Þegar Elín Jónsdóttir sagði upp sem forstjóri Bankasýslunnar sagði hún:
Framundan eru stór og aðkallandi verkefni. Ber þar hæst að leggja þarf drög að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í fjármálafyrirtækjum að hluta eða öllu leyti.
Stjórn Bankasýslunnar er nú búin að ráða mann í hennar stað, Pál Magnússon. Því hefur verið haldið fram að Páll hafi litla reynslu í bankamálum, og reyndar minnsta reynslu af umsækjendum um starfið. Stjórnarformaður Bankasýslunnar, Þorsteinn Þorsteinsson, telur það þó ekki til vansa, enda hafi Páll mikla reynslu úr stjórnkerfinu. Sú reynsla felst ekki síst í því að hafa verið aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur þegar hún, ásamt Geir Haarde, einkavinavæddi Landsbankann og Búnaðarbankann, en þann síðarnefnda fengu flokksbræður þeirra Valgerðar og Páls á þægilegum kjörum.
Nú á Páll sem sagt að fá annað tækifæri til að selja „eignarhlut ríkissjóðs í fjármálafyrirtækjum“.
Ef Ísland væri ekki bananalýðveldi væri Páll búinn að afþakka stöðuna, og Þorsteinn að segja af sér, fyrir hádegisfréttir á morgun. Það væri samt engin trygging fyrir því að spillingin haldi ekki áfram heljartökum sínum á valdi og peningum á Íslandi.
Ég ætla að setja hér inn svolítið ítarefni.
Í frétt Stöðvar 2 í kvöld sagði stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins að Páll hefði „…komið vel fyrir í viðtölum…“. Hann sagði jafnframt að „…Páll hefði vítæka reynslu úr stjórnkerfinu…“ og það hafi vegið þungt. Einmitt því stjórnkerfi sem í Skýrslu Rannsóknarnefndar er metið gjörspillt og nánast einskis virði vegna klíku- og pólitískra ráðninga.
Þorsteinn stjórnarformaður sagði einnig aðspurður um hvort fortíð Páls sem aðstoðarmaður ráðherra þegar bankarnir voru einkavæddir sem mikið hafi verið gagnrýnt í Skýrslunni væri ekki óheppileg: „Við ákváðum að líta ekki til þess sérstaklega í ráðningarferlinu…“
Þessi viðbrögð eru algjörlega á skjön við það sem þjóðin hefur kallað eftir og lýtur að niðurstöðum Skýrslu RNA. Spillingarfortíð fólks Á að koma til álita við stöðuveitingar og mannaráðningar. Annað er bara framlenging á spillingunni.
http://www.youtube.com/watch?v=Ad9lU8R_VQI
Páll Magnússon var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur þegar bankarnir voru einkavæddir. Munum að aðstoðarmaður ráðherra er í raun aðstoðarráðherra. Rifjum upp einkavæðingu Búnaðarbankans:
http://www.youtube.com/watch?v=8pbQfg500lM
Hér er svo vandræðalegt viðtal við Valgerði Sverrisdóttur eftir að Skýrslan kom út og afhjúpaði vanhæfni þeirra Páls – og ekki bara við einkavæðingu bankanna heldur líka það sem kallað var í Skýrslunni „mikil hagstjórnarmistök“, Kárahnjúkavirkjun og 90% lánin. Sem Geir Haarde kallaði „ásættanlegan fórnarkostnað“ fyrir stjórnarsamstarf þótt vitað væri að það væru afglöp:
http://www.youtube.com/watch?v=Dzye58ZfvYQ
Nú á maður með þessa pólitísku spillingarfortíð og afglöp að verða forstjóri Bankasýslu ríkisins! Þetta er spilling sem allir hljóta að mótmæla!
Skíta-bix íslenskrar stjórnsýslu er með ólíkindum og með öllu óþolandi
að það grasseri áfram á fullu.
Steingrímur í skúffu að gramsa, sem enginn má sjá, nema Palli hjálparkokkur Finns.
Finnið Finn, Óla Ól., Dóra og Dabba í gegnum Þórólf Gíslason hinn ban-eitraða.
Hreinsum skítakamarinn í eitt skipti fyrir öll og það án flokkadrátta
og þá mun allt vel fara til velferðar fyrir okkur öll.
Einnig er vert að rifja hér upp fjandsamlega yfirtöku á framsóknarfélagi í Kópavogi http://www.visir.is/eins-og-minkar-i-haensnabui/article/2005501290359
Varla er stjórn Bankasýslunnar ein um svona ákvörðun. Er ekki ríkisstjórnin þarna á bak við?
Þorsteinn er helsti trúnaðarmaður og var ráðgjafi Steingríms þegar velferðarkerfi bankanna var komið á fót. Í kjölfarið var hann settur yfir Bankasýsluna. Það er auðvitað ákveðið gangsæi á ferðinni hér og nú eru leikreglurnar orðnar sýnilegar. Ráðið er í starf eftir spillingaraðferðinni, ráðningarstofu borgað fyrir að gera “ ferlið“ trúverðugt. “ gátum ekki gengið fram hjá honum því hann á ekki að gjalda þess að hafa “ unnið sig upp“ í gegnum spillingu.
DATT BANKASÝSLAN AF HIMNI OFAN ????
Steingrímur J. er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Steingrímur J. og Jóhanna mynda hina svonefndu „Skjaldborgar-stjórn“
Steingrímur J. skipaði stjórn Bankasýslu ríkisins og stjórn skipaði Pál.
Einbjörn elti tvíbjörn og tvíbjörn elti þríbjörn og þríbjörn elti fjórbjörn.
Auðvitað ber ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ábyrgð á þessu.
Ríkisstjórnin ber ábyrgð á „Skjaldborginni“ um alla bankasýsluna.
1) Seim óld sjitt, 2) Seim óld sjitt, 3) Seim óld sjitt, 4) seim óld sjitt !!!!
Skilurðu nú Anna mín
Nú er að sjá hvort einhverjir fjölmiðlar spyrja fjármálaráðherra út í þessa ráðningu. Bankasýsla ríkisins heyrir jú undir fjármálaráðuneytið. Það er svo aldrei að vita nema SJS hafi gengið í XB.. maður veit jú aldrei:)
Fríða, góð spurning um þátt fjölmiðla.
Hvað mun fréttastofa RÚV ohf. gera?
Þegja þunnu hljóði?
Kalla á Þórólf Matthíasson í enn eitt spuna-viðtalið?
JJJ, ég býst nú ekki við miklu, því miður. Í vikunni sem leið staðhæfði Ríkisendurskoðandi að Ríkislögreglustjóri hefði brotið lög – eða sagði það svo gott sem – RÚV sá enga ástæðu til að fá Ríkislögreglustjóra í sjónvarpsviðtal til að svara fyrir sig. Nú er það mál hjá Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra. Bankasýsla ríkisins heyrir undir Steingrím J. Sigfússon, þeir eru flokksbræður og telja sig vera á móti einkavinvæðingu og vinahylmingum.. Eigum við að bíða eftir viðbrögðum frá þeim eða krefjast þeirra strax?
Fríða,
við skulum krefjast viðbragða þeirra strax !
Ögmundur hlýtur að fara að koma heim frá Mexikó.
Steingrímur er hins vegar alltaf í skúffu sinni.
Vonandi endar ekki Ögmundur ofan í skúffu Steingríms.
Vonandi endar ekki Ögmundur ofan í skúffu Steingríms
um aldur og ævi … eða hvað ?
hvað er þetta með palla magg og virðist sama hvor sá er,
sá á rúv ohf eða bankasýslu ríkisins, sami ríkisspillti viðbjóðurinn?
sýnist að rannsóknarskýrslan hafi lítið dugað, meðan ekkert er tekið mark á þeim af ráðamönnum.
palli magg í bankasýslu er hluti af ESB armi framsóknar
og er því hluti af óbærilegum léttleika b-deildar samfylkingar
sem siglir nú undir fölsku leyniflaggi vinstri velferðarinnar
undir stjórn jóhönnu. steingrímur rær með undir niðri.
fela skal svo allan skítinn undir pilsfaldi bankasýslu evrópu.
Í þessu dæmalausa ráðningarmáli einkavæðingarPáls,blikka mörg hundruð aðvörunarljós. Hafa MENN EKKERT LÆRT. Til hvers í ósköpunum vorum við að eyða stórfé í skýrslu RNA, ef ekkert á að fylgja henni og breyta ógeðsklíkusamfélagi dauðans?
Hér er verið að senda okkur puttann,og viðtalið við þennan Þorstein handvalda Þorsteinsson var alveg kostulegt. Hann var augljóslega illa haldin af ónotum og spyrillinn átti að þjarma betur að kauða. Hann hafði ,,vondan“ pappír að verja.
Það hefur ekkert breyst í ógeðssamfélaginu Íslandi, EKKERT.
skrýtið?
akkúrat núna berast tíðindin að við uppfyllum öll skilyrði ESB.
skrýtið?
svona vill brussel hafa það og því segja þeir nú, að island uppfylli,
hvorki meira né minna, en öll pólitísk og efnahagsleg skilyrði.
http://eyjan.is/2010/11/09/ny-framvinduskyrsla-esb-island-uppfyllir-oll-politisk-og-efnahagsleg-skilyrdi-adildar/
Æla !
Steingrímur,
Þetta er gjörsamlega óskiljanleg og óverjandi ráðning.
er einbeittur vilji til þess hjá þjóðinni að láta vald-nauðga sér trekk í trekk?
það er einbeittur vilji stjórnvalda til að vald-nauðga okkur trekk í trekk !!!!
Rísum nú úr öskustó íslenskra heimila og mótmælum kröftuglega við setningu þess löggjafarvalds, sem setur þau lög til framkvæmda að það sé í lagi að valdnauðga okkur hinum venjulegu og óbreyttu trekk í trekk.
Gjörum rétt,
þolum ei órétt !
Mótmælum
viðbjóðnum !
http://www.telegraph.co.uk/finance/comment/ambroseevans_pritchard/8802462/Protectionism-beckons-as-leaders-push-world-into-Depression.html
Er þetta rétti tíminn til að aðlagast stór-bankasýslu evrópu
til að fela skít íslenskra gunga og drusla undir þeim pilsfaldi?
Höfum svo eitt á hreinu, nóg vitum við um silfurskeiðarnar,
Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson og vellystingar þeirra, langt ofan við lifibrauð okkar vesalinganna.
En hvað vita þau frekar, þau Steingrímur og Jóhanna, um kjör okkar hins
“venjulega fólks”, sem Steigrímur hefur fullyrt að hafi ekki orðið fyrir neinum teljandi eignabruna og búsifjum af völdum hrunsins og blindrar skjaldborgar þeirra um banka-valdið.
Hver er þá staða þeirra skötuhjúanna á ríkisheimilinu núna, eftir rúmlega 60 ár samtals þar í föstu fæði og launaáskrift, með tilheyrandi dagpeningum, fríðindum og sporslum:
“Steingrímur og Jóhanna skulda ekki verðtryggð íbúðalán og eiga hvort um sig 130-150milljónir í lífeyrisjóðum hjá LSR sem Notabene eru tryggðir af almenningi með 3.5% raunávöxtun þ.e.a.s. 3.5% yfir verðbólgu. Þar sem verðbólga mun mælast 6% á þessu ári þá munu þeirra lífeyrissjóðir bólgna um 9.5% eða um ca 12-14milljónir. Þau borga heldur ekki auðlegðarskatt sem hinir þurfa að borga.”
Er þetta ekki líka svíviðilegt og minnir okkur á hvað örfáir eru jafnir en aðrir. Það eru skötusmjörlíkin, sjálf svínslíkin.
Nú býr hér lýðfræðilega sú skipting að 10% telst til aðals
og 90% teljast öreigar, eða alveg við það að detta í þann pytt.
Misskipingin í þjóðfélaginu hefur vaxið undir Skjaldborgar-stjórninn.
Það finnst mér ömurlegt og svo grátlegt, því ég trúði að það væri stefnt
að velferð almennigs, en ekki helferðarstefnu gegn honum.
Gjörum rétt,
þolum ei órétt !
Mótmælum
viðbjóðnum !
Þolum ei viðbjóðinn lengur
Hrjóðum svikarana út úr
löggjafarþingi,
sem er okkar en ekki þeirra sem hafa breytt því í svívirðilegan stimpilklúbb eigin sérhagmuna þingliða og ráðherra,
styrk- og mútuþega bankavalds, kvótakónga, auðlindahrægamma etcetera,
því nógu löng er romsan um viðbjóð tví-, þrí- og fjór-skiptingar flokkaliða á þingi sem vinna trekk í trekk gegn hagsmunum óbreytts almennings.
Mál er að linni !
Með fullru virðingu fyrir Páli, þá verður aldrei hægt að byggja upp samfélag án reiði og tortryggni nema að hæfasta starfsfólkið sé ráðið. Engum myndi detta til hugar að ráða viðskiptafræðing sem yfirlækni. Afhverju er fólk yfirhöfuð þá að mennta sig í þessu landi ef þau eru viss um hæfni hefur ekkert að segja?
Ég hef það eftir mjög áreiðanlegum heimildum, að Elín hafi sagt þrengsta hópi vinkvenna sinna hina raunverulegu ástæðu fyrir því að hún sagði upp, sem forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Meginástæðuna sagði hún vera, að hún hefði ekki fengið öll þau gögn sem hún vildi og taldi sig þurfa að fá frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar og þó einkum fjármálaráðherra. Steingrímur hefði ítrekað vilja fresta því að afhenda gögn úr skúffum sínumer höfðu með fjármálagjörninga að gera.
Um Bankasýslu ríkisns segir:
“Bankasýsla ríkisins er í starfsemi sinni ætlað að leggja áherslu á endurreisn og uppbyggingu öflugs innlends fjármálamarkaðar og stuðla að virkri og eðlilegri samkeppni á þeim markaði, tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings.”
Er nema von að Elín hafi sagt upp, fyrst Steingrímur neitaði að opna skúffurnar. Af þessu má draga þá ályktun að Steingrímur dragi vægast sagt lappirnar hvað varðar, að
“ stuðla að virkri og eðlilegri samkeppni á þeim markaði, tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings.“
Af hverju leita atvinnu-fréttamenn ekki sannleikans,
umbúðalauss sannleikans.
Er allt efni skýrslu RNA að endurtaka sig á nýjan leik?
Ég geri mestar kröfur til fréttastofu ríkisútvarpsins,
því við erum öll skylduð
til að borga þar nefskatt og hann verulegan.
RÚV ohf. gerir tilkall til skattfjár okkar.
Hvenær ætlar fréttastofa RÚV ohf. að byrja á því að vinna markvisst
að leit sannleikans, umbúðalauss sannleikans í þessu máli og öðrum?
Þjóðin hefur fengið nóg af spunaleik fréttstofu Óðins Jónssonar og samfylktrar spillingar í slagtogi með öðrum
ríkisvarðliðum hálfsannleikans og lyganna.
Þessi ráðning er í raun stríðsyfirlýsing
Ógeðfellt, og stjórnarformaðurinn taldi sig ekki hafa rétt á því að gefa honum „mínus“ fyrir að hafa verið hægri höndin í einkavæðingu banka hinni fyrri. Þess í stað fær hann þrjá plúsa, þó svo hann hafi ekki skorað hæst í reynslu, menntun og fyrri störfum.
Stjórnsýslan (hið opinbera) er enn helsjúkt af spillingu og einbeittur vilji til að viðhalda nápots ráðningum.