Það er búið að eyðileggja mikið af lífríkinu í Lagarfljóti, öfugt við staðhæfingarnar áður en farið var af stað. Hellisheiðarvirkjun dreifir brennisteinsvetni í miklu magni og veldur hörðum jarðskjálftum, sem hvorugt var kynnt áður en framkvæmdir hófust. Í Svartsengi er ekki mikið lengur hægt að dæla affallssvatninu niður í hraunið svo það þarf væntanlega að leiða það út í sjó, fyrir fleiri milljarða, og án þess nokkur viti hvaða áhrif það muni hafa á lífríkið. Enginn virðist hafa áttað sig á þessu áður en virkjað var. Ekki heldur hefur heyrst minnst á þetta vandamál varðandi fyrirhugaða virkjun á Þeistareykjum,
Nú er eitthvert fólk að halda fram að virkjun í neðri hluta Þjórsár gæti haft neikvæð áhrif á lax og aðra fiska sem lifa í ánni, og á þetta hefur reyndar verið bent áður.
En, eru ekki allir hressir?
Hvers vegna er svo erfitt að fá umræðu um nátturna við bæjardyr stór höfuðborgarsvæðisins , Hvalfjörðinn ?
Það er búið dæla sandi af botni fjarðarsins í mörg ár, án nokkura rannsókna !
Það er búið að dæla út efnum frá járnblendi verksmiðju og álveri í mörg ár , og einu rannsóknirnar eru á vegum verksmiðjana sjálfra !
Er áhugaleysið vegna þess að háskólasamfélagið , allt saman, hefur haft tekjur af að afvegaleiða umræðuna ?
Nei , ég er harmi sleginn yfir því að virkjanamaskínan og múgsefjun hennar ætli að eyðileggja flæði hinnar ægifögru Þjórsá og mynda steingeld jökullón, sökkva túnum, eyjum og grónu landi, allt fyrir örfá wött, ekki get ég ímyndað mér að þetta sé mikið fall í samhengi hlutanna, enda er þetta í byggð og fjarri mestri hækkun hálendisins. En ég verð auðvitað sakaður um að vera illa vinstri grænn og á móti framförum og hagvexti…
Sjaldan hef ég lesið kvikyndislegri pistil og mikið déskoti hittirðu naglann á höfuðið. Góður!
Annars, bara hress.
Ekki eta fiskinn úr Þingvallavatni……….
Mikil ósköp … við sjáum öll veisluna … eða þannig.
Bara fullt stím áfram og kominn tími til að taka gyllta þríhyrninginn í nösina.
Vogunarsjóðirnir og hrægammarnir hljóta að pushera díl fyrir stundarfixið.
Jú, allir ættu að vera hressir nema kannski sálarlega vegna þessa viðvarandis kreppuástands sem hér ríkir.
Kannski er lausnin á þessu vandamáli með lífríkið að rífa allar þessar virkjanir og færa landið aftur í sama form og það var árið 1800.
Launs á orkuöflunarvanda hér á landi mætti leysa með því að reisa hér kolakynt raforkuver……0
…… eða jafnvel það sem er enn betra vegna þess að það hefur ekki CO2 mengun í för með sér, nefnilega KJARNORKUVER í staðinn fyrir allar þessar vatns- og jarðvarmavirkjanir.
Ps. Hugleiðið ábendingu JR.
SGuðmunds: Á Íslandi er framleitt þreföld sú orka sem landið þarf, ef stóriðja er undanskilin. Ég hef engan heyrt leggja til að starfandi virkjanir verði rifnar. Það er hins vegar engin þörf á meiri orku. Það mætti einfaldlega leyfa stóriðjunni að hverfa smátt og smátt og nota orkuna sem þannig losnar til að mæta annars aukinni orkuþörf.
Svo er gott að hafa í huga að kreppan á Íslandi stafar ekki af orkuskorti. Og að ein helsta kyndingin undir brjálæðið sem leiddi til hrunsins var bygging Kárahnúkavirkjunar.
Rangt Einar,
Ef við ætlum að byggja hér upp velferðarþjóðfélag til framtíðar, þá verðum við að skapa aukin verðmæti.
Bróðurparturinn af verðmætasköpuninni mun koma úr framleiðslugeiranum þar sem framleidd verða haldbær verðmæti.
Þar að auki er stefnt að aukinni rafbílavæðingu.
Til þess þarf að virkja til að framleiða rafmagn fyrir framleiðslugreinarnar.
Stóriðjan mun starfa hér áfram í 50-100 ár og mala gull fyrir landsmenn, hvort sem þér líkar það betur eða verr.
Hefði Fjarðarál ekki komist í gagnið 2008, þá væri hér krónískur halli á vöruskiptum við útlönd, en ekki afgangur eins og nú er.
Það geta ekki allir lifað af ferðamennsku eða að skrifa bækur og búið til hugverk. Það hafa bara ekki allir getu til þess.
Nema að við viljum að Ísland verði láglauna ferðamannríki sem ferðamenn flykkjast til af því að hér er svo ódýrt.
Kreppan á Íslandi stafar af fjármálasukki og kaupæði nokkurra al-íslenskra „fjármálasnillinga“ sem kallaðir voru útrásarvíkingar, og keypt allt og ekkert á uppsprengdu verði í útlöndu og sendu svo landsmönnum reikninginn.
Á árabilinu 2003-2008 komu um 1.500 mia.kr. inn í samfélagið, þar af fóru einungis 200 mia.kr. brúttó í framleiðsluskapandi verkefni Kárahnjúka + Fjarðarál, svo ekki hefur þetta verið helsta kyndingin undir brjálæðið sem leiddi til hrunsins.