Það er löngu orðin þjóðaríþrótt á Íslandi að setja saman bönnuð nöfn og leyfð, samkvæmt úrskurðum Mannanafnanefndar. Til dæmis má karlmaður ekki heita Elias Arnarr Magnusson, og engin kona Tania Siv Kristínbjargardóttir. Hins vegar hljóta bæði Adíel Arent Aagesson og Abigael Arey Armeníudóttir náð fyrir augum nefndarinnar (svo ekki sé nú farið lengra aftur í stafrófið).
Lögin sem Mannanafnanefnd vinnur eftir byggja annars vegar á forsjárhyggju, og hins vegar á hugmynd sem nefndin hefur fyrir löngu, með starfi sínu og úrskurðum, sýnt að er einfaldlega heimska: Að hægt sé að búa til reglur um það hvað séu góð íslensk mannanöfn, og hver séu vond.
Er það ekki allt í lagi að hafa einhverjar reglur? Ekki myndir þú vilja bera hið opinbera nafn Blautur Skítur Steingrímsson, er það?
Það mætti hins vegar alveg einfalda reglurnar eitthvað mín vegna og jafnvel hafa þá eina að nafn megi ekki vera þeim sem ber það til ama.
Það væri ágæt regla, Jón. Ef henni væri svo bara beitt af skynsemi og hófsemd.
Þarf ekki nefnd til að gaumgæfa hvaða nöfn gætu orið börnum til ama?
Hver á að ákveða hvað sé til ama og hvað ekki?
Og hvað þá með leyfðar samsetningar?
„Leifur Arnar“ er vinsælt par – ég sæki leifarnar á leikskólann…
„Ingiríður Guðnadóttir“ gæti orðið leiksoppur sumra (Ingi ríður Guðna)
Og hvað með það sem ég heyrði einusinni… „Vatn Viðarsson“, nefndur „Pollur Planka“.
Málið er að ef mannanafnanefnd á líka að fara taka tillit til þess hvort nafn sé til ama eða ekki, þá er gorsjárhyggjan orðin alger og tímabært fyrir löngu að kalla alla eftir númeri!
167-671 það er kominn matur!
137-167 þvoðu þér um hendurnar!
osfrv…
gorsjár… forsjár.
Þótt þetta sé náttúrulega alveg óttaleg gor-sjá hjá mannanafnanefnd… 🙂
Ég held Einar að það séu aðeins nokkur grundvallaratriði sem Mannanafnanefnd vinni eftir. Þau byggjast á:
1) Að viðkomandi nafn geti stigbeygst samkvæmt íslenskri málfræði. Einkum er horft til þess að nafnið beri eignarfallsendingu.
2) Að viðkomandi nafn falli að hefðbundnum íslenskum framburði þ.e. samsetningu sérhljóða og samhljóða.
Það er einfaldlega þannig Einar að á meðan við tölum hér íslensku og höfum þá málfræði þá verður að vera hægt að ávarpa viðkomandi á því máli sem talað er þ.e. ef viðkomandi er gefið nafn hér á landi. Mér sýnist Mannanafnanefnd hafi ekki lagt stein í götu fólk varðandi nöfn af fagurfræðilegum ástæðum öðrum en þegar augljóst er að það feli í sér einelti eins og „ljótur“, „feitur“ o.s.frv.
Ég er því ósammála þér að hér sé um forsjárhyggju að ræða.
„stigbeyst“? Björn, Bjarnari, Bjarnastur? 😉
Meinarðu ekki „fallbeygst“?
Ég held að Einar hafi ekki hugmynd um í hvorn fótinn hann stígur í þessum efnum.
Umkvörtunin hefur þó vakið athygli á honum sjálfum.
…kalla á vælubílinn?
hver vill barni svo illt að klína á það ónefni leggjum nefndina niður
Hetjan // 13.9 2011 kl. 23:16
„Meinarðu ekki “fallbeygst”?“
Jú takk fyrir.
Tryggvi, ja það er nú það. Hver vill barni svo illt að við þurfum barnaverndarnefnd?
Ég get ekki séð annað en að mannanafnanefnd sé einn angi af barnavernd þó hún feli líka í sér ákveðna málstefnu.
Björn: Mannanafnanefnd vinnur einmitt eftir reglum. Hugmyndin, a.m.k. upphaflega,var að vernda íslenskar nafnhefðir. Það sem ég var að benda á var að þessar reglur virka alls ekki eins og til var ætlast, eins og sjá má af því hvaða nöfn eru leyfð, og hver eru bönnuð.
Ég leyfi mér að halda fram að það sé misskilningur að hægt sé að búa til reglur sem næðu því markmiði sem lá til grundvallar lögunum.
Mannanafnanefnd er ekki stærsta mál í heimi eða mikilvægasta, það skal fúslega viðurkennt, en hún enkapsúlerar svo til fullkomlega flest sem er að á Íslandi; forræðishyggju, fordild, nesjamennsku, óþarfa inngrip í líf annarra, herdeildir bótaþega skattgreiðenda með lúsakamba í hverju horni burtséð frá tilvist lúsa.
Hvað leggur þú til Einar?
Að allar nafngiftir verði leyfðar?
Einhver bjáninn vildi nefna son sinn Satan…
Jóhann: Mér finnst tillaga Björns hér að ofan ágæt, og tel að þetta ætti einfaldlega að vera í verkahring barnaverndaryfirvalda eins og annað sem lýtur að velferð barna. Barnaverndaryfirvöld yrðu þá að sannfæra dómstól um að tiltekin nafngift væri til vansa fyrir barnið.
Já, og ef barnaverndaryfirvöld taka að sér það starf, þá yrði að skipa nefnd.
Sú nefnd væri „mannanafnanefnd“.
Núverandi Mannanafnanefnd vinnur þegar m.a. samkvæmt fallbeygingu og málvenju íslenskrar tungu.
En það er ágætt að heyra að þú sért nú ósammála upphaflega pistli þínum.
🙂