Föstudagur 13.01.2012 - 21:21 - 7 ummæli

Í ruslflokk?

Í tilefni af þessari frétt þykir nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram, og er „fréttamönnum“ íslenskra fjölmiðla sérstaklega bent á þetta alvarlega ástand:

Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur naumlega hangið á athugunarlista, og verið við að hrapa í ruslflokk, síðan það gerði ítrekað illilega í nytina sína á árunum 2005-2008. Á meðan ekki eru sýnilegar neinar aðgerðir til að rétta við orðstír fyrirtækisins er ekki við því að búast að matið á því hækki. Þvert á móti er yfirvofandi að það verði sett endanlega í ruslflokk ef það gerir ekki bót og betrun og útskýrir ítarlega hvernig það hefur sett fyrir þá leka sem gerðu það að rövlandi fávita á árunum fram til 2008.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Eygló Yngvadótti

    Mikið helvíti skrifar þú fallega íslensku!

    Alveg burtséð frá því að þú skrifar sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann 🙂

    Undirrituð (eða ofanskrifuð) er nefnilega málfarsfasisti og stolt af uppnefninu 🙂

  • Eygló Yngvadóttir

    … og gat svo ekki aulað nafninu mínu alréttu, hahaha (kjötfarsisti þá?)

  • You took the words right out of my mouth!

    Þessir, Fitch, Morgan Stanley og önnur „fín“ greiningarfyrirtæki voru aumingjaleg í yfirheyrslum, þegar vörn þeirra fólst í því að þrefalt A hjá Lehman, Goldman, AIG kortér í hrun, væri byggt á þeirra „skoðun“ e: opinion. Var þess vegna aldrei hægt að sækja þá til skaðabóta, vegna skoðunnar.

    En eins og bent er á í þessum hárbeitta pistli; á enginn að hlusta á þá, fyrr en þeir gera grein fyrir „skoðun“ sinni og á hvern hátt hún sé trú og traustverðugri en hinar triple A´s.

    Þreföld löngutöng á þessi fyrirtæki

  • Haukur Kristinsson

    Morgunljóst að Standard & Poor’s á að fara í „endurmenntun“.

  • Gapandiundrandi

    Mig grunar að málið sé eilítið flóknara en Einar, sá annars mjög svo glöggi maður, vill vera að láta. Það er reyndar vissulega alveg ljóst að matsfyrirtækin eru og hafa verið notuð markvisst af glóbalíseruðum og yfirþjóðlegum auðræðisöflum til ýmissa skítaverka.

    En nú -á tímum vaxandi kreppuástands- er rík ástæða til að greina þeim mun betur saur þann er úr garnaflækjunum kemur. Mér virðist að þar sé nú mislitt mjög og sitthvað í brókum matsfyrirtækjanna og túlka ég það sem svo að nú sé hafinn tröllaslagur mikill þar sem auðræðisöflin eru byrjuð að skiptast upp í stríðandi blokkir og því gerist það nú að S&P´s, Fitch´s og Moody´s finna sitthvað úr görnunum, allt eftir því hvað hæfir best til hjátrúar og hindurvitna

    Það er vert að benda á að td. Páfagarður hefur nú hafið mikla garnaflækjurannsókn og prédikar nú að S&P´s sé óguðlegt í spá sinni. Getur það verið að þar með sé Páfagarður að verja hagsmuni Ítalskra Monti fursta og franskra bankasukkara og jafnvel þann stutta Sarkozy?
    En mér hefur virst á flakki mínu milli hinna ýmsu miðla að svo virðist sem frau Angela Merkel sé ekkert svo fúl yfir þessum tíðindum frá S&P´s, enda leiðist henni ekki að rass-skella þá sem eru alltaf að skrifta og þylja Maríu bænir, en meina ekkert með því og hugsa þeim mun lostafyllri hugsanir á meðan og barna enn og aftur einhverja ítalska fótógellu. Frau Merkel er greinilega búin að tala við sína bæjara leðurbuxna drengi og líka þá á Taunusstrasse í Frankfurt. Nú blossar afbrýðisemi frau Angelu upp af fullum krafti. Hlæiði bara, en frau Angelu er ekki skemmt.

    Svona hafa stríðin byrjað í Evrópu í gegnum tíðina og nú hlær Kaninn sig alveg snældu vitlausan og kyndir undir sem skrattinn sjálfur með þrjá til reiðar.

    Er kannski stríð hafið milli mótmælenda N.-Evrópu og kaþólikka S.-Evrópu? Alla vega þætti mér fróðlegt að vita hvernig Benedikt Gröndal hefði skrifað um þá Heljarslóðaorustu sem nú er hafin.

  • Haukur Kristinsson

    Flottur texti Gapandiundrandi. Takk.

  • Gapandiundrandi

    Takk kærlega Haukur.
    Efni textans er mér reyndar óljóst en maður reynir að hafa stíl yfir textanum:-)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur