Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur nú skilað fjármálaráðherra skýringum á því af hverju hún valdi Pál Magnússon í stöðu forstjóra Bankasýslunnar. Í bréfinu segir meðal annars, um próf sem „sérfræðingarnir“ í Capacent létu leggja fyrir umsækjendur til að mæla „persónulega hæfileika“ og „hugræna hæfni“:
Forspárgildi beggja prófana [sic] um árangur í starfi hefur verið staðfestur í fjölda rannsókna.
Látum liggja á milli hluta hvernig svona próf geti spáð fyrir um árangur í starfi (sem er afar erfitt að meta fyrir háar stjórnunarstöður. Hvernig var árangur bankastjóra á Vesturlöndum metinn síðustu tíu árin?). En, trúir því nokkur maður að próf af þessu tagi séu líkleg til að skera úr um hvort Páll sé líklegur til að selja (fyrrum?) pólitískum samherjum sínum Landsbankann með kunningjaafslætti?
Við þessu sá stjórn Bankasýslunnar reyndar því hún virðist sjálf hafa fundið upp á að leggja próf af nákvæmlega því tagi fyrir Pál, eins og segir í ofannefndu svari:
Raunhæft verkefni – leggur mat á hversu vel umsækjandi leysir dæmigert verkefni úr komandi starfsumhverfi. Aðferðin þykir sýna vel hæfileika og getu umsækjenda til að fást við daglega þætti í starfinu. Verkefnið var útbúið af Bankasýslunni og fólst annarsvegar í að rita bréf frá Bankasýslunni til Fjármálaráðuneytisins varðandi sölu á eignarhlut ríkisins í ákveðnum sparisjóði og hins vegar minnisblað til starfsmanna varðandi sama efni.
Sem sagt, Páll veldur því að skrifa bréf til fjármálaráðherra, og til undirmanna sinna, þegar hann þarf að útskýra að nú hafi hann selt einhverjum flokksgæðingnum Landsbankann.
Það er engin furða að Páll skuli hafa staðist þetta erfiða próf með sóma; hann var jú aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur þegar hún gerði nákvæmlega þetta.
Annað sem vekur athygli í svarinu er þetta:
Ítarleg sérhæfð viðtöl um starfið voru tekin við alla fjóra umsækjendur, þar sem allir fengu sömu spurningar. Tók hvert viðtal um klukkustund.
Í upphafi viðtals var verkefni lagt fyrir umsækjendur þar sem nauðsynlegt var að vinna hratt og örugglega en verkefninu var meðal annars ætlað að sýna hvernig viðkomandi ynni undir álagi.
Er það heillamerki að stjórn Bankasýslunnar geri ráð fyrir að forstjóri hennar þurfi að leysa mikilvæg verkefni á nokkrum mínútum?
Viljirðu fá óhæfan mann eða konu í starf , þá skaltu vera viss um að hann hafi gráðu úr háskóla, sé örugglega pólitískt tengdur og örugglega í klíkuklúbb !!!
Vertu viss um að fólkið kunni ekkert til starfa , því það er algjört aukaatriði !
Bara að klíkuklúbbsfélagar fái að leuka sér að vild !
Það hefur ekkert breyst í þessu landi, því það eru sömu hlandhausarnir sem hér eru í stjórnum og ráðum !!!
Hvar liggur „einkavinavæðingin“ ? Hver er einkavinur Páls? Það er ljóst að umsækjendahópurinn var frekar veikur þegar litið er til menntunar og stjórnunarreynslu. Það kom mér mjög á óvart að það væri ekki amk. 2 – 3 aðiljar með meistaragráði í fjármála- og bankastarfsemi. Bjóst þess vegna við doktorum!
Ef þú tekur pólitíku gleraugun í burtu – gæti þá ekki verið að Páll hafi verið faglega hæfastur í þessum hópi?
Það er ljóst að ekki er um pólitíska samherja að ræða þar sem Steingrímur J. skipaði engan Framsóknarmann í stjórn Bankasýslunnar – stjórn sem var sammála um að Páll væri hæfastur í starfið.
Svona óháð ráðningu Páls finnst mér þessi grein hér gjörsamlega út í hött. Hvernig sér greinarhöfundur þá hvernig velja eigi menn. Sé ekki í fljótubragði hvernig hefði átt að ráða mann með reynslu af bankastörfum og stjórnsýslu án þess að viðkomandi hefði komið að þessum málum fyrir hrun. Átti þá stjórnin að hringja frekar í einhvern ættingja sem þau vissu að hefði aldrei komið að bankamálum en væri svona kursteis og sæmilega blankur.
Hefði haldið að það væri einmitt leið til að velja hæfan mann að láta ráðningafyrirtæki annars það val. Það er svo stjórnarbankasýslu að ráða inn skv. ráðleggingu fyrirtækis sem ekki er með hagsmuni í þessu máli. Annars sé ég ekki hvernig fólk getur verið að heimta faglegar ráðningar. Þá er alveg eins gott að ráðherra geri þetta bara sjálfur.
Held reynar að Páll sé kannski ekki sá heppilegasti en líka að hann sé hafður fyrir miklum sökum sem hann á kannski ekki allar skildar. Því hann var nú bara aumur aðstoðarmaður ráðherra og tók ekki nokkrar ákvarðanir í þessum einkavinavæðingu. Það voru menn ofar honum.
En skv. rökstuðningi hér að ofan eru engir með reynslu af bankamálum heppilegir í þetta starf hér á landi. Og þyrfti kannski að leita þá eftir erlendum mönnum í allar æðstu stöður hjá ríkinu sem krefjast kunnáttu og þekkingu því allir Íslenskir menn með hana unnu væntanlega við það fyrir hrun.
Hallur: Þótt Páll hefði verið „faglega hæafastur“ samkvæmt öllum þeim stöðluðu prófum sem hægt hefði verið að leggja fyrir hann hefði aldrei átt að ráða hann. Maðurinn var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur þegar hún (og Geir Haarde) gáfu tvo banka flokksgæðingum. Dettur þér í hug að í nokkru landi sem við vildum bera okkur saman við myndi hann eiga séns?
Það er reyndar spurning sem yfirleitt þarf ekki að svara í þeim löndum, því fólki eins og Páli hefði ekki dottið í hug að sækja um.
Og, í þeim löndum væri hann líka löngu búinn að afþakka stöðuna eftir þá gríðarlegu óánægju sem þetta hefur valdið meðal almennings. Það á ekki að þurfa að útskýra af hverju það er sjálfsagður hlutur sérhverjum sómakærum manni.
var hann settur frammi fyrir vaski fullum að vatni,. rétt skeið og beðinn að tæma vaskinn?
Mig minnir að þetta að þetta hafi átt að vera stærsti KOSTUR Ísl. útrásrvíkingnna, gera allt í einum grænum, ekkert að þurfa að hugsa sig um. Þeir voru svo klárir.
Það var fyrirséð að stjórn Bankasýslunnar kæmist vel frá því
að gerast dómari í eigin sök. Um það skrifaði Illugi Jökulsson ma.:
http://blog.eyjan.is/illugi/2011/10/06/hver-er-su-vinna-steingrimur/
Málið er nú aftur komið á borð Steingríms J.
Hann keypti sér gálgafrest, en nú verður hann krafinn skýringa.
Hvað ætlar fjármálaráðherrann að gera nú?
Einar Steingrímsson, má enginn hafa gert neitt í fortíðinni?
Og gerir það Pál vanhæfan að hann hafi verið aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur?
Hvernig?
Rökstuddu?
Hvað gerði Páll rangt að þínu mati þegar hann starfaði fyrir einkavæðingarnefnd eða þegar hann var aðstoðarmaður Valgerðar?
Annars held ég að það sem fari mest í taugarnar á fólki sem líður illa út af ráðningu Páls í starfið er að hann er Framsóknarmaður en ekki einhver sem tengist Samfylkingunni á einhvern hátt.
Um Bankasýslu ríkisins:
“Bankasýsla ríkisins er í starfsemi sinni ætlað að leggja áherslu á endurreisn og uppbyggingu öflugs innlends fjármálamarkaðar og stuðla að virkri og eðlilegri samkeppni á þeim markaði, tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings.”
Bankasýslan heyrir undir ráðuneyti Steingríms J. Sigfússonar
Þorsteinn Þorsteinsson er stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, en áður starfaði hann ma. fyrir Búnaðarbankann í Reykjavík, auk þess að vera um tíma bankastjóri Búnaðarbankans í Lúxemborg.
Kannski að það sé ekki nema von Þorsteini, vegna gamalla og náinna tengsla við Búnaðarbankann, lítist alveg sérstaklega vel á Pál, sem var jú aðstoðarmaður Valgerðar (og um tíma Finns) þegar Búnaðarbankinn var afhentur þeim Finni Ingólfssyni og Ólafi Ólafssyni, sbr. landsfræga brosmynd af þeim félögum kampakátum.
Á að endurtaka „geimið“ með sömu persónum og leikendum?
Eru kannski Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson á bakvið tjöldin.
Þræðir þeirra beggja liggja til Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki. Eigum við kannski að ræða um kvótamál líka?
Já meðan ég man, Þorsteinn Þorsteinsson var um tíma bæjarstjóri á Sauðárkróki. Svona er nú þessi heimur lítill.
Frikki Gunn. Hvað finnst þér um að Finnur og Ólafur fengu lán í banka til að kaupa banka? Finnst þér það bara í lagi? Og að ekki sé hægt að treysta því að eftirlit verði haft með bankastofnunum því þar eru ráðnir einkavinir? Það hlýtur að gera Pál vanhæfan að hann var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur þegar hún gaf bankana vildarvinum. Og eftir hrunið kom í ljós að búið var að taka niður reglur um eftirlit með fjármálastofnunum. Þess vegna þurfum við eftirlit með fjármálastofnunum til að bankarnir verði ekki aftur rændir innan frá! Almenningur þarf að geta treyst bankastofnunum.
En það sem slagurinn í dag stendur um, er að almenningur er ekki lengur til í að loka augunum fyrir spillingunni. Sumum ykkar finnst bara allt í lagi að viðhafa þessi vinnubrögð og þið viljið engu breyta. En almenningur er farinn að fylgjast betur með og láta í sér heyra. Næstkomandi laugardag t.d. verður farið útá götur til að mótmæla spillingunni og bankaræðinu.
Frikki Gunn.: Það sem Valgerður og einkavæðingarnefnd gerðu rangt var að afhenda Landsbankann og Búnaðarbankann flokksgæðingum, sem í ljós kom svo að höfðu tekið lán hverjir hjá öðrum til að borga (að því leyti sem nokkurn tíma var borgað). Auk þess var farið gegn yfirlýstri stefnu um dreifða eign á bönkunum.
Ég hélt að þetta hefði komið nokkuð skýrt fram í fréttum …
Páll var pólítískur aðstoðarmaður Valgerðar þegar þetta gerðist (og lengi á undan og eftir). Þarf í alvöru að útskýra af hverju hann á þá ALLS EKKI að koma nálægt því að einkavæða Landsbankann (og e.t.v. einhverja sparisjóði líka)? Ef svo er, þá erum við í enn verri málum á Íslandi en mig hafði grunað …
Kíkið endilega á eignirnar sem Bankasýsla ríkisins á að selja:
http://www.bankasysla.is/eignir/
Undarlegt þetta með Sparisjóð Þórshafnar, sem hluta af eignunum.
Var/er ekki Steingrímur J. stofnfjáreignadi þar? Gott þá að hafa
vanan mann til að selja og hafa frið fyrir framsókn og íhaldi.
Kíkið endilega á þetta líka, svona með tilliti til stofnfjáreigenda.
Það er nóg af þeim á þingi og ráðuneytum:
http://www.bankasysla.is/files/Reglur%20um%20innlausnarr%C3%A9tt%20sparisj%C3%B3%C3%B0a%20-%20mars%202011%20-%20LOKA%C3%9ATG%C3%81FA_1440013679.pdf
Hvar er nýja Ísland?Hverju var lofað fyrir síðustu kosningar?Hvað hefur okkur miðað áfram?
Þessum spurningum mínum er auðsvarað. Það hefur akkúrat ekkert af þessu ofantöldu ræst.
Þetta bankasýslumál,Ríkislögreglustjórasukkið,stóra biskupsmálið,afskrift-ir bankabófanna o.s.f.r.v,o.s.f.r.v.
Almenningur er búinn að fá nóg af lygum og sviknum loforðum 4FLokksins,við munum rísa aftur upp og næstkomandi laugardag er komið að því að sýna samstöðu kæru landsmenn, og fjölmennum á Austurvöll og á Lækjartorg og sýnum mátt OKKAR.
Viva La Revolución.
Dæmin hrannast nú upp um að það er verið að endurreisa allan
viðbjóðinn sem orsakaði Hrunið og allt á kostnað almennings.
Og nákvæmlega eins og fyrir Hrun, er það gert af
Vanhæfu Alþingi, Vanhæfri ríkistjórn, spilltri stjórnsýslu
undir Yfirstjórn bankavaldsins. Hér er bara eitt „lítið“ dæmi:
http://www.dv.is/leidari/2011/10/12/audmanni-bjargad-aftur/
Stefán Jón Hafstein segir svo þann 7. október kl. 10:10
á facebook um Pál Magnússon:
„Vanhæfur, óhæfur og gjörspilltur.“
Þetta er stutt og hnitmiðað hjá þeim glögga manni Stefáni.
Hæfniskröfur laga nr. 88/2009 eru túlkaðar eins og leitað sé að hagfræðing með framhaldsmenntun eða manni vönum peningum. Þetta er eins og spítali auglýsti eftir kvennsjúkdómalækni eða manni vönum konum. Dæmigerður íslenskur orðhengilsháttur.
@ÞÞ
Alveg sammála þér, þetta er allt voða loðið, en kannski er það með vilja fjármálaráðherra, því þetta er jú allt undir honum:
http://www.althingi.is/altext/stjt/2009.088.html
Loðið er það vissulega, en mér sýnist nú nokkuð augljóst að nú er það Viðskiptanefndar Alþingis að krefja Steingrím svara, sbr.
2. gr. laga nr. 88/2009,
þar sem segir svo í síðustu málsgrein þeirrar greinar:
„Ákveði fjármálaráðherra í undantekningartilvikum að beina tilmælum til stjórnar stofnunarinnar um tiltekin mál getur stjórnin tjáð ráðherra afstöðu sína til þeirra áður en við þeim er orðið. Viðskiptanefnd Alþingis skal gerð grein fyrir tilmælum ráðherra og afstöðu stjórnarinnar til þeirra eins fljótt og auðið er.“
Varla ætlar Viðskiptanefnd að þegja bara þunnu hljóði, eða hvað?
Kemur einhverstaðar fram hverjir skrifa þessi góðu meðmæli sem hann fær?
Horfði á viðtal Helga Seljan við Valgerði Sverrisdóttur í Kastljósi frá 13. apríl 2010 (fann link á bloggsíðu Láru Hönnu http://blog.eyjan.is/larahanna/2010/04/14/ ). Sagði mér allt sem segja þarf um gæði aðstoðarmannsins.
Ráðlegg öllum að horfa, ef aðstoðarmaður hennar var umræddur Páll þá held ég að „hann þurfi að blessa“ bankasýsluna, sjálfsagt það eina sem hann er fær um að öðruleiti er ekki von á góðu. Synd hvað siðblinda virðist há þessum guðsmönnum, ætli hún sé sér fag? Var hann kannski látin breyta vatni í vín eða metta 5000 í þessu prófi sínu.
Einar Steingrimsson og Margrét Sigurðardóttir
Veit ekki til þess að kaupendur Landsbankans hafi verið einhverjir sérstakir vinir Framsóknar eða Sjálfstæðiflokksins og hafi fært hann á silfurfati til kaupenda.
Útskýrið þetta annars nánar?
Og þó að kaupendur Búnaðarbankans hafi verið tengdir Framsóknarflokknum, var verið að gefa þeim eitthvað.
Man ekki eftir öðru en að söla þessar banka hafi verið í opnu útboðsferli og fáir í raun sýnt þeim áhuga.
Einhverjir erlendir kaupendur ætlaðu að fá þessa banka fyrir slikk og enginn vissi í raun deili á þessum „útlendu“ kaupendum og því var víst ekki rætt við þá neitt frekar.
Einnig spurðist þýskur banki fyrir um þessa banka, en hafði ekki frekari áhuga vegna þess að markaðurin á Íslandi var svo lítill svo að þessir bankar pössuðu ekki inn í viðskiptamódel þessa þýska banka, af því að ég hef heyrt.
Ef ég man rétt þá talaði Davíð Oddsson fyrir dreifðri eignaraðild bankanna ár árunum 1998-1999 en fékk bágt fyrir, aðallega frá Samfylkignarfólki sem meinti að „sterkir kjölfestufjárfestar“ ættu að kaupa bankana. Þetta er til skjalfest í blöðum frá þeim tíma.
Og hver þarf ekki að lána fyrir kaupum á einhverju í dag?
Getið nefnt mér einhvern sem þarf ekki að gera það?
Gætuð þið keypt ykkur hús og borgað það úr eigin vasa í beinhörðum peningum?
Og er það glæpur að hafa verið aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur?
Í hverju felst glæpurinn?
Á að útiloka Pál Magnússon frá öllum opinberum embættum og stjórnunrstöðum um alla framtíð fyrir að hafa verið aðstoðarmaður Valgerðar?
Og verður það þá þannig í framtíðinni að aðstoðarmenn Steingríms J. Jóhönnu Sig., Árna Páls, Össurar, Svandísar Svavars o.fl. núverandi ráðherra verði stipmplaðir glæpamenn af því að einhverjum líkar ekki gjörningar þessara ráðherra?
Vitum við hverjir fengu Arion banka eða Íslandsbanka árið 2009?
Og ef í ljós kemur að erlendir vogunarsjóðir fengu þessa banka árið 2009, varða þá þeir ráðherrar sem afhentu þessa banka þá stimplaðir glæpamenn í framtíðinni sem og aðstoðarmenn þeirra og skulu því aldrei fá almennilega vinnu í framtíðinni?
6. gr. laga nr. 88/2009 fjallar um hæfisskilyrði hvað varðar val á stjórnarmönnum og forstjóra Bankasýslu ríkisins.
Páll Magnússon varð í 3. sæti hvað varðar það hæfi, sem upphafsetning þeirrar greinar kveður á um, sem er sérþekking á banka- og fjármálum:
“ Stjórnarmenn og forstjóri skulu hafa haldgóða menntun auk sérþekkingar á banka- og fjármálum.“
Hver er „sérþekking“ Páls „á banka- og fjármálum“?
Jú, hún telst víst helst vera sú að hafa verið aðstoðarmaður Finns
Ingólfssonar og Valgerðar Sverrisdóttur við einkavæðingu ríkisbanka,
sem endaði með Hruni haustið 2008.
Það er bundið í lögum um bankasýsluna að hlutir ríkisins í bönkunum verði seldir á markaði í dreifðu eignarhaldi. Punktur
Páll mun ekki selja eitt né neitt.
Ragnar: Það var líka ákveðið, áður en Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru seldir, að þá ætti að selja í dreifða eignaraðild. Samt fór sem fór.
Í öðru lagi er dálítið skrítið, ef Páll á ekki að selja neitt, að eitt af prófunum sem lögð voru fyrir hann skyldi vera að skrifa bréf til ráðherra um að hann hefði selt sparisjóð.
Hins vegar mun Páll ekki selja neitt sem forstjóri Bankasýslunnar, því hann verður aldrei forstjóri þar. Það er verið að vinna að því (bak við tjöldin, af því að valdafólkið er of ragt til að fylgja eigin yfirlýstu stefnu) að „finna lausn“ á málinu, þ.e.a.s. að losna við Pál, og e.t.v. líka stjórn Bankasýslunnar (sem ætti að vera augljóst þegar hún hefur klúðrað jafn mikilvægu máli jafn herfilega).
Það sem mér finnst furðulegast við þetta mál er að ekki sé hægt að finna mann/konu í þetta starf sem tengist ekki á neinn hátt fyrri einkavæðingu bankanna, verkefni sem tókst svo slysalega að þjóðarbúið er ein rjúkandi rúst á eftir. Afleiðingin var eitt mesta fjármálahrun sem orðið hefur á plánetunni. Hvers vegna í ósköpunum er þá ráðinn maður, m.a. til þess að stjórna einkavæðingu banka sem eru nú í eigu ríkisins, sem var aðstoðarmaður og ráðgjafi fyrrverandi ráðherra sem vélaði um þessi mál með ofangreindum afleiðingum sem ekki sér fyrir enann á? Það hefði auðvitað átt að sópa umsókn hans út af borðinu í fyrstu atrennu.
Lubbi og 007 … sammála, eðli máls samkvæmt:-)