Sunnudagur 11.09.2011 - 17:36 - 6 ummæli

Að eyðileggja samfélag

Í nýlegri grein á Vísi segir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir frá húsnæðislánasögu sinni, m.a. þetta:

‎“Ég leiddi hugann því ekkert sérstaklega að því hvað lánin sem ég borgaði innihéldu og hvort þau væru sanngjörn eða réttlát, en lagði allan metnað minn í að borga lánin.“

„Þegar greiðsluvandi blasti við var það því mitt fyrsta verk að fara í bankann. Láta vita að ég væri að komast í vanda og óska eftir viðræðum um hvernig ég gæti staðið í skilum. Þetta var forgangsatriðið. Og líklega hefði ég verið tilbúin til að selja ömmu mína til að geta staðið í skilum við bankann. Og jafnvel ganga lengra hefðu þeir farið fram á það. Óttinn við að geta ekki staðið í skilum yfirtók allt.“

Þannig hugsuðu ansi margir, líklega flestir. Á endanum var mörgum gert ókleift að vera áfram „heiðarlegir“. Það er hryllileg meðferð á saklausu fólki. Það er líka mjög vont fyrir þjóðfélag sem vill vera samheldið.

Fjármálastofnanir landsins skirrast margar ekki við svipta fólk heimilum sínum, fólk sem hefur allt sitt líf staðið í skilum, þar til það varð því um megn, af því að lánin stökkbreyttust.  Sú stökkbreyting stafaði af því að lánin eru tryggð með þeim hætti að lánveitandinn tekur enga áhættu, en lántakandinn fær einn yfir sig holskefluna sem hrunið setti af stað.

Þessar fjármálastofnanir eru að eyðileggja það samfélag sem flestir Íslendingar vilja búa í.  Það þarf að stöðva, og þar þarf ríkisstjórnin að sýna að hún beri hag almennings fyrir brjósti.  Hvetjum stjórnina til þess með því að skrifa undir hér.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Einar: – látum ekki okkar eftir liggja við að brjóta niður þessa tegund af „sér-íslensku-þrælahaldi“ . .

  • Einar Steingrimsson

    Nei, Bensi, þessu verður að halda lifandi þangað til búið er að brjóta þrælahaldið á bak aftur.

  • Og þessar sömu fjármálastofnandir, þ.e. bankar, eru með mjög þægilegt kerfi. Þær geta búið til pening úr ekki neinu! Þægilegt að geta gert það,ekki satt. Peningur verður til þegar hann er lánaður út úr banka, og hættir að vera til þegar hann er borgaður til baka. Bankinn rukkar vextina.

  • Ég heyrði af dæmi í bandaríkjunum fyrir einhverjum árum, þar sem lánveitandi vildi bera út einstakling, því hann borgaði ekki af húsnæðisláninu sínu. Þetta fór fyrir dóm þar sem einstaklingurinn hélt því fram að lánveitandinn gæti ekki verið að bera hann út, hann hafi í raun ekki haft neinar eignir sem honum voru lánaðir (peningar) og sýndi fram á það, að peningurinn sem hann fékk lánað var ekki til inn í bankanum áður en lánasamningur var undirritaður. Peningurinn varð til þegar hann var lánaður út, ekki fyrr. Bankinn bjó til peninginn úr engu.

    Hann vann málið!

  • Valur Bjarnason

    Það er grátlegt að eina vinstri stjórnin sem verið hefur í þessu landi skuli hafa hjálpað bönkunum og eigendum þeirra við að hafa þetta svona og að verkalýðshreyfingin hafi hleypt af dauðaskotinu með því að fyrirbyggja að vísitölunni væri kyppt úr sambandi haustið 2008.

  • Einar Steingrimsson

    Já, Valur, frammistaða stjórnarinnar, ekki síst í þessu máli, hefur endanlega sannfært marga um að fjórflokkurinn er raunverulegur, og að enginn af núverandi stjórnmálaflokkum á landinu muni breyta neinu til hins betra.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur