Eftirfarandi póstskipti átti ég í dag við Steingrím J. Sigfússon, en Bankasýsla ríkisins heyrir undir fjármálaráðherra, sem skipar stjórn hennar, og getur því væntanlega rekið hana. Í þessu máli mun koma glöggt í ljós hvort ver öflugra, viljinn til að uppræta það klíkuveldi sem hefur tröllriðið Íslandi áratugum saman, eða þær formlegu girðingar sem valdaklíkurnar hafa reist til að hafa frið fyrir almenningi.
====================================================
Subject: Bankasýslan
————————
From: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>
Date: 2011/10/4
To: „Steingrímur J. Sigfússon“ <sjs@althingi.is>
Sæll Steingrímur
Skilji ég rétt skipar fjármálaráðherra stjórn Bankasýslunnar. Ég geri ráð fyrir að það þýði að þú getir sett stjórnina af. Hefurðu hugsað þér að gera það?
Bestu kveðjur,
Einar
———-
From: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>
Date: 2011/10/4
To: „Steingrímur J. Sigfússon“ <sjs@althingi.is>, steingrimur.j.sigfusson@fjr.stjr.is
Sæll aftur Steingrímur,
Sé rétt eftir haft í þessari frétt get ég auðvitað litið á það sem svar við spurningu minni: http://visir.is/treystir-thvi-ad-pall-hafi-verid-radinn-a-faglegum-forsendum/article/2011111009639
Burtséð frá að að þetta var augljóslega ekki fagleg ráðning í strangasta skilningi get ég ekki séð annað en að þú teljir það í fínu lagi, að formsatriðum fullnægðum, að ráðinn sé í þetta starf maður sem var innsti koppur í búri í einkavinavæðingu bankanna.
Af því má draga þá ályktun, tel ég, að þú lítir svo á að ekkert hafi verið athugavert við Gamla Ísland, og að þú ætlir ekki að beita þér fyrir nýjum vinnubrögðum í stjórnsýslunni. Eða, hef ég misskilið eitthvað?
Bestu kveðjur,
Einar
———-
From: <steingrimur.j.sigfusson@fjr.stjr.is>
Date: 2011/10/4
To: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>
Sall Einar. Tetta er alveg rett eftir haft og ekki mikid meira sem eg get sagt I bili. Steingrimur
———-
Date: 2011/10/4
To: steingrimur.j.sigfusson@fjr.stjr.is
Sæll enn
Ef þú getur ekki sagt meira í bili af því að þú ert að vinna í að gera stjórnina afturreka með þetta þá bíð ég nokkuð rólegur. Ếg mun samt, eins og líklega svo margir, halda þessu máli á lofti þar til Páll er horfinn úr forstjórastólnum, og stjórn Bankasýslunnar hefur verið rekin.
Ef þessu verður ekki snúið við er það eitt gleggsta merkið um að ekki eigi að hrófla við því ógeðslega klíkuveldi sem hefur drottnað yfir völdum og peningum í landinu í áratugi.
Bestu kveðjur,
Einar
Frábært Einar. Við bíðum spennt.
Ég veit ekki hvað þýðir að vera að tala um þennan óhuggnað hér, Einar þarf að koma þessu á dagskrá þingmanna, ef þeir eru þá ekki ALSÆLIR með að það sé allt óbreytt hér í klíkuskap og svínarríi.
Er hægt að tala um „póstskipti“ hér? Nema þögn (þöggun) geti flokkast sem einhvers konar afurð …
Vel gert. Dreifa og pönkast og spamma og öskra þar til þetta hefur verið leiðrétt. Ég meika ekki fleiri ástæður til að geta aldrei kosið VG aftur.
Frábært erindi og svo innilega hnitmiðað. Ég er sjálfur með svipað flugskeyti hér heima við;)
Viðbrögð Steingríms verður prófsteinn á hvort „verðleikasamfélag“ geti yfirleitt þrifist á Íslandi. Gangi þessi ráðning eftir, er öll von úti.
Takk kærlega Einar fyrir að afhjúpa keisarann … nánast í beinni.
Steingrímur J. er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
Má ég því líka minna á sjálfa keisarynjuna í „skjaldborg“ bankasýslunnar?
Sorglegt að þið skilduð ekki sjá í gegnum Steingrím og VG í kosningunum 2009. Steingrímur er arftaki Pálls Péturssonar í stjórnmálum á Íslandi.
Það er mannlegt Einar Guðjónsson að gera ein mistök.
En að endurtaka mistökin gerir viturt fólk ekki,
nema það sé vitgrannt og/eða illgjarnt.
Ergo sum: Steingrímur J. og Jóhanna eru vitgrönn og/eða illgjörn.
Eitt af því og hvað þá hitt í bland, er skelfilegur og banvænn kokkteill.
Rétt skal vera rétt og kemur því hér leiðrétt, í eitt skipti fyrir öll:
„En að endurtaka mistökin gerir fólk ekki,
nema það sé vitgrannt og/eða illgjarnt.
Ergo sum: Steingrímur J. og Jóhanna eru vitgrönn og/eða illgjörn.
Eitt af því og hvað þá hitt í bland, er skelfilegur og banvænn kokkteill.“
Fólk ætlar, sýnist mér, að bíða og vona á Steingrím og Jóhönnu og ríkisstjórn þeirra þangað til Gamla Ísland með gömlu klíkunum verður endanlega fest í sessi á ný.
Ég fagna framtakinu, Einar, en láttu þig ekki dreyma um að Steingrímur geri nokkurn skapaðan hlut til þess að hindra þessa svívirðu og augljósu spillingu. Því skyldi hann gera það? Til þess þyrfti miklu miklu meiri þrýsting. Tölvupósta frá hundruðum og mótmæli við Bankasýsluna og fjármálaráðuneytið.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefðu aldrei komist upp með svona lagað, en varaskeifurnar gera það hins vegar, með dyggri aðstoð áhangenda sinna og gæludýra. Og það hafa þær gert alveg frá því þær tóku við. – Eiginlega er alveg sprenghlægilegt að fólk skuli búast við því að tveir mosagrónustu þingmenn lýðveldisins, kerfiskallar andskotans, fari fyrir kerfisbreytingum.
Ráðning Páls Magnússonar er bara meira af því sama frá þessari ríkisstjórn.
http://dagskammtur.wordpress.com/2010/02/18/vanræksla-raðherra-pukkar-undir-mafiuriki/
http://dagskammtur.wordpress.com/2010/02/04/agndofa-rikisstjorn/
http://dagskammtur.wordpress.com/2010/02/12/en-hvað-ef-þeir-gera-það-ekki-johanna/
Takk Einar, haltu áfram fyrir okkur öll.
Það er því miður rétt, Hjörtur, að þetta er einföld félagssálfræði með Steingrím og Jóhönnu. Þau hafa bæði alið nánast allan sinn aldur (Steingrímur öll sín fullorðinsár) innan þessa spillingarkerfis, og aldrei reynt, hvað þá lýst áhuga á, að rífa það niður. Slíkt fólk er ekki líklegt, þegar það loks hefur komist til valda, til að taka til við niðurrifið og þá uppbyggingu sem þyrfti að fylgja í kjölfarið.
Nú á Steingrímur ekki nema einn leik í stöðunni, eftir þetta kastljósviðtal við
stjórnarformann bankasýslunnar, víkja stjórninni frá, og hætta að kaupa þjónustu af Capasent.
Þetta er gott mál hjá þér, Einar. Ég vil bæta við, að það er mín skoðun, að það sé ekkert að marka ráðgjafarstörf Capacent í málinu. Endurskoðunarfyrirtækin eru meira eða minna stórsek vegna bankahrunsins. Þau hafa gert það sem þeim var borgað fyrir. – Og þau verja gamla Ísland. Og þau vilja ekkert nýtt Ísland. Í því verður starfsemi endurskoðunarfyrirtækjanna rannsökuð út í æsar. Sök bítur sekan. – Og svo hitt, sem þú segir um Steingrím. Hann skynjar illa hvað meint er með nýtt Ísland.
Þessi ráðning er þvílíkt reginhneyksli að maður á hreinlega ekki orð. Þorsteinn Þorsteinsson er dekurbarn Samfylkingarinnar, en hefur lengi átt í dularfullum samböndum við myrk öfl í framsóknarbatteríinu. Þessi Páll er eins óhæfur í þetta og nokkurt tvífætt kvikindi getur verið. Steingrímur verður að berja í borðið og afþakka þennan gjörning. Það getur ekki verið svo mikilvægt að stjórnarsamstarfið sé í hættu.
Steingrímur hefur því miður ekki verið barnanna bestur í mannaráðningum. Honum virðist þykja óþarfi að fara að lögum.
Í maí í fyrra höfðu a.m.k. átta starfsmenn verið ráðnir í fjármálaráðuneytið í ráðherratíð hans án auglýsingar. Steingrímur hefur verið stórtækastur allra ráðherra í slíkum ráðningum og almennt séð hafa ráðherrar VG ráðið fleiri án auglýsingar og fleiri eigin flokksmenn en ráðherrar Samfylkingar.
Þess vegna kemur þessi ráðning því miður ekki á óvart, né það að Steingrímur hafi ekkert við hana að athuga.
„Þorsteinn Þorsteinsson er dekurbarn Samfylkingarinnar…“
Það var Steingrímur J. Sigfússon sem skipaði Þorstein sem formann stjórnar Bankasýslunnar. Síðast þegar ég vissi var hann formaður VG, ekki Samfylkingarinnar.
@Hjörtur Hjartarson // 4.10 2011 kl. 20:08
Því miður komst Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur upp með svona lagað Hjörtur og það leiddi til HRUNS … en það er fullkomlega rétt sem þú segir, að
„varaskeifurnar gera það hins vegar“ … LÍKA …“ með dyggri aðstoð áhangenda sinna og gæludýra. Og það hafa þær gert alveg frá því þær tóku við. – Eiginlega er alveg sprenghlægilegt að fólk skuli búast við því að tveir mosagrónustu þingmenn lýðveldisins, kerfiskallar andskotans, fari fyrir kerfisbreytingum.“
Af hverju sitjum við alltaf uppi með „Skjaldborgarstjórnir“ bankasýslunnar?
Er ekki ástæðan falin í 4-földu roði á 4-urra áranna fresti 4-flokkanna ????
Ég tek undir með þér Jónas: Mér er með öllu óskiljanlegt hvaðan hún kemur þessi hugmynd um að Capacent búi yfir einhverri sérstakri þekkingu og færni þegar kemur að því að ráða fólk í stöður, og alveg sérstaklega í stöður í stjórnsýslunni.
(Jú, annars, ég veit hvaðan hugmyndin kemur. Frá viðskiptaklíkunum sem ráða bæði peningum og völdum í þessu landi. Það furðulega er að þessi gagnrýnislausa notkun á þessu fyrirtæki skuli ekki gagnrýnd meira.)
Þarf ekki að hamfletta 4-flokka kvikindið, svo við komumst að hinu sanna?
Það á að slá bankasýsluna af, og setja þessar 50 miljónir sem hún kostar í heilbrigðiskerfið, og Fjármálaeftirlitið getur mannað þær stöður í stjórn sparisjóðanna og í bönkunum, og aðra eftilitsstarfsemi.
Því það er ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á þennan viðbjóð lengur.
@ Pétur Örn Björnsson.
Ég var að tala um hver kemst upp með hvað í kjölfar hrunsins, ekki það sem var hægt fyrir hrun.
@Hjörtur Hjartarson
Þá erum við fullkomlega sammála um þetta mál.
Við höfum það alveg á hreinu, að nóg vitum við um silfurskeiðarnar,
Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson og vellystingar þeirra, langt ofan við lifibrauð okkar vesalinganna, að þeir geta lítt sett sig í spor okkar hins sauðsvarta almúga.
En hvað vita þau frekar, þau Steingrímur og Jóhanna, um kjör okkar hins
“venjulega fólks”, sem Steingrímur hefur fullyrt að hafi ekki orðið fyrir neinum teljandi eignabruna og búsifjum af völdum hrunsins og blindrar skjaldborgar þeirra um banka-valdið.
Hver er þá staða þeirra skötuhjúanna á ríkisheimilinu núna, eftir rúmlega 60 ár samtals þar í föstu fæði og launaáskrift, með tilheyrandi dagpeningum, fríðindum og sporslum:
“Steingrímur og Jóhanna skulda ekki verðtryggð íbúðalán og eiga hvort um sig 130-150milljónir í lífeyrisjóðum hjá LSR sem Notabene eru tryggðir af almenningi með 3.5% raunávöxtun þ.e.a.s. 3.5% yfir verðbólgu. Þar sem verðbólga mun mælast 6% á þessu ári þá munu þeirra lífeyrissjóðir bólgna um 9.5% eða um ca 12-14milljónir. Þau borga heldur ekki auðlegðarskatt sem hinir þurfa að borga.”
Er þetta ekki líka svíviðilegt og minnir okkur á hvað örfáir eru jafnari en aðrir. Það eru skötusmjörlíkin, sjálf svínslíkin.
Nú býr hér lýðfræðilega sú skipting að 10% telst til aðals
og 90% teljast öreigar, eða alveg við það að detta í þann pytt.
Misskipingin í þjóðfélaginu hefur vaxið undir Skjaldborgar-stjórninni.
Það finnst mér ömurlegt og svo grátlegt, því ég trúði að það væri stefnt
að velferð almennigs, en ekki helferðarstefnu gegn honum.
Mál er að linni !
Pétur: Hvaðan koma þessar upplýsingar um að Jóhanna og Steingrímur eigi 130-150milljónir í lífeyrisjóðum?
Við hneykslumst!
Við eigum að hneykslast á þannig hræsnurum, sem þeim tveimur.
Við hneykslumst!
Einar Steingrimsson // 5.10 2011 kl. 00:39
Nú man ég það ekki í augnablikinu, hvar ég fann þessar upplýsingar
fyrir nokkuð mörgum dögum.
En þær virkuðu traustar, en ég skal reyna að finna heimildina aftur.
Klippti þennan bút og límdi í skjal, en gleymdi að skrá frumheimildina niður.
Nú vantar einhvern hagfræðing, eða tryggingastærðfræðing,
eða viðskiptablaðamann að gefa sig fram og staðfesta tölurnar,
því frá þannig aðila komu þær, það er víst.
Best væri vitaskuld að Steingrímur svaraði þessu sjálfur … heiðarlega.
Á ekki að ríkja hér gegnsæi um kjör, þmt. lífeyriskjör opinberra starfsmanna, og þar með talda þingmenn og ráðherra?
Gögnin eru því fyrir hendi og sá sem ég vitnaði í hefur framreiknað lífeyrinn miðað við 3,5% raunávöxtun og tekið verðbólguþáttinn inn í hvað krónutölu varðar.
Ríkis-verðtryggingin sem allt venjulegt fólk er að drepa, er hagur þeirra til lífeyris, því hann er, já hann er ríkis-verðtryggður + 3,5% vexirnir.
Þannig kerfi kalla þau Jóhanna og Steingrímur „velferðarkerfi“, en hverra?
Það er með þetta sem svo margt annað, að eins dauði er annars brauð.
Tær snilld meistari Einar Steingrímsson, þú ert alveg ótrúlegur og haltu áfram að hamra á Kerfinu ógeðslega. Þú hefur okkar stuðning,þessi viðbjóðslega spillingarráðning Steingríms og co,segir okkur bara eitt að samspilling 4FLokksins nær útfyrir gröf og svartadauða.
Kepp up the good work, and may the force be with you!
Pétur Örn Björnsson,
Animal Farm eftir meistara George Orwell,smellpassar við Ísland í dag. Helv. var kallinn glúrinn, allir jafnir hvað? Þetta sjálftökulið sem mergsýgur almenning þessa lands er kominn að þolmörkum þjóðarinnar.
Þú ert að verða okkar helsti baráttumaður almennings hérna á bloggsíðum Eyjunnar ásamt þessum föstu pistlahöfundum eins og Einar Steingríms,Eygló Harðar ofl, sönnum Íslendingum.
Byltingin blundar í þjóðinni, hún er ekki langt undan með sama framhaldi steypunnar.
Kv.
Heill og sæll Leifur, ertu farinn að vaka svona lengi fram eftir eins og ég?:-)
Annars skil ég það vel, því óþolið í okkur magnast; að fari nú að líða að heilbrigðu uppgjöri og hreinsun á skítakamri 4-flokka ræðisins. Nú notum við hverja lausa stund sem gefst til að safna í sarpinn í tundurduflin.
Með baráttukveðju
Pétur Örn Björnsson,
Þetta ástand er algjörlega ólíðandi,og misbýður manni langt fram á nótt. Þetta er eitthvað sem heldur manni vakandi þessi dægrin. :>)
ditto, lifi byltingarandinn, honum fer að leiðast þófið.
Takk fyrir að birta þetta Einar, ég er á sama máli og þú og flestir hér að ofan: þessi ráðning er hvorki fagleg, siðleg né boðleg.
Ég ætlast til meira af Steingrími og félögum.
Sammáli þér að þessi ráðining er fyrir neðan allar hellur. Jóhanna og Steingrímur verða taka til hendinni hér áður en Framsóknardindlarnir fara aftur á fullt.
Okkur vantar bara góðan lækni til að kippa þessu í liðinn.
Skil ekki að fólk haldi að Steingrími sé einhver akkur í því að Framsóknardindill hafi orðið fyrir valinu.
Það er með öllu útilokað að maður með BA í Guðfræði og einhvrja coursa í stjórnsýslu, láti sér detta í hug að sækja á móti mönnum, með 5 ára nám í fjármálum og áratugastarf hjá fjármálafyrirtækjum, öðruvísi en svo, að ráðning hans hafi verið ákveðin áður en hann sótti um, annað er útilokað.
Gaman verður að fylgjast með því hvort framsókn sé á leið í ríkistjórnina.