Kapítalisminn á sér margar skuggahliðar. Ég er þó ekki alveg búinn að gefast upp á sumum hugmyndum hans, eins og þeirri að einkaframtak eigi ekki að hefta að óþörfu. (Ég er heldur ekki búinn að gefast upp á skástu hugmyndunum sem gjarnan eru kenndar við sósíalismann, um að tryggja velferð allra borgara.) Það er því ekki af andúð á kapítalismanum í sjálfum sér sem ég set spurningarmerki við framferði Landsbankans, sem er í eigu ríkisins.
Nýlega kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn að Landsbankinn hefði yfirtekið lán gamla bankans með afföllum upp á tugi prósenta. Samtímis kemur í ljós að hagnaður bankans á fyrri helmingi þessa árs er yfir 20 milljarðar. Bankinn hagnaðist líka um 27 milljarða í fyrra. Ljóst er að bankinn rakar saman gróða, ekki síst með því að pína til þrautar þá sem skulda íbúðalán og eru ekki búnir að gefast upp á að borga af þeim. Lán þessa fólks hafa líka hækkað um tugi prósenta frá hruni, eingöngu vegna verðtryggingarinnar.
Bankastjórinn kvartar samtímis yfir því að vera með svona mikla peninga í höndunum en geta ekki lánað þá út í nógu miklum mæli. Hann vill nota blóðpeningana til að græða ennþá meira, ekki til að lækka lánin sem hækkuð voru upp úr öllu valdi vegna hrunsins. Þetta er ekki heiðarlegur kapítalismi, heldur rán.
Landsbankinn er í eigu ríkisins. Ríkisvaldið ákvað að láta verðtrygginguna standa, þótt ljóst væri hvers konar hörmungar það hefði í för með sér fyrir fjölda fólks í landinu, sérstaklega þá sem enga ábyrgð báru á hruninu og ekki mökuðu krókinn á árunum fyrir hrun. Núverandi ríkisstjórn kennir sig við norræna velferð, og er kölluð vinstri stjórn. Ég leyfi mér að efast um að flokkssystkini þessa fólks á hinum Norðurlöndunum vildu kannast við þá afstöðu sem birtist í framferði bankanna, meira að segja þess sem er í eigu ríkisins.
Ég er ekki meðlimur í Hagsmunasamtökum Heimilanna, og ég hef ekki kynnt mér starf þeirra og stefnu, umfram það sem birtist í áskoruninni um afnám verðtryggingar og leiðréttingu stökkbreyttra lána. Mér finnst aukaatriði hvað þessi samtök aðhafast að öðru leyti, því hugmyndirnar í þessari áskorun styð ég heilshugar. Þess vegna hvet ég alla sem telja verðtrygginguna vonda fyrir samfélag okkar, og að það eigi að færa niður lánin sem hækkuðu svo gífurlega í kjölfar hrunsins, til að skrifa undir áskorunina.
Fjöldi undirskrifta er að nálgast 30 þúsund. Það er fjöldi sem erfitt er fyrir stjórnmálamenn að leiða alveg hjá sér. Auk þess eru að koma brestir í afstöðu bankanna, sem einhverjir eru farnir að bjóða óverðtryggð lán. Vegna þessarar stöðu er hugsanlegt að við getum haft áhrif sem ríða baggamuninn. Þess vegna hvet ég alla sem styðja efni þessarar áskorunar að undirrita hana hér.
Ég tek heilshugar undir þessa áskorun þína Einar.
Rétt Einar.
Óverðtryggðulánin bera hinsvegar ofurvexti og eru endurskoðaðir einhliða af bankanum að stuttum tíma liðnum. Ekki mjög traustvekjandi
Vaxtamunur er hjér á landi 9% en 1-3% í nágrannalöndum okkar.
Þetta er hatursfullt kerfi og fullt mannfyrirlitningar
Haraldur: Ég geng ekki út frá því sem vísu að óverðtryggð lán leysi vandann, því það er rétt sem þú bendir á að þetta kerfi er manneskjufjandsamlegt. Ég vona þó að þetta verði fyrsta skrefið, og að almenningur hætti ekki að þrýsta á stjórnvöld fyrr en þetta er komið í skikkanlegra horf.
Ég held það geti a.m.k. verið mikilvægt fyrir framtíð stjórnmála á Íslandi ef almenningi tekst að knýja fram svona breytingar, alveg eins og Búsaáhaldabyltingin sýndi að almenningur getur haft afgerandi áhrif ef samstaðan er næg.
Flott Einar !
Er ekki einmitt kjarninn þessi:
Endurfjármögnun bankanna og tap lífeyrissjóðanna var fjármagnað með:
1) Aukið eiginfé til skamms tíma: ríkið ákvað að leggja eins lítið inn í bankana og hægt var. Aðeins nægjanlega lítið til að tryggja lágmarksrekstur þeirra.
2) Aukning á eiginfé til millilangstíma: afsláttur af lánum frá „gömlu bönkunum yfir í þá nýju“. Stórar afskriftir á lítil og meðalstór fyrirtæki. Almenningur situr hins vegar uppi með skellinn. Það er einmitt almenningur sem er að borga stærsta hlutann af þeirri raunaukningu sem á sér stað á eiginfé bankanna í dag – vaxtamunur.
3) Tap lífeyrissjóða er „þjóðnýtt“ með verðbótaþættinum. Lífeyrissjóðirnir áttu árið 2008 um 500 milljarða beint (lán frá þeim) og óbeint (gegnum ILS). Frá upphafi árs 2008 til dagsins í dag hefur VTN hækkað um 35%. Eignasafn sjóðanna hefur því hækkað aðeins vegna íbúðarbréfanna um tæpa 200 milljarða !!
Við þetta bætist einnig hækkun á eignahliðinni vegna langra ríkisskuldabréfa (verðtryggð) sem ríkið hefur þurft að gefa út reglulega vegna hallareksturs. Við skattborgarar borgum sá færslu einnig í gegnum auknum fjármagnskostnaði ríkissjóðs en hann er amk. +70 milljarðar í dag – aðeins vextirnir !!
Var Ísland að útskrifast einhvers staðar ?
Það versta er að ríkisstjórnin, með Jóhönnu Sigurðardóttur í fararbroddi, hefur sýnt okkur nákvæmlega hversu hroðalega vald spillir.
Þessi fyrrum stjórnarandstæðingur (oftast), sem hefur hrópað á réttlæti úr pontu Alþingis, ár eftir ár, reyndist svo ekki vera hótinu betri en verstu stjórnmálamenn þessa lands. Í raun verri – við vissum þó hvar flestir þeirra stæðu en hún hefur hreinlega svikið málstaðinn – OG þjóðina.
Geri aðrir betur – eða þannig.
Barátta Hagsmunasamtaka heimilanna er lofsverð. En þrjátíu þúsundin ná ekki eyrum velferðarstjórnarinnar. Nöfn á pappír er enginn þrýstingur í augum hennar. Þögult og þægilegt einhvers konar bofs sem auðvelt er að hunsa og það hefur ríkisstjórnin ástundað svikalaust.
En safnist þessi þrjátíu þúsund saman framan við Alþingishúsið og Stjórnarráðið og setji fram kröfur sínar með þeim krafti og þeim baráttuanda sem Íslendingar eiga sannarlega til þá verður hlustað. Því ekkert óttast stjórnmálamenn meir en að standa augliti til auglitis við umbjóðendur sína og þurfa að verja gjörðir sínar. Aðförina að heimilunum. Hvernig fjármálaöflunum var gefinn laus taumurinn. Skattastefnuna og skelfilegt atvinnuleysið.
Búsáhaldabyltingin sýndi mátt sinn en forystumenn hennar eru horfnir af sviðinu einmitt þegar almenningur þarfnast þeirra. Og sumir þeirra hafa reynst smámenni. Hörður Torfason dafnar erlendis á fyrirlestrum um forystuhlutverk sitt og afrek í þeirri byltingu. Þráinn Bertelsson komst á þing fyrir sitt framlag en hefur reynst þjóðinni einskis virði á tímum þrengingar. Þingsagan geymir ekki baráttu hans fyrir afkomu heimilanna eða jákvæð innlegg til atvinnuuppbyggingar. Hann horfir þögull á þegar niðurskurðarhnífnum er beitt til velferðarmála en þegar kippt var í spottann vegna umframkeyrslu í rekstri Kvikmyndaskólans afmyndaðist hann af bræði og lét dólgslega í ræðustól þingsins. Sama var uppá teningnum þegar tvöföld laun hans frá ríkinu voru gerð að umtalsefni og vegið að hans mati að skáldaheiðri hans. Þráinn Bertelsson er á þingi fyrir sjálfan sig og eigin hugðarefni. Afkoma þjóðarinnar skiptir hann ekki máli. Dapurlegt afsprengi búsáhaldabyltingarinnar. Andri Snær Magnason var hafinn til skýjanna og varð eins konar táknmynd byltingarinnar. Hann græddi stórfé meðan sól hans skein í heiði. En hann er horfinn af sviðinu. Ekkert meira út úr þessu að hafa og hann sér ekki ástæðu til að koma úr felum og styðja við veikburða baráttu fólksins gegn þeim klafa sem velferðarstjórnin og bankakerfið leggur á herðar þess.
Reynslan og framkoma þessara listamanna sýnir þá í réttu ljósi sem sjálfhverfa menn sem elska sviðsljósið þegar hentar pólitískt og gera jafnframt og um leið ómældar kröfur til samfélagsins um styrki og hvers konar dúsur.
Verði það draumaland að veruleika, að 30 þúsundir, kannski 40 þúsundir flykkist á Austurvöll við þingsetningu í haust og mótmæli af krafti aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í þágu heimila, uppbyggingu atvinnulífs og drepandi skattastefnunni, þá verði það undir forystu þeirra sem raunverulega hafa fundið til óréttlætisins á eigin skinni. Undir forystu hins venjulega stritandi manns. Og þá mega listamenn gjarnan halda sig fjarri. Við þá hefur orðið trúnaðarbrestur.
Landsbankinn á að færa niður lán viðskiptavina sinna sem nemur þessum ofurhagnaði. Semsagt skila lánþegum til baka stökkbreytingunni sem varð er allt var að fara fjandans til 2008.
Hvernig á að verða við beiðni Hagsmunasamtaka heimilanna?
Almenn niðurfelling skulda uppá x-fjárhæð?
Á að tekjutengja niðurfellingu?
Eignatengja?
Skuldatengja?
Skelli hér inn tengli á flotta grein … og það frá 2004.
Mæli eindregið með að fólk lesi hana.
Höfundur hennar er að mér skilst Friðrik Rafnsson,
bókmenntafræðingur og þýðandi, ma. verka Kundera:
http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1387-hvad-maelir-gegn-afnami-verdtryggingar
ps.
Leifur, það styttist vonandi í byltinguna;-)
GSS // 15.9 2011 kl. 00:10
Mæl þú manna heilastur !
þurfum við einhvern til að „skipurleggja mótmæli“?Erum við ekki fullfær um að fara á Austurvöll á okkar forsendum án þess að einhver hafi forustu um það?
Mætum á Austurvöll öll sem getum.
Það þarf engann til að skipurleggja þá sem hafa fengið nóg.
Annars sá einhver myndina sem var eftir 10.fréttirnar??
Hamfarakenningin.The shok doktrine.
Ég hef furðað mig á því hversu seint gengur að fá almenning til að skrifa undir áskorun HH til afnáms verðtryggingarinnar. Það er ekki einleikið því þetta er meira hagsmunamál en Icesafe forðum. Þá tókst á mettíma að safna þvílíkum fjölda undirskrifta að ég hef aldrei trúað því að þeir væru rétt fengnar. Eðli málsins samkvæmt verður svindl aldrei staðfest með rannsókn. Það er búið að eyða öllum gögnum. Enginn stjórnmálaflokkur tekur að sér að fylgja eftir ósk fólks um afnæm verðtryggingar. Einstaka þingmenn hafa þó gert sitt en meira þarf til. Kannski eru það stjórnmálaflokkarnir, Útvarp Saga og Mogginn sem hafa þöggunarvald yfir okkur í þessu máli. Reyndar er VG og Samfylkingin ákaflega treg í taumi einmitt þegar þessir aðilar eiga að hafa mest völd til að koma málum fram.
Pétur Örn Björnsson,
Viva La Revolúcion, Ilmurinn magnast með degi hverjum Pétur. OKKUR mun takast þetta örugglega.
May the force be with you.
Kv.
Leifur A. Benediktsson
Enginn vafi Leifur, ilmurinn liggur í loftinu
enda vita það allir innst inni
að þetta fjárans fokkin fjór-flokka fokk
barasta gengur ekki lengur og alls ekki til framtíðar.
Enda gerir það vænsta fólk kex- ruglað í ríminu.
Mér virðist að fólk sé að ranka við sér í fjötrunum
og að Prómeþeus sé kominn með eldinn … aftur
Hann sendi mér reyndar línu í gær og sagðist til í að tendra kyndil
og senda hann með eldingarhraða beint á Austurvöll.
Bara að nefna það.
Á ég ekki að senda honum línu til baka Leifur
og biðja hann vinsamlegast að senda kyndilinn í byrjun október?
Með kveðju frá Prómeþeifi í huga.
Pétur „Prómeþeif“Björnsson,
Sæll félagi, kyndilinn þann skal senda a.s.a.p á Völlinn góða. Minningin frá Búsó forðum verður ljóslifandi í huga mínum,er eldar loguðu og byltingin að fæðast. Okkur mun takast þetta félagi Pétur,þegar 50% þjóðarinnar hafnar gömlu 4FLokka Mafíunni í skoðanakönnunum eru vegir OKKAR byltingasinna greiðfærir.
Fólk mun fjölmenna til Vallarins,þar verð ég og þú ásamt þúsundum annara sem vilja sjá raunverulegar breytingar. Samtakamáttur fjöldans er OKKAR vopn.
Sendu Prómeþeusi línu og kveðju frá mér. Ég veit að hann mun svara um hæl eins og honum er einum lagið.
Viva La Revolúcion, and may the force be with you!!!
Kv.
Leifur A. Benediktsson
Ekki spurning Leifur, ég sendi Prómeþeifi línu
og læt kveðjuna frá þér fylgja með og gamli eld-huginn mun svara,
enginn vafi … því hann er greinilega í dúndrandi réttlætis-stuði núna
og sendir tendraða kyndla vítt og breitt til niðurnídds almúga heimsins.
Eina sem við þurfum að gera er bara að mæta og þá tendrast eldar á Velli.
Lifi blossandi fokkin fokk byltingin.
Pétur Örn Björnsson,
Orðatiltækið „byltingin étur börnin sín“ Pétur, á ekki við OKKUR. Við munum með samtakamætti OKKAR afsanna í eitt skipti fyrir öll að þetta gamla máltæki er barn síns tíma.
Stormum með kyndil Prómeþefis á Völlin og hendum af okkur helsi fokking fock 4FLokkaspillingunni. Sínum Mafíunni hvers við erum megnug.
Já lifi blossandi fokkin fokk Byltingin!
Byltingarkveðja úr Grafarholtinu.
Leifur A. Benediktsson
Annað hvort hefur fólk réttlætiskennd eða ekki, um það snýst málið.
Bylting getur aldrei étið þá sem hafa inngróna og ríka réttlætiskennd.
Hún getur einungis étið þá sem selja sig eins og mellur hverjum sem er.
Til nokkurra slíkra vísaði GSS til hér í innleggi að ofan, tækifærissinnanna.
Hún getur aðeins étið þá og heila hlöðu af 4FLokkaspillingardindlum.
Mér er td. minnisstætt í Búsó þegar Árni Páll sýndi sig allt í einu þar
og var eins og hann væri að velja sér þar rétta átfittið við sólbrúnkuna,
því ekki var andlit hans sót-grómað, því get ég lofað þér Leifur minn.
Og Hadda Padda nefndi skötulíkis-hjúin sem lofuðu skjaldborginni um heimilin. Ekki lofa verkin þau hjúin. Bankarnir fitna nú sem púkar á bita.
Byltingin étur aldrei sín sönnu börn. Í þeim svellur og ólgar alltaf blóðið í anda okkar eld-gamla Prómeþeifs, því við vitum að baráttan við tækifærissinnana, loddarana og svikarana lýkur aldrei, því hún er eilíf.
Það er það helvítis fokkin fokk að vera róttækur og gagnrýninn í anda
og að míga ætíð á dýrðina, þegar skinhelga valda-pakkið básúnar sína upplognu dýrð sína með innistæðulausum loforðum og fyrirheitum.
Segi svo bara sem Stína, einfalt og hnitmiðað:
„Mætum á Austurvöll öll sem getum.
Það þarf engann til að skipurleggja þá sem hafa fengið nóg.“
Með byltingarkveðju úr gamla Vesturbænum.
Nýjustu fréttir af Árna Páli eru hins vegar þær að hann virðist, sem efnahags- og viðskiptaráðherra sjá Grímsstaði á Fjöllum fyrir sér sem heilmikla gullgæs, jafnvel að þar gæti glampað af neon-skiltum spilavíta fyrir alla hina frægðarþjáðu og lífsleiðu og vell-ríku, nú eða kannski sem
Hóruhús á Fjöllum (sjá pistil Írisar Erlingsdóttur í DV)
því allt er falt hjá hinum dæmigerðu og örvæntingarfullu tækifæris-sinnum.
Það er ekki að spyrja að því, þegar Pandóra opnar box sitt … með óáran.
Þá sögu þekkir Prómeþeifur því miður af hörmulegu einu.