of Police Complaints.[1]

    http://en.wikipedia.org/wiki/Internal_affairs_(law_enforcement)

    b) Rideout said he favoured models like the one in Ontario, where a separate civilian entity exists to investigate police incidents.

    http://www.cbc.ca/news/canada/british-columbia/story/2009/09/23/bc-braidwood-dziekanski-rideout-police-investigations.html

    c) VICTORIA — The controversial practice of police investigating other police will soon come to an end in British Columbia.
    Solicitor-General Shirley Bond introduced legislation on Tuesday enabling the creation of an independent, civilian-led unit that will conduct criminal investigations of all serious incidents involving police.

    http://ca.rss.news.yahoo.com/s/18052011/74/bc-rcmp-civilian-oversight-b-c.html

    Ögmundur er víst áhugamaður um þessi mál. Það geta allir sem vilja skrifað honum bréf til stuðnings.
    http://www.ogmundur.is/bref-til-sidunnar/

  • Ríkislögreglustjórinn hefur starfað síðan hvað, ca 1998.

    Væri ekki ráð að eyða peningunum sem fer í Arnar J og Ríkislögreglustjórann í eitthvað sem gerir gagn?

    Það mætti

    1) fjölga lögreglumönnum – minnka vinnuálag

    2) bæta menntun þeirra og kjör

    3) stofna óháð innra eftirlit

    4) koma í veg fyrir að Haraldur og Arnar J og félagar séu í samstarfi með erlendum leyniþjónunstum, sem reyna að gera umhverfisverndarsamtök á Íslandi og friðsöm mótmæli tortryggileg…

  • sveinbjörn

    Símon og Helgi.
    Þið eruð það lægsta sem kemur fram á Íslenskskum netmiðlum.

  • sveinbjörn

    Sérstaklega Helgi aumi

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur