Ákveðið hefur verið að flýta setningu Alþingis á laugardaginn, svo hún hefjist klukkan tíu en ekki hálftvö eins og venja hefur verið. Fáir trúa því væntanlega sem skrifstofustjóri Alþingis segir um þetta, nefnilega að þingmönnum sé svo í mun að geta byrjað helgina snemma.
Greinilegt er að hræðsla hefur gripið um sig meðal stjórnvalda. Þetta er hræðsla við réttláta reiði almennings, sem hefur horft upp á húsnæðislán sín stökkbreytast, samtímis því sem bankarnir halda áfram að raka saman ofsagróða með því að þrautpína þetta fólk, og auðjöfrar fá skuldir sínar afskrifaðar.
Búsáhaldabyltingin var nánast algerlega friðsamleg, og þau litlu átök sem þar áttu sér stað urðu ekki síst vegna vanstillingar óeirðalögreglu, til dæmis þegar hún ruddi Austurvöll með algerlega tilefnislausri táragasárás.
Sagan hefur margsinnis sýnt að hrædd stjórnvöld eru hættuleg almenningi. Það er við slíkar aðstæður sem mótmæli leiða helst til valdbeitingar lögreglu. Stjórnvöld á Íslandi eru hrædd, og þau grípa til örþrifaráða, í stað þess að mæta eðlilegum kröfum almennings. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
Í Búsáhaldabyltingunni var mótmælt dag sem nótt.
Hvílíkt örþrifaráð, já. Að flýta þingsetningu. Vá.
Strætó byrjar að ganga tímanlega á laugardaginn. Svo ekki ætti það að stoppa fólk. Nema hið há alþingi geri samkomulag við Strætó.
Vilja þau ekki bara helst að þingsetningin fari fram í niðamyrkri?
Til að fela sín illu myrkraverk með banka-og fjármagneigendum.
Allt í stíl hjá velferðarstjórninni, allt í pukri og myrkraverkum:
Vanhæf Ríkissjórn !
Vanhæft Alþingi !
„Þið eruð ekki þjóðin“ hljómar holri röddu úr kallarakerfi Alþingis.
Þessi vesalings, vanhæfa ríkisstjórn og þing í stíl hefur unnið
sem handbendi banka- og fjármálastofnana og endurreist það,
eins og uppvakninga andskotans.
„Þið eruð ekki þjóðin“ hljómar holri röddu úr kallarakerfi Alþingis.
Málið snýst um sanngirni og heiðarleika … og gegnsætt uppgjör.
Ég ítreka, að 3 árum eftir hrun, hefur það uppgjör enn ekki farið fram.
Þar til það uppgjör hefur farið fram mun eðlilegt líf ekki þrífast hér.
„Þið eruð ekki þjóðin“ hljómar holri röddu úr kallarakerfi Alþingis.
Þess vegna og einkum þess vegna mótmælum við öll,
því við viljum bara sanngirni, heiðarleika … og gegnsætt uppgjör.
Sauðsvörtum almúganum er ekki einu sinni boðið upp á biskví.
„Þið eruð ekki þjóðin“ hljómar holri röddu úr kallarakerfi Alþingis.
Við hin sömu og komu núverandi Ríkisstjón til valda vorið 2009 með atkvæðum okkar, höfum verið SVIKIN. Það er landráðarsök að svíkja Þjóð sína,við treystum núverandi stjórn til að ná fram réttlæti gagnvart glæpagengjunum í fjármálastofnunum landsins.
Glæpagengjum sem settu þjóðina á hnén hefur EKKI verið refsað,heldur þvert á móti tvíefldust þessi gengi eftir Hrun. Allt fékkst á ruslverði, fyrirtæki,fasteignir,lönd bílar o.s.f.r.v..Vafningar,afleiður,stöðutökur og hvað þetta helv. drasl heitir nú, kom þessu hyski í álnir fyrir Hrun.
Frh.
Við sem erum búin að fá upp í kok af aðgerðar-og máttleysi valdhafanna gegn þessum glæpagengjum segjum þeim stríð á hendur. Uppgjör almennings við núverandi druslur á valdastóli fer senn að hefjast.
Á laugardagmorgun 1. okt. verður ekki tekið mjúklega á valdhöfunum ef
þeir mögulega komast til og úr kirkjunni við Austurvöll. Mætum öll!!!