Þriðjudagur 19.07.2011 - 22:41 - 17 ummæli

Spillingarsnillingar

Hér að neðan er útdráttur úr frétt í DV.  Fyrir þrjátíu árum varð til hugtakið „löglegt en siðlaust“.  Það var Vilmundur Gylfason sem sagði þessi fleygu orð um þá spillingu sem hafði þá þegar gegnsýrt íslenska stjórnsýslu í áratugi.  Ætla hefði mátt að þessi afhjúpun á eðli íslenska valdakerfisins yrði til að gera spillingaröflunum erfiðara fyrir, og þá varkárari sem gert hafa út á hana.  Raunin hefur orðið allt önnur.  Kjötkatlamennirnir hafa eflst að allri dáð, og eru nú sannkallaðir spillingarsnillingar.

Páll Guðfinnur Harðarson, eigandi Ökugerðis Íslands, í gegnum félögin Nesbyggð ehf. og Nesbyggð eignarhaldsfélag, er með að minnsta kosti átta gjaldþrot á bakinu.

Byggðastofnun hefur gefið Ökugerði Íslands lánsloforð að andvirði 200 milljóna króna, samkvæmt heimildum DV, en það er hámarkslán frá stofnuninni.

Samkvæmt eigin lánareglum ber Byggðastofnun að skoða viðskiptasögu fyrirtækja og eigenda þeirra. Heimildir DV herma að lánsloforðið til Ökugerðis Íslands standi þrátt fyrir fjölmörg gjaldþrot fyrirtækja í eigu sama aðila.

Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, er stjórnarformaður Ökugerðis Íslands og einn af tveimur stofnendum fyrirtæksins.

Forstöðumaður rekstrarsvið Byggðastofnunar segist ekki geta tjáð sig um einstök mál, en tekur fram að ekkert óeðlilegt sé við náin tengsl Sturlu við fyrirtæki sem hefur fengið lánsloforð frá stofnuninni.

Sem samgönguráðherra barðist Sturla fyrir því að sett yrðu lög sem skylduðu ökunema til þess að læra í ökugerði. Árið 2010 tóku slík lög gildi.

Auk þess að hafa verið með í stofnun Ökugerðis Íslands var Sturla Böðvarsson fyrsti framkvæmdastjóri félagsins og eini prókúruhafinn þegar það var stofnað í júlí í fyrra.

Sturla var skipaður í stjórn Byggðastofnunar rétt rúmum mánuði áður en Ökugerði Íslands var stofnað og situr ennþá í stjórn.

Þá hefur Sturla nýlega setið í nefnd sem skipuð var af iðnaðarráðuneytinu og var falið að endurskoða lánastarfsemi stofnunarinnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (17)

  • Árni kristjánsson

    Sjallala

  • Leifur A. Benediktsson

    Helv. lyktar þetta af úldinni spillingu. Stulli kann greinilega öll trixin í bókinni, gaf hann ekki líka einhv.“vini“ gamla Baldur á sínum tíma. FLokksmenn eru samir við sig,koma sér vel fyrir eftir „erfiða“ þingsetu áratugum saman,lögin hafa þeir samið með framtíð og hagsmuni sína að leiðarljósi. Öll trixin í bókinni eru kennd í stjórnmálaskólanum Valhöll við Háaleitisbraut.
    Dj. er þetta rotið lið.

    Kv.

  • er einmitt að fara að greiða kr. 35.000.- skatt til þessa þjóðþrifafyrirtækis.

  • Ísland er alræmd spillingar og fjárglæpahola. Það er ekkert flóknara en það.

  • Margrét Sigurðardóttir

    Mikið væri gaman að lifa í samfélagi þar sem einn frétta- eða blaðamaður myndi hringja í Sturla og spyrja hann útí þetta:
    „Hvað með siðferðið Sturla, finnst þér þetta í lagi?“

    Ef fjölmiðlar hér á landi myndu spyrja þessa kóna hreint út í málin, þá væri það aðhald og þetta þætti ekki sjálfsagt mál. En þeir fá frið og vita að þeir komast upp með þetta. Og þá er þeim alveg sama.

  • Tek undir með Margréti Sig. Hvað er málið alltaf með íslenska fjölmiðla? Ég hefði haldið að það væri frumskylda þeirra í svona málum að vera aðhaldstól og „grilla svona menn á teini“ með beinhörðum spurningum og góðri rannsóknarfréttamennsku.

    Hvar eru fjölmiðlar? Og af hverju opnar enginn alþingismanneskja á sér munninn og gagnrýnir/spyr nánar út í það hvað sé eiginilega í gangi?

  • Sjáið hina æðislegu opnunarhátíð okurgerðis:
    http://www.aka.is/1gogn/DSC_0002A.jpg
    http://www.aka.is/1gogn/DSC_0024.jpg

  • Álfgrímur

    Hér er hann Sturla

    um hann Sturlu

    frá honum Sturlu

    til hans Sturlu

    Mikið væri gaman að lifa í samfélagi þar sem einn maður kynni að beygja karlmannsnafnið Sturla

    RÉTT.

  • Álfhildur

    Mikið væri gaman að lifa í samfélagi þar sem ofstækisfullur alhæfarar eins og hann Álfgrímur draga ekki þær ályktanir að enginn manneskja (að Álfgrími undanskildum)í öllu samfélaginu kunni að beygja nafnið Sturla af því ein manneskja gleymir að fallbeygja það í einni setningu.

    Þarna er líklega hámarki hrokans náð!

    En látum það ekki draga athyglina frá því sem máli skiptir, sem er Sturla hinn siðblindi eiginhagsmunapotari og hans athafnir. Skyldi hann vera að reyna að toppa Finn Ingólfsson og aðra Framsóknarmenn?

  • Maðurinn situr ekki einasta beggja vegna borðsins heldur allan hringinn.
    „Löglegt en siðlaust“ er of vægt til orða tekið, hér dugar ekkert minna en sturluð spilling.

  • Margrét Rún

    Þetta mál er hreint út sagt ógeðslegt.

    Eitthver verður að stoppa þessa spillingu..

    Þetta mega Íslendingar ekki lengur láta bjóða sér!

  • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

    Réttast væri að leggja niður SjálfstæðisFLokkinn GJÖRSPILLTAN !!!!!

  • Ég gæti sem best trúað að mælarnir hans Finns hafi sett ákveðið viðmið, sem aðrir flokksgæðingar reyna nú að toppa.

    Vafalítið eru þessi dæmi aðeins toppurinn á ísjakanum.

    Hvers son er hann Sigmundur Davíð annars?

  • Frikki Gunn.

    Þegar fram líða stundir fáum við upplýsingar um alla spillingavefina sem Samspillingin hefur verð að spynna undanfarin ár.

    Það eru því spennandi tímar fram undan á næstu árum hvað þetta varðar og það mun verða af nógu af taka þegar farið verður að fletta ofan af spillingarvef Samspillingarinnar..

  • Einar Steingrímsson

    Ég fjarlægði eina athugasemd hér að ofan. Hún fjallaði um útrýmingar á fólki að hætti nasista og ég taldi hana ganga of langt.

  • Friðgeir Sveinsson

    Svo er líka skemmtilegur spyllingarvinnkill á þessu.

    Öllum ökunemum verður gert „skillt“ að taka hring í ökugerðinu – kostar 35.000 kall að mér skylst – Hvernig getur þetta talist sangjarnt gagnvart fólki utan Höfuðborgarsvæðisins og Reykjanes… En öllum verður „skillt“ að borga Sturlu og Co 35.000 kallinn góða.

    Svo er rétt að ryfja upp að Byggðarstofnun ryfti söluni á Eyrarodda á
    Flateyri til Lotnu ehf „Vegna“ Gjaldþrotasögu eigenda Lotnu ehf….

    Gjaldþrotasaga Nesbyggðar virðist hins vegar vera í lagi þar sem að Sturla er í Stjórn Ökugerðisins og með alla sína spylltu putta í Byggðarstofnun…

    Nýa Ísland er æði,,, Miklu spylltara nokkru sinni fyrir hrun…

  • Jón Þorláksson

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur