Eitt af því sem einkennir umræðu um femínisma og mál sem eru mörgum femínistum hugleikin eru staðhæfingar femínista um að rannsóknir sýni hitt og þetta, þótt sjaldan sé hægt að fá ábendingar um áreiðanlegar slíkar rannsóknir þegar beðið er um þær. Annað sem er líka algengt eru staðhæfingar um að ekki sé til neitt sem heitið geti öfgafemínismi, af því að femínismi snúist um það eitt að kynjajafnrétti sé ekki náð og að eitthvað þurfi að gera í því. Það er út af fyrir sig barnaleg afstaða að halda að ekki finnist öfgar í öllum skoðanahópum þar sem rætt er um hluti sem einhver minnsti ágreiningur er um. Hitt er líka ljóst að meðal þeirra sem kalla sig femínista eru margir sem flytja mál sitt með heiftúðugum hætti, og fá nánast aldrei skammir fyrir það frá neinum sem kalla sig femínista.
Í þessum bloggpistli eru dæmi um ýmislegt það sem er vont í málflutningi femínista. Þetta er sannarlega ekki versta dæmið sem sést hefur í íslenskri umræðu síðustu mánuði, en það er lýsandi fyrir það viðhorf að fordómar sumra eigi að ráða hegðun annarra, og eins hvernig meintar rannsóknarniðurstöður eru notaðar til að styðja málflutninginn, þótt það sem vísað er í hafi engin tengsl við það sem staðhæft er í sambandi við umræddar tilvísanir.
Í pistlinum er vísað í fjórar greinar, sem eru auðkenndar með [1], [2], [3] og [4]. Vefslóðir eru gefnar á umræddar greinar, þar sem hægt er að sjá útdrátt úr þeim en um sumar þeirra gildir að aðgangur að greininni sjálfri er ekki öllum opinn. Mér tókst þó að komast yfir allar greinarnar í heild sinni. Hér fara á eftir nokkrar úrklippur úr bloggpistlinum og athugasemdir mínar.
Margir, aðallega kynja- og kynfræðingar, hafa bent á beint samband á milli aukinnar eftirspurnar á barnaklámi og æskudýrkun annars vegar og rakstri kynfæra hins vegar[1]. Það vill auðvitað enginn viðurkenna að eitthvað sem þú gerir, á hverjum degi jafnvel, gerirðu vegna áhrifa barnakláms.
Í greininni sem hér er vísað í (merkt [1]) er ekki að finna neitt um „samband á milli aukinnar eftirspurnar á barnaklámi og æskudýrkun annars vegar og rakstri kynfæra hins vegar“, hvað þá um „beint samband“. Ég fann heldur ekki orð í þessari grein um barnaklám.
Ergó. Með rakstrinum fjarlægir þú ekki aðeins það sem ver þig gegn sýkingu heldur geturðu beinlínis búið til sýkingu með rakstrinum[2],
Í grein [2] er fjallað um tvítuga konu með sykursýki 1 í slæmu ástandi ( „poorly controlled type 1 diabetes“). Konan hafði látið fjarlægja kynfærahárin með „brasilísku vaxi“, sem mun vera algeng aðferð við slíkt, og fengið lífshættulega sýkingu í kjölfarið. Hér er fjallað um eitt dæmi, sem í sjálfu sér segir ekkert um hættuna samfara slíkri háreyðingu, auk þess sem konan var með annan alvarlegan sjúkdóm sem virðist hafa gert hana viðkvæmari fyrir sýkingum (hafi ég skilið greinina rétt).
Það er nefnilega bara einn vettvangur sem sýnir kynfæri kvenna ítrekað og hefur mikil áhrif, það er klámiðnaðurinn. Það er ekkert útúr korti að ætla klámi og klámvæðingu þessa snöggu viðhorfsbreytingu hins vestræna samfélags á rakstri kynfæra. Ekki bara vegna þess að barnaklám er eftirsótt og þar af leiðandi mjög þrautseig tegund kláms heldur líka vegna þess að einmitt um þetta leyti, í kringum aldmótin 2000, varð til gósentíð kláms og klámvæðingar[3].
Hér eru margar staðhæfingar, og engin þeirra studd rökum eða gögnum. Hins vegar er gefið í skyn að um sé að ræða orsakasamhengi milli hluta án þess að séð verði að höfundur hafi nokkra ástæðu til þess. Í grein [3] sem vísað er í er ekkert sem styður fullyrðingarnar, og alls ekkert minnst á „gósentíð“ kringum 2000, enda fjallar greinin um erfiðleika við að ákvarða aldur fólks í barnaklámefni út frá myndum.
Þegar óheilbrigður rakstur, súludans og kynbundið ofbeldi sem birtist iðulega í auglýsingum[4] er orðinn hluti af okkar daglega lífi, hluti af því sem við veitum ekki tiltakanlega athygli, er þá ekki komið gott?
Greinin sem hér er vitnað í styður alls ekki staðhæfingarnar í setningunni. Þvert á móti eru upphafsorð hennar þessi „Í þessari grein er haldið fram að orðið hafi miklar breytingar á því hvernig konur eru kynntar í auglýsingum á síðustu árum, þannig að í stað þess að þær séu kynntar sem óvirk viðföng karlkyns áhorfenda séu ungar konur nú oft sýndar sem virkar, sjálfstæðar og kynferðislega sterkar.“ („This article argues that there has been a significant shift in advertising representations of women in recent years, such that rather than being presented as passive objects of the male gaze, young women in adverts are now frequently depicted as active, independent and sexually powerful.“)
Umræddur bloggpistill er auðvitað bara eitt lítið dæmi um málflutning femínísta sem býsnast yfir heimsósóma sem ekki passar við fordóma viðkomandi. Trúlega er höfundurinn ekki þjálfaður í meðferð tilvitnana, þótt það sé auðvitað engin afsökun fyrir þeirri fölsun sem það er að vitna í fræðigreinar sem alls ekki styðja staðhæfingarnar sem þær eiga að styðja. Haldi menn að það séu bara amatörar meðal femínista sem leyfa sér slíkt er það misskilningur. Það er líka af nógu að taka þegar „fræðimenn“ meðal kynjafræðinga eru annars vegar. Hér er eitt dæmi:
Þann 8. desember var viðtal í Speglinum í RÚV við prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún lagði þar út af kjarakönnun félags viðskipta- og hagfræðinga sem haldið var fram að sýndi að laun karla innan félagsins hefðu hækkað um 1,7% en laun kvenna lækkað um 1,9%, og sagði að ljóst væri að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að leiðrétta launamun væru greinilega ekki að virka, og því þyrfti að gera eitthvað róttækara. Þar sem tölurnar eru lágar velti ég því fyrir mér hvernig staðið hefði verið að könnuninni, og hvort þessi munur í launaþróun sem hún hefði mælt væri marktækur. Ég spurði því prófessorinn hvort hún hefði kynnt sér aðferðafræðina við könnunina, og hvort munurinn væri marktækur, ef maður gæfi sér að ekkert væri athugavert við úrvinnsluna. Ég fékk stutt svar þar sem hún benti mér á frétt á mbl.is þar sem sagt var frá þessum niðurstöðum en engu svarað af því sem ég spurði um. Einnig benti hún mér á að ég þyrfti að hafa samband við félagið til að fá frekari svör. Þegar ég ítrekaði spurninguna um hvort hún hefði kynnt sér þessa könnun sem hún lagði út af í löngu Spegilsviðtali fékk ég ekkert svar.
Einhvern tíma síðar mun ég fjalla um meistararitgerðir í kynjafræði við HÍ sem ofangreindur prófessor benti mér sérstaklega á í umræðum um „klámvæðingu“. Þar eru á ferðinni ritgerðir nemenda sem umræddur prófessor leiðbeindi, þar sem fyrst er lýst yfir að höfundur sé einlægur femínisti með ákveðnar skoðanir á því sem ritgerðin fjalli um. Síðan eru tekin viðtöl við nokkrar manneskjur sem höfundurinn velur að eigin geðþótta, og vinnur svo niðurstöður úr þeim, líka að eigin geðþótta. Að lokum er því svo lýst yfir að komist hafi verið að niðurstöðum sem, merkilegt nokk, komi heim og saman við það sem höfundurinn var sannfærður um áður en „rannsóknin“ fór fram. Þetta eru ekki vinnubrögð af því tagi sem háskóli með sjálfsvirðingu ætti að hvetja til í nafni rannsókna.
PS. Ég tel jafnréttisbaráttu mikilvæga, og ég er ekki áhugamaður um píkurakstur.
Já, það er einkenni þessarar lífsskoðunar að bakka aldrei með neitt. Þessi barátta hefur sterk lífsstílseinkenni. Það er að segja baráttan er orðinn lífsstíll og skal haldið áfram hvort sem upprunalega ástæðan er til staðar eður ei. Alla vega á ég síerfiðara með að sjá tengsl milli feminisma og jafnréttisbaráttu.
Sendirðu líka spurningar á Moggann og FVH eða hafðirðu bara áhuga á konunni?
…..semsagt…lélegur eða enginn rökstuðningur….landlægt vandamál…
Enda hefur þetta ekkert með vísindi að gera, þetta er pólitískur heilaþvottur með fölskum akademískum „gljáa“ sem og atvinnubótavinna fyrir fólk úr þessum kreðsum.
Góð lesning. Færð bookmark að launum.
Dæmin um þetta eru mýmörg meðal femínista. Ég hef rætt við yfirlýst kunnáttufólk sem fullyrðir um innihald greina og skammast hástöfum. Þegar síðan er bent á að greinin segi alls ekki það sem um ræðir, eða jafnvel hið andstæða skiptir það engu máli og á ekkert að ræða frekar.
Öll gögn sem ég hef séð eftir íslendinga um mansal og vændi á Íslandi eru t.d. ótrúlega ómerkileg plögg með lítt rökstuddum vangaveltum og getgátum, en þó er látið með þau eins og rannsókn hafi verið gerð á íslenskum aðstæðum. og fullyrt út og suður.
Erlend gögn sem ekki henta er að sama skapi afskrifuð af handahófskenndum ástæðum ef niðurstaðan fellur ekki að vilja femínista.
Hreyfingin ber þess mörg merki að vera stímandi trúarhreyfing, en síður velviljuð skynsemishreyfing.
Með þessari gagnrýni á ég ekki við að það eigi að afskrifa femínisma eða hunsa hreyfinguna, heldur einmitt leggjast sem mest í vandaða heimildaöflun og gagnrýni, því ef hreyfingin er fengin til að kannast við eigin bresti og virða sannleikann eru allar líkur á að hún haldi áfram að gera meira gott en illt.
Vonandi.
Elín Sigurðardóttir, ég skil ekki spurninguna. Átti Einar að spyrja fjölmiðla hvort prófessorinn hefði kynnt sér gögnin og aðferðafræðina?
Reyndar væri kannski við hæfi að fjölmiðlar tækju upp þá venju að spyrja gervivísindamenn hvaðan þeir hafi visku sína en það er annað mál.
Flott grein og tek sérstaklega líka undir með Kristni Theódórssyni
Athugasemdir við aðferðarfræði (sem er mjög ábótavön hjá femenistum að mínu mati ) er ekki það sama og að hafna hugmyndafræði um jafnrétti kynjanna, eða hugleiðingum um byrtingamynd misréttis.
Ég vil semja frið, en ég get ekki verið til friðs á meðan ekki er hægt að treysta fólki fyrir því að fara rétt með gögn.
Auk þess tel ég að hneygð til confirmation bias sé það versta sem hver getur gert sínum málstað – og það er allt krökkt af confirmation bias fullyrðingum femenista og vali á staðreyndum
Fólk a fullann rétt á skoðnum , en það á ekki fullan rétt á staðreyndum
Mikið var þetta skynsamlega mælt hjá honum Kristni.
Dæmigerður þættingur pseudofræðanna sem sumir svamla í þindarlaust.
Er eitthvað ,,óheilbrigðara“ að raka á sér píkuna en kjammana?
Það er bara tíska.
Nema allar konurnar sem heldur vilja rakaða karla en skeggjaða séu að dekra við barnagirndina í sér.
Skegglausir karlar líkjast ungum drengjum.
Þvílíkur viðbjóður að laðast heldur að þeim en hinum sem hafa hárvöxt á eðlilegum stöðum.
Ég get ekki séð annað en að þetta sé vandamál allstaðar í umræðunni og fæ ekki séð að þetta sé meira vandmál meðal yfirlýstra feminista en annarra þátttakenda í umræðunni. Hefur þú einhverja ástæðu til að telja það?
Að gefnu tilefni.
Í pistlinum lýsi ég yfir mínum skoðunum og mínu mati á ástæðum raksturs kynfæra. Ég nota heimildir máli mínu til stuðnings, en þær ná alls ekki yfir allar þær ályktanir sem ég dreg.
Mér finnst mjög skrítið að hjóla í heimildirnar sem ég nota þar sem að pistillinn er ekki fræðileg úttekt á efninu, heldur, eins og ég segi, mínar skoðanir og ályktanir.
Þessi pistill virðist hafa hreyft við alveg ótrúlega mörgum, sem er áhugavert útaf fyrir sig. En, eins og svo oft á við þegar femínistar opna á sér munninn, þá fer útgangspunktur greinarinnar, sem er sá að við erum ekki nógu gagnrýnin á samfélagið okkar (sem við hljótum nú öll að geta verið sammála um) algjörlega fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem að sjá rautt þegar þeir heyra orðið femínismi.
Ég er nefnilega ekki að gagnrýna stelpur fyrir að raka kynfærasvæðið heldur er ég að gagnrýna samfélagið fyrir að gera þá kröfu á stelpur (og stráka) að þeirra raki kynfærasvæðið. Ég velti fyrir mér um leið hvað veldur því að svona viðsnúningur geti orðið á viðhorfum og gildismati á jafnsntuttum tíma og raun ber vitni og hvað það sé þá sem hafi áhrif á samfélagið okkar.
Mér finnst ótrúlegt hvað hægt er að hakka fólk í sig fyrir að hafa skoðanir og gagnrýna samfélagið. Sér eru nú hverjir öfgarnir.
Héðinn
Vissulega er þetta allastaðar í umræðunni, en femenísk umræða hefur (að mínu mati) stigvaxandi farið meir og meir útí mjög abstrakt og huglæg hugtök og fullyrt út frá einhverju sem er hugmyndafræði en ekki vísindi (eins og staðalímyndum), og oft fullyrt að það sé bein tenging á milli staðalímynda og ofbeldis til að mynda; Það er nánast dogma a meðal femenista – en ég hef ekki séð nein gögn sem styðja það beint nema einhver anecdotes
– Þessi staðhæfing er síðan í beinni mótsögn við þá staðreynd að ofbeldi í fyrsta heiminum (þar sem klámvæðingin hefur verið messt) hefur minnkað stöðugt í tugi ára (og það á líka við um nauðganir) samkvæmt öllum opinberum tölum sem ég hef séð (Opinber gögn sýna það og Hans Rosling og Steven Pinker hafa t.d. bent á þetta með minnkandi ofbeldi)
– Og líka að mismunun á forsendum kynferðis er messt þar sem klámvæðing er minnst (þ.e. á ákv stöðum í miðausturlöndum og Afríku)
Femenistar hafa að minu mati meir en flestir hópar á íslandi (fyrir utan Björn Bjarna og co , sem vildu stofna leyniþjónustu) stundað Alarmist pólitík studda af conformation bias og skrumskælingu á gögnum.
P.s ég er ekki að segja að klám hafi þau áhrif að minnka ofbeldi – slíkt væri rökvilla; causation og correlation er ekki sami hluturinn
Góð rannsóknarvinna hjá þér Einar. Þakka þér kærlega fyrir.
Héðinn: Ég held því ekki fram að þessi „umræðuhefð“ sé einskorðuð við femínisma, öðru nær. Hún er hins vegar mjög áberandi á því sviði.
Halla: Hvað áttu við með því að samfélagið geri „þá kröfu á stelpur (og stráka) að þeirra raki kynfærasvæðið“? Og, er það eitthvað öðru vísi og verri „krafa“ en að karlmenn raki af sér skeggið eða að konur máli sig eða plokki augabrúnirnar?
Og, finnst þér réttlætanlegt að vísa í greinar sem ekkert koma við þeim staðhæfingum sem tilvísanirnar tengjast?
Halla
Það er þetta „Samfélag“ – „sem gerir þá kröfu á stelpur (og stráka) að þeir raki sig “ í málflutningi femenista, sem ég set spurningamerki við.
Ekki að samfélagið hafi ekki mótandi áhrif – heldur að látið sé sem svo að „Samfélagið“ hafi einhver útsmoginn vilja til að móta fólk, sem síðan sé stjórnað af einhverju huldu karlasamfélagi+útsendara þess sem vinna á útlitsdýrkunar fjölmiðlum
Ég held að samfélagið, þrátt fyrir einfeldingslega tískustrauma sé miklu chaotískara og dýnamískara en lýsingar femenista beri vitni um.
Sjálfsagt samt að gagnrýna fjölmiðla og samfélagið – en mér þykir samsæriskenningartónninn hjá femenistum vera byggður á conformation bias og ílla rökstuddur
Hver segir að samfélagið geri þá kröfu um að fólk raki kynfærin sín?
Að gefnu tilefni Halla,
„Það vill auðvitað enginn viðurkenna að eitthvað sem þú gerir, á hverjum degi jafnvel, gerirðu vegna áhrifa barnakláms.“
Hefur þú enga sómatilfinningu? Er málstaðurinn þinn svo heilagur að þér finnst í lagi að saka fólk um það í stórum stíl að sækja fyrirmyndir sínar í barnaklám?
Og svo kannski önnur framhaldsspurning: Kemur einhvern tímann upp á fundum hjá ykkur andartak þar sem fundarmenn segja „Nei, stopp! Þetta er of kreisí!“?
Ég velti því fyrir mér því ég sé hvergi koma fyrir að einn feministi bremsi annan af.
Kæra Halla,
Ef þú ert bara að lýsa yfir þínum skoðunum, þá á það að koma skýrt fram. Ef þú vitnar í heimildir til stuðnings hugrenningum þínum, þá ertu að gefa í skyn að einhver hafi í raun tekið sig til og fundið þau orsakasambönd sem þú heldur fram. Einar bendir hér réttilega á að heimildir þínar tengjast hugrenningum þínum nánast ekki neitt. Því væri nær að þú breyttir pistli þínum annað hvort með því að fjarlægja tilvitnanirnar eða taka skýrt fram að þær séu ekki settar fram máli þínu til stuðnins frekar en að gagnrýna Einar fyrir sínar „öfganir (sic)“.
„öfganir“ er reyndar flott nýyrði – engin ástæða að gera lítið úr því
að raka á sér kynfærasvæðið, það er bara smekksatriði hvers og eins og ákvörðun, aldrei nokkurn tímann heyrt um einhverja kröfu að fólk geri slíkt(tilvitnun í skáldaðar persónur í sjónvarpsþáttum er ekki vitnisburður um slíkt). Fólk ræður þessu bara sjálft. Það er kannski í tízku hjá sumum að gera þetta en eru þeir að gera einhverja kröfu um að aðrir geri eins? Það er ekki svo leyfi ég mér að fullyrða. Ég held að fólk sjálft skapi þessa ímynduðu kröfu af því að það sér alla hina í kringum sig raka sig, þ.e. þetta er þá sjálfssköpuð krafa en engin krafa sem aðrir leggja á mann. Krafa sjálfs manns um að „falla í hópinn“ en þora ekki að taka ákvörðun sjálfur. p.s. sjálfum finnst mér hreinlega asnalegt að nauðraka sig þarna niðri en mér finnst í góðu lagi að snyrta sig til þarna, það á við um bæði kyn (ekki læt ég t.d. skegg mitt vaxa óhindrað og náttúrulega og mér finnst enginn hégómi að snyrta það, sama finnst mér gilda um kynfærahár) p.p.s. það er út í hött að tengja kynfærarakstur við barnaklám!
„…..semsagt…lélegur eða enginn rökstuðningur….landlægt vandamál…“
ójá :S — mýmargir „fjölmiðlar“ sem beinlínis gera út á að draga rangar ályktanir og nota rökleysu/villur máli sínu til stuðnings. Greinar sem þessar eru mjög frískandi í baráttunni gegn rökvillum í íslenskum „fjölmiðlum“.
„Ég nota heimildir máli mínu til stuðnings, en þær ná alls ekki yfir allar þær ályktanir sem ég dreg.“
Heimildir eru vandmeðfarnar … til að byrja með verður að vera rétt haft eftir höfund heimildar. Ef þær heimildir ná ekki að útskýra allar þær ályktanir sem þú tekur þá verður þú að útvega gögn eða rök sem gera það.
Ef það er hægt að draga fleiri en eina niðurstöðu úr þeim gögnum sem þú (almennt „þú“, ekki „þú“ sem ert að lesa þetta) þá verður maður að tiltaka þær ályktanir líka, annað er ábyrgðarlaust gagnvart lesendum sem meðtaka án gagnrýni — hafa ekki þjálfunina eða sérþekkinguna á því sviði til þess að geta gagnrýnt.
Takk fyrir áhugaverða grein Einar, mig langar að taka undir með Héðni og spyrja hvort það sé þín skoðun að þessi vinnubrögð sem þú gagnrýnir séu algengari hjá feministum en öðrum hópum samfélagsins. Ef svo er hefurðu eitthvað því til rökstuðnings? Án þess get ég ekki tekið þessu öðruvísi en gagrýni á þennan tiltekna höfund….og svo alment til annara: hittast feministar á skipulögðum fundum? Ef maður hittist ekki á skipulögðum fundum er maður þá ekki feministi?
Já, Hildigunnur. Það eru til feministafélög og hún Halla er einmitt formaður feministafélags HÍ. Það hljóta að vera fundir þarna. Hvers konar félag er þetta annars og almennt önnur femimistafélög?
Auðvitað getur þú verið feminsiti án þess að vera í skipulögðum félagsskap. Vertu ekki að snúa út úr.
Þessi grein þín, Einar, er til algjörrar fyrirmyndar.
Hvers vegna andmæla ekki fleiri fræðimenn þessum ósköpum sem enga skoðun standast og eru Háskóla Íslands til vansa?
Ég er sammála þér Einar þessi grein er mjög léleg. En þessi vinnubrögð höfundar einskorðast alls ekki við feminísta. T.d. virðast fæstir íslenskir blaðamenn kunna að túlka rannsóknarniðurstöður. Femínistar eru allskonar.
Ég hef verið afar hugsi lengi um notkunina á orðunum ,,fræði“, ,,vísindi“ og ,,fræðimennska“ í sambandi við nokkrar greinar sem eru ,,kenndar“ við HÍ og víðar.
við sem höllumst að ,,raungreinum“ skiljum ekki á köflum hugtakanotkun þeirra sem hika ekki við, að kalla sig ,,fræðimann“, vísindamann“ eða annað sem vekur traust manna á, að grunngildi ,,rannsókna“ þeirra hafiv erið vísindalega meðhöndluð og það sem tekið er til skoðunar, hafi verið rýnt og vegið eftir vísindalegum reglum þar um, líkt og notað er við tilraunir í Raunvíindum.
Einmitt svona ,,fræðimenn“ gjaldfella mjög orðið vísindi, sem er vont í þeim heimi, sem einmitt þarf vísindi til að aðstoða okkur við, að halda lífi hér til nokkurrar framtíðar.
Er það rétt skilið hjá mér að punktur greinar Einars sé: að undirliggjandi ástæða þess að íslenskir feministar geti ekki ástundað vísindaleg vinnubrögð megi rekja til þess að kynjafræðin er einfaldlega pseudoscience?
Það sem mér finnst samt merkilegt við þessa grein er að þarna kemur bersýnilega í ljós hversu „samfélagslega“ þenkjandi höfundurinn er. Hún virðist trúa því að samfélagið sé með sjálfstæðan vilja og sjálfstæða hugsun, sameiginlegt siðferði sem tengir alla einstaklingana saman í einhverskonar ‘beehive’. Þannig að ef að nokkrir einstaklingar einhverstaðar í sínu horni eru að horfa á barnaklám, en menn eru ekkert að auglýsa að þeir stundi þá iðju, enda ekki almennt samþykkt sem áhugamál. Að þá hefur þetta áhorf á barnaklám hjá þessum fáu einstaklingum einhver kosmísk áhrif á allt samfélagið þannig að samfélagið í heild hallar meira í áttina að „normalíseringu“ á barnaklámi. Þetta er í raun mjög merkilegt að fólk líti samfélag manna þessum augum.
Jón Óskarsson
Kynjafræði er undirflokkur í félagsfræði, og marg áhugavert sem hefur komið frá félagfræðingum
En félagsfræði sem slík (og þá sérstaklega undirflokkar hennar) eru mjög ómótuð vísindi og stutt kominn á leið.
Það virðist líka að vera að þeir sem útskrifast með gráður úr félagsfræði fari aðalega í opniber störf og pólitík (og stundum í markaðs og PR störf), allavega allt störf sem snúa að allt öðru en vísindum – en sjaldnar fara þeir útskrifuðu í rannsóknar störf – og það kann að útskýra afhverju lauslegar kannanir úr félagsfræði eru svona oft notaðar sem einhverskonar „sannanir“ fyrir réttmæti pólitískra skoðanna
Það er löngu orðið ljóst að mínu viti að það þarf að vera vitundarvakning fyrir því að félagsfræði er ung grein sem aðalega er nothæf sem áróður og frekar lítið sem gögn til að byggja frekari rannsóknir á (sem er eðli vísinda)
*notuð átti þetta að vera í næst síðustu línu – ekki „nothæf“
Gunnar,
Þakka útlistingu þína á félagsfræði. En þú kemur hálf aftanað punkti mínum í fyrri athugasemd, sem var að mér þykir höfundur pistils full keikur þegar hann dregur vísindaleg vinnubrögð og undirstöður heillar fræðigreinar í efa.
Þú bætir þó heldur í, og þykir mér skoðun þín á því í hvað félagsfræði er nothæf ansi hreint áhugaverð.
Jón
Þú tókst ekki eftir að ég leiðrétti mig – ég meinti „notuð“ ekki „nothæf“
Auðvitað er félagfræði meir og meir nothæf eftir því sem meir og meiri óhrekjanleg gögn safnast saman – en eins og er er félagfræði sundurlaus (miðað við t.d. sálfræði, sem er önnur ung grein)
p.s enda kannski ekki skrítið þar sem félagfræði skoðar flóknustu kerfi sem við höfum fundið í alheiminum; samfélög manna
Hildigunnur: Ég held því ekki fram að þessi vinnubrögð séu algengari en hjá einhverjum tilteknum hópum. Það er eflaust hægt að finna hópa þar sem umræðuhefðin er enn verri að þessu leyti, og ég tek sannarlega undir það að íslenskir fjölmiðlar eru, með örfáum undantekningum í hópi fréttafólks, hryllilegir að þessu leyti.
Ég hika samt ekki við að segja að ég hafi séð mjög mikið af svona afstöðu meðal þeirra í umræðunni (á netinu og í öðrum fjölmiðlum) sem kalla sig femínista. Mér sýnist það líka vera algengt að þeir sem leyfa sér að gagnrýna femínista málefnalega fái yfir sig gusur af vandlætingu og heiftúðugum ásökunum um alls konar ósóma. Slík viðbrögð eru jafnréttisbaráttu ekki til framdráttar, og þetta mun varla breytast nema við þorum að benda á það sem aflaga fer í umræðunni.
Auðvitað eru þessi skrif Einars bara hatursviðbrögð kvennhatandi klámfíkils sem er óttasleginn yfir því að missa not sín af líkömum kvenna. Hann er hér að leggja blessun sína yfir barnaníð, nauðganir og launamisrétti kynjanna og hlýtur að vilja að dóttir sín verði klámstjarna, fatafella, og vændiskona 😉
Allt gott í þessum heimi hér hefur komið frá feministum, 0g því fráleitt að segja nokkurn tíma nokkuð sem mætti skilja sem gagnrýni á þeirra málflutning.
Nákvæmlega, Sigurður Óli.
Ég hef nú ekki hvatt mér hljóðs um þetta áður en málið er að ég og mín fjölskylda höfum skyndilega áttað okkur á að við erum búin að fá upp í kok af þessum þvættingi.
Gott væri ef fólk sem vitnar í vísindagreinar, þegar það er að fabúlera út í loftið, tæki fram að tivísanirnar séu aðeins skraut en ekki ætlað að gefa til kynna að um heimildir sé að ræða.
Mér finnst mjög merkilegt að sjá alla þessa karla fjalla um píkurakstur og gaman að sjá viðhorf þeirra. Ég verð að taka undir þá fullyrðingu Höllu og fleiri að það sé mjög mikill þrýstingur á konur að raka á sér píkuna, hvað karlarnir þykjast vita um það veit ég ekki. Þetta finn ég sjálf, það er þrýstingur bæði frá öðrum konum sem gera það og spurja hvort manni finnist ekki sóðalegt eða ógeðslegt að raka sig ekki og líka frá mörgum körlum/hjásvæfum. Ég bendi á þekktan aðila sem hefur skrifað vinsælar bækur um „mannasiði“ og fleira og segir fullum fetum að það sé ógeðslegt ef karlar og konur raki ekki á sér kynfærin. Ég hef prófað þetta og upplifað inngróin hár sem Halla nefnir og fleiri óþægindi. Ég upplifi mikla tengingu við klám og þá sérstaklega barnaklám. Mér finnst ekki það sama að raka sig í andlitinu, fótleggi eða undir höndunum og að raka kynfærasvæðið. Ég er ekki að segja að það sé rangt og fólk getur auðvitað gert það sem því sýnist, en það er bull að halda því fram að það sé enginn þrýstingur, sérstaklega á konur, að uppfylla þessi nýju „norm“.
Annars auglýsi ég eftir vandaðri íslenskri rannsókn eða heimildaritgerð t.d. um kynhlutverk, kynbundið ofbeldi, vændi, mansal, hlut kvenna í fjölmiðlum, áhrif kvenna í pólitík eða stöðu kvenna á vinnumarkaði, sem gerð hefur verið af kynjafræðingi og/eða yfirlýstum feminista. Ég hef ALDREI séð vandaða fræðilega umfjöllun frá manneskju sem hefur komið nálægt kynjafræði í HÍ og/eða skrifar út frá femninsku sjónarhorni.
Halla.
Þegar einmitt greinar eru skrifaðar sem áliktanir og skoðanir sem trufla fólk er ekkert meira eðlilegt en að þær skoðanir séu ræddar og gagnrýndar, þú þerft ekki að ákveða að þetta sé áras á þig heldur getur þú kosið að þú sért að fá feedbakk á áliktanir og rætt málin út frá þeim.
Ef þú ákveður hinsvegar að taka þessu sem svo að fólk sé á móti femínisma og þú ákveður að taka þessu persónulega ertu að reyna að láta femínisma taka ábyrgð á þínum skrifum.
Kæra Sif,
Atvikasögur úr eigin lífi eru ekki rannsóknarniðurstöður. Það má vel vera að þú finnir þennan þrýsting „á eigin skinni“ en það eru ekki rannsóknarheimildir um orsakasambönd í þessum heimi. Grein Einars snýst ekki um neitt annað en að benda á að Halla noti heimildir kolrangt, og er hann ekkert að segja um það hvort konur eigi að raka eður ei.
Það er val hverrar konu hvort hún gerir slíkt, og við eigum að gefa okkur það að konur almennt geti haft vit fyrir sjálfum sér í þeim málum. Við eigum að gefa okkur að konur séu gáfaðar og upplýstar almennt, frekar en að gefa okkur að þær séu svo heilaþvegnar og vitlausar að þær þurfi að „verja“. Enn síður eigum við að nota fullkomlega ótengdar heimildir þeirri verndarstefnu til stuðnings.
Einar: þú hefur oft sýnt það að þú fattar ekki hugvísinda- og félagsfræðirannsóknir. Þú agnúast út í heimildir og segir textann fyrir framan heimildavísunina ekki koma úr heimildinni; þetta sé einhvers konar svindl. Það er misskilningur. Tilgangur vísana er ekki að gefa til kynna að allt sem komi fyrir framan vísunina sé þaðan. Ef þar kemur eitthvað fram sem ekki er í vísuninni, þá er búist við því að það sé skoðun eða túlkun höfundar.
Þú virðist ekki skilja að það sé til neitt sem heitir skoðun eða túlkun höfundar, eða ef svo er, þá eigi það ekki rétt á sér, hvað síst þegar höfundur er kona.
Ef þú tengir rakstur á kynfærum við barnaklám þarft þú að fara að taka til í hausnum á þér Sif.
Ef þér er illa við að raka þig í klofinu þá skaltu bara sleppa því og ekki láta Gillz segja þér hvað þú átt að gera. Hver kemst að því? Hugsanlega sundvinkonur þínar og kærasti. Varla færu þau að slíta slíku sambandi vegna þess.
Það er ekki fullorðnu fólki sæmandi að nota hópþrýsting sem afsökun fyrir því að gera eitthvað sem það langar ekki til.
Sif
Ég efast ekkert um „þrýstinginn“ – hef alveg tekið eftir þessari tísku sjálfur og það kæmi þér eflaust á óvart hversu margir karlar raka á sér punginn (meiri hluti vina minna, sem eru messt miðbæjarrottur með listnámsgráðu (áður en þú ímyndar þér Gillz)- hafa gert það eða gera það reglulega)
Að sama skapi segja margar konur að það sé ógeðslegt þegar karlmenn eru með hár á bakinu og of mikið ´´a bringunni og etc.. þær hafa fullan rétt á því þótt mér þyki þær vera petty – enda ræður fólk ekki svo mikið við hvað það er sem höfðar til þeirra á djúpu kynferðislegu level-i (það hefur mikið með undirmeðvitund að gera)
En þetta hefur lítið sem ekkert með kúgun á konum að gera, þetta er bara tískustraumur sem bitnar meir á einum en öðrum (miðað við gen ekki kyn)
Og að halda því fram að þeir sem hafi einhvern tímann fengið standpínu við að sjá skollótta píku séu meðvitað eða ómeðvitað að stuðla að barngeringu (þó eflaust sé það til í dæminu) er hlægileg fjarstæða – sirka bát jafn fjarstætt og konur sem vilji ekki menn með skegg séu að gera það sama
Þetta er tíska og ekkert meira pólitískt en það
Þorsteinn
Ég veit ekki hvar þú hefur lært þessa aðferðarfræði sem þú vísar í, (bókmenntarfræði ?) en ef þetta er í raun það sem þér var kennt þá ætti að leggja niður þá kennslu – eða í öllu falli ekki að gefa neinar gráður sem stendur meira credential á en „bréfskóli í almennum kjaftafögum“.
Það getur vel verið að svona aðferðarfræði eigi við í bókmenttafræði eða listfræði, en þegar einhver kemur með fullyrðingu sem einhverkonar eigindalegri staðreynd um samfélag okkar, (sem btw er vísndaleg fullyrðing uppað þónokkru marki) og notar heppilega úrdrætti úr greinum sem segja nánast það andstæða við það sem maður vill koma á framm færi í sinni grein – þá er það ekkert annað en skrumskæling – og afbökun á allt sem heitir heimildarvinna og vísindi
Vísindi eru ekki kappræður.
– ekki einu sinni félagsvísindi
Og btw Þorsteinn
Ef þetta er aðferðarfræði sem er kennd einhverstaðar (sem ég efast stórlega um ) þá er basically verið að kenna fólki að stunda það sem heitir confirmation bias
Það er varla til meira eitur hvað varðar að eyðileggja niðurstöður og útkomu rannsókna, heldur en conformation bias (staðfestingarvilla)
Sammála Sveini Ómari: „afbökun á allt sem heitir heimildarvinna og vísindi“
Björn Leví, þetta er fullkomlega gild gagnrýni hjá þér… á ritrýnda vísindagrein. Eða meistararitgerð. En þetta er ekkert slíkt. Hvers vegna dregurðu vísindareglustikuna aðeins út fyrir greinina hennar?
Hér, í nákvæmlega þessari grein sem þú kommentar á, eru mýmargar staðhæfingar sem hafa ekkert á bak við sig. Nokkur dæmi:
„Eitt af því sem einkennir umræðu um femínisma og mál sem eru mörgum femínistum hugleikin eru staðhæfingar femínista um að rannsóknir sýni hitt og þetta, þótt sjaldan sé hægt að fá ábendingar um áreiðanlegar slíkar rannsóknir þegar beðið er um þær.“
Citation needed. Hvar get ég séð gögn sem sýna að þetta er eitt af því sem einkennir umræðu um femínisma? Og hvar er tölfræðin sem sýnir hversu oft femínistar staðhæfa að „rannsóknir sýni hitt og þetta, þótt sjaldan sé hægt að fá ábendingar um áreiðanlegar slíkar rannsóknir þegar beðið er um þær.“? Hversu oft hefur höfundur beðið um áreiðanlegar slíkar rannsóknir, og verið synjað? Og hver er skilgreiningin á „áreiðanlegri“ rannsókn?
Og þetta er bara fyrsta setningin.
„Annað sem er líka algengt eru staðhæfingar um að ekki sé til neitt sem heitið geti öfgafemínismi, af því að femínismi snúist um það eitt að kynjajafnrétti sé ekki náð og að eitthvað þurfi að gera í því.“
Ég hef alveg misst af tilvísun hér í rannsóknir sem skilgreina þessar staðhæfingar sem höfundur nefnir, og sýnir hversu algengar þær eru miðað við aðrar tegundir af staðhæfingum.
„Hitt er líka ljóst að meðal þeirra sem kalla sig femínista eru margir sem flytja mál sitt með heiftúðugum hætti, og fá nánast aldrei skammir fyrir það frá neinum sem kalla sig femínista.“
Hér vantar tilvísun í einhverskonar gögn sem sýna þetta sem er svo „ljóst“. Hvar eru rannsóknirnar?
Sérðu hvað það er auðvelt að rífa í sig texta þegar maður dæmir hann út frá hæstu mögulegu viðmiðum vísindaskrifa? Þetta var bara fyrsta málsgreinin. Það er ekki bara auðvelt, heldur líka heimskulegt því hvorug þessara greina er skrifuð fyrir Science, og enginn tilgangur í að dæma þær sem slíkar. Nema maður sé í leit að einhverju til þess að gagnrýna.
Hvers vegna valdirðu annars að benda á vísindalega formgalla greinarinnar hennar, en minntist ekki orði á alla sömu gallana sem eru í þessari grein?
Sveinn Ómar. Ég er ekki sammála því að tíska sé eitthvað einangrað fyrirbæri sem ekki kemur „samfélaginu“ við. Tíska er hápólitísk. Tíska er fyrirbæri sem mótar mjög hugarfar fólks og sérstaklega unglinga.
Jón Skafti Gestsson. Ef þú sérð ekki tenginguna á milli nauðrakaðara píka á fullorðnum konum og barnaklámi þarftu að draga hausinn á þér upp úr sandinum.
Sigurður Óli. Þú tekur sem sagt ekki mark á neinu sem þú upplifir persónulega nema einhver hafi rannsakað það í þaula og gefið út í vísindatímariti?
Eva Hauksdóttir. Þú hefur ALDREI séð vandaða umfjöllun á neinu sem kemur frá manneskju sem skrifar út frá femínisku sjónarhorni? Getur verið að þú sért blinduð af andúð og viljir ekki sjá?
Fullorðnar konur eins og ég gera auðvitað það sem þeim sýnist og láta ekki kúga sig til þess að raka sig að neðan ef þær vilja það ekki. En mjög margar unglingsstúlkur láta undan þrýstingi frá heimskulegum og vondum fyrirmyndum. Þess vegna er þessi umræða mjög þörf og mér finnst að fleiri konur og karlar ættu að ræða píku- og punghár opinberlega.
Salvar Þór Sigurðarson: Halelúja!!
Ok sif
en geturður verið sammála um að allir pólitískir hópar ( þar sem meðlimir eru með hár einhverstaðar á líkamanum) geti haft jafn mikið að kvarta yfir tísku
Ef svarið er já (sem það er auðvitað) þá er þetta ekki pólitískt að því leiti að það halli á femenísk sjónarmið – og það var það sem ég meinti með „ekki pólitískt“ – þú mátt kalla þetta þverpólitískt mín vegna (soldið silly)
En auðvitað getur hneykslunargjarnt fólk gert pólitík úr öllum fjandanum, og histerískt fólk séð allan fjandan sem árás á persónu sína
Að halda því fram að almenningur sé að horfa á barnaklám, og undir áhrifum af því, er nú alveg út í hött. –
En Lolíta hefur alltaf verið vinsæl. Stúlkur seldar og giftar við fyrstu blæðingar á plánetunni, allt fram á okkar daga. Hreinar, ferskar og hárlausar. Barnagirnd kallast það í dag, þar sem stúlkur eru taldar til barna allt að 18 ára aldri. Barnalegar konur þykja mest sexý. Margar konur svelta sig til að líta út eins og börn. Eða gera sig kjánalega „barna“legar og „ósjálfbjarga“ og tala eins og 5 ára stelpur til þess að vera sexý og girnilegar. Margir karlar „yngja upp“ hjá sér á miðjum aldri og fá sér þá konur á aldur við dætur sínar. Og í dag eru þær yfirleitt rakaðar og mjúkar eins og barnsrassar. Heppnir! 😉
Salvar, Einar skreitti bloggfærsluna sína ekki með fölskum tilvísunum. Þar er munurinn. Það dettur engum í hug að hér sé einhver skipulögð rannsóknarvinna að baki eins og eðlilegt er að álykta þegar maður sér tilvísanir.
Varðandi greyið unglingsstelpurnar sem eru að raka sig til að passa inn. Þá mun hárið vaxa aftur. Það er ýmislegt annað og verra en þetta sem unglingar gera til að passa inn. Það er eðlilegur partur af því að fullorðnast. Og þú varst að kvarta yfir sjálfri þér áðan.
Kæra Sif,
Jú, en ég nota ekki mínar persónulegu upplifanir sem rök fyrir því að ákveðin orsakasambönd haldi í þessum heimi fyrir alla aðra bara af því að ég upplifi eitthvað.
Þykir leitt að þú heldur enn að fólk sem kýs að gera annað við líkama sinn en það sem þú kýst hljóti að vera óþróskað. En hvað hefur þú fyrir þér í því að margar unglinsgsstúlkur láti undan þrýstingi í þessum málum? Veistu eitthvað um það annað en flökku- og atvikasögur?
Sivala
Já það er alveg satt – það leynast fullt af erkitýpum í undirmeðvitundinni – og gerðu það langt áður en klámvæðingin eiginlega hófst – og langt áður en fjölmiðlar „sem útsendarar útlitsdýrkunnar“ hófu sín störf
Það pirrar mig ekkert að slíkt sé rætt, nema þegar það er rætt svona ofboðslega selectíft til framdráttar einhverjum vafasömum pólitískum fullyrðingum
Ég hélt að hárin væru rökuð af, í klámmyndunum, til þess að athöfnin sæist betur! =)
Það passar, ég var einmitt að spá í að vera ósammála ykkur báðum sem Conformation Bias og nöttara öfgar tveggja kvarða. Neither one of you make sense to me, ekki góður pistill hjá henni, ekki góður pistill hjá Einari.
Sleggjudómar, fávísishroki, pseudo-logic.
(að þið skulið nenna þessu)
Og jú, þetta er rakað til að það sjáist betur í myndinni. Ég meina, ekkert effin illa lýst hairy stuff í mínu klámi takk fyrir. That goes for you too guys 😀
Kannski má athöfnin bara líka sjást betur í hjónarúminu.
Sveinn Ómar.
Nei, ég get ekki verið sammála um að allir pólitískir hópar geti haft jafn mikið að kvarta yfir tísku. Bara alls ekki. Tíska hefur mun meiri áhrif á líf kvenna en karla. Það er miklu meiri þrýstingur á konur að uppfylla allskonar tískustrauma, sérstaklega varðandi útlit. Við eigum að vera mjóar eins og unglingsdrengir en með risastór brjóst, við eigum að vera með rakaða píku og nota föt í stærð 0. Þessi skilaboð eru útum allt og dynja á manni frá því að maður byrjar sem unglingsstelpa að taka eftir umhverfinu, auglýsingum, tísku, fyrirmyndum (úr tónlist, tísku o.s.fr.)
Því miður verða fullorðnar og vel gefnar konur líka fyrir áhrifum af tísku. Fullorðnar og vel gefnar konur hafa fullyrt við mig að ég verði að vera mjó til að geta talist falleg. Sama gildir um píkuraksturinn.
Þú getur auðvitað stimplað mig sem hneykslunargjarna eða histeríska, en það er ekki sérlega málefnalegt og kemur umræðuefninu ekkert við.
Ég hef heldur aldrei haldið því fram „að þeir sem hafi einhvern tímann fengið standpínu við að sjá skollótta píku séu meðvitað eða ómeðvitað að stuðla að barngeringu“. Mér þætti vænt um að þú sért ekki að setja mér orð í munn. Það sem ég sagði er að ég sé augljós tengsl á milli tískunnar að fullorðnar konur raki á sér píkuna og barngeringar á konum í klámmyndum. Áhorf á klámmyndir hefur snaraukist síðan ég komst af barnsaldri, bæði hjá konum og körlum. Þú þarft ekki að vera vísindamaður eða illa innrættur til að geta séð tenginguna þarna á milli.
Varðandi þennan skemmtilega frasa „confirmation bias“ sem er hent fram hérna hægri vinstri, þá get ég ekki betur séð en að málflutningur manna og kvenna í þessum athugasemdakerfi um verklag femínista annars vegar og vægi hug- og félagsvísinda hinsvegar geti kallast nokkuð annað – það að mynda sér skoðun og finna síðan rök fyrir téðri skoðun.
Og varðandi allt þetta tal um fræðimennsku og gervifræðimennsku o.s.frv., þá stunda ég sagnfræði við Háskóla Íslands og af því að dæma hvernig þið ætlist til að farið sé með heimildir, og vanskilningur margra hérna á fræðilegum hugtökum og hugtakamengjum, sem og gildisfelling á hug- og félagsvísindum eins og þau leggja sig, þá get ég ekki dregið aðra ályktun en að stór hluti þeirra sem hér deila hafi aldrei stundað hugvísindi eða félagsvísindi (eða bara akademísk vísindi yfir höfuð), og viti því hreinlega ekkert hvernig fræðin eru stunduð þessa dagana í menntastofnunum landsins.
Sigurður Óli: Getur þú bent mér á sannanir fyrir því að unglingsstúlkur verði ekki fyrir áhrifum frá tísku?
Þú lifir sem sagt í eigin heimi og getur engar ályktanir dregið um lífið almennt út frá því sem gerist í þínu eigin lífi eða því sem þú upplifir persónulega. Það er nú bara sorglegt.
Ólíkt því sem gerist með kynhár kvenna er augljóst að sumir karlar velja að raka kynhárin af kjömmunum á sér.
Sumum vinkonum mínum finnst það hot.
Pervertar.
Kæra Sif,
Er semsagt sönnunabyrðin komin á mig? Það er undarlegt. Ég fullyrti aldrei neitt um orsakasambönd. Það ert þú sem gerðir það, og fullyrtir svo að margar stúlkur létu undan þrýstingi vegna óþroska eins saman. Því er sönnunarbyrðin þín megin.
Ég lifi í eigin heimi, það er satt. En ég nota ekki mínar eigin upplifanir einar saman sem sannanir á orsakasamböndum, og til vitnis um að það sem gildi um mig gildi um alla aðra.
Sif
Þegar ég talaði um hneykslunargirni og histeríu þá var því ekkert sérstaklega beint til þín, heldur til umræðunnar – og standpínu commentið var ekki heldur beint gegn þér, heldur greininni sem Einar gagnrýnir
Jújú, tengslin eru full augljós oft – en eins og ég sagði hérna fyrir ofan , – það leynast fullt af erkitýpum í undirmeðvitundinni – og gerðu það langt áður en klámvæðingin eiginlega hófst – og langt áður en fjölmiðlar „sem útsendarar útlitsdýrkunnar“ hófu sín störf
Það pirrar mig ekkert að slíkt sé rætt, nema þegar það er rætt svona ofboðslega selectíft til framdráttar einhverjum vafasömum pólitískum fullyrðingum.
Ég ætla ekki að metast við þig um hvort samfélagið hafi meiri áhrif á stráka eða stelpur – það eflaust sveiflast frá degi til dags og frá ári til árs, og byrtist á ýmsann hátt, ekki bara í formii tískublaða – það er allavega alveg á hreinu að slíkt væri aldrei hægt að mæla , og að harmakvein pólitískra hópa og þeirra selectívu „rannsóknir“ gefa litla sem enga vísbendingu þar um – sérstaklega ekki þegar þær eru ílla rökstuddar.
Mér fynnst það líka sly aðferð við að afla hugmyndum sínum fylgi að tala alltaf um „tengsl“ en ekki skýrskota hvort verið er að meina orsaka tengsl eða bara correlation – Það liggur líka í hlutarins eðli að ef femenistar væru bara að meina correlation þá væri það bara fullyrðingar útí loftið, því að allir sem hafa farið í einn tíma í félagfræði 101 vita að það eru fösst correlation á milli fullt af hlutum sem engin orsaka tengsl eru á milli, og því myndu þessi „tengsl“ ekki segja okkur neitt.. ‘Eg tel mig þessvegna fullvissan um að femenistar eru nánast alltaf að ýja að orsaka tengslum – sem þá er í beinni mótsögn við opinber gögn um glæpi og hvað annað
Glæpir hafa í fyrsta heiminum minnkað stöðugt í yfir 35 ár – og þar með talið nauðganir (sem femenistar segja að séu að aukast vegna klámvæðingar) og það þrátt fyrir mikillar aukningar almennrar meðvitundar á því vandamáli
Það er alltaf erfitt að tala um barnamisnotkun hvað þetta varðar því það er erfitt að greina hversu mörg mál koma til kasta – en í glæpafræðinni (criminology) er yfirleitt því haldið fram að það sé í það minnnsta jafn erfitt að breita venjulegum manni í mann með barnagirnd, eins og það er erfitt að breyta straight manni í gay, eða vice versa
Mér finnst báðar greinarnar mjög áhugaverðar. Flott að fá gagnrýni úr mörgum áttum. Ég er með eina spurningu til Einars:
Ef þú telur jafnréttisbaráttu mikilvæga, og ert ekki áhugamaður um píkurakstur. Er þá eitthvað í greininni hennar Höllu sem þú ert sammála og gætir þú kannski skrifað einn flottan pistil um stöðluð kynhlutverk og staðlaðar kynjaímyndir? Ég hef líka verið að pæla í því hvað sé skaðleg karlmennska og skaðlegur kvenleiki.
Andrea
Félagsvísindi eru flaky og erfið vísindi til að eiga við af tveimur augljósum ástæðum,; þau eru ung – og þau taka stórt uppí sig (þau rannsaka flóknustu kerfi í heimi, í rannsóknarstofu (heiminum) þar sem ekki er sérstaklega auðvellt að endurtaka tilraunir undir rigid aðstæðum – sem er hornsteinn vísindalegrar aðferðar)
http://www.youtube.com/watch?v=IaO69CF5mbY
Þessi maður er btw líklega einn af þremur merkustu vísindamönnum 20 aldarinnar, þannig að það er ekki eins og gagnrýni gagnvart þeim sem leggja ofurtrú á félagsvísindi sé eitthvað sem var fundið upp á þessum spjallvef
P.s ef Háskólinn telur að aðferðarfræði Höllu sé til fyrirmyndar , þá er eitthvað mikið að á þeim bæ
p.p.s ef þú sérð einhverstaðar vísbendingar um conformation bias , þá skaltu benda á það eins og hefur margoft verið gert varðandi málflutning Femenista – Það lenda allir í því að vera hlutdrægir – en að kenna hlutdrægni og kalla það fína aðferðarfræði að vera selectífur er miklu alvarlegara mál heldur en ómeðvituð mistök
Salvar: Hérna hef ég nokkra möguleika.
Ég get sagt skoðun mína á málinu og látið þar kyrrt liggja, það er ekki mjög gagnlegt fyrir umræðuna en skoðun er skoðun.
Ég get sagt skoðun mína og rökstutt af hverju (án heimilda), þá er allavega hægt að benda á rangar ályktanir út frá einhverjum gögnum.
Ég get sagt skoðun mína og vísað í heimildir, það er nákvæmlega það sama og að rökstyðja nema þú notar rökstuðning þriðja aðila máli þínu til stuðnings. Ef hins vegar þú misskilur þann rökstuðning þá ertu einfaldlega að ljúga upp á þann sem þú fékkst heimildina frá. Þess vegna er heimildavinna (innan og utan vísinda) nákvæmnisvinna … og vandmeðfarin.
Mér er nákvæmlega sama hver eða hvar „greinar“ eru skrifaðar. Ef þær vitna í heimildir þá er MJÖG mikilvægt að hafa þær EFNISLEGA réttar. Ég skipti mér lítið af skoðunum Einars í greininni hans af því að þær eru einfaldlega bara það, skoðanir. Þessar setningar sem þú vitnar í hjá honum eru ekki „citation needed“ nema hann hefði notað þær „staðreyndir“ í stað skoðanna til þess að rökstyðja eitthvað annað. Eins og er þá skiptir það ekki máli hvort þessar skoðanir séu sannar eða ekki, niðurstaðan er sú sama.
Það má vel vera að það skipti máli fyrir umræðuna að greinin sem Einar fjallar um sé „dæmigerð“. Það er hins vegar ekki mikilvægt fyrir umfjöllunina um ranga meðferð heimilda. Svo virðist sem margir oftúlki eilítið of mikið í femínistahluta greinarinnar þegar eini tilgangur þess hluta er í raun að setja upp hversu „landlægar“ heimildavillur eru í íslenskri umræðu.
Já, femínista staðhæfingin er kannski pínulítið óþægileg og ósanngjörn … en hún hefur ekki verið hrakin. Hversu sönn þarf hún að vera til þess að hún sé ekki ósanngjörn eða óþægileg? Segjum sem svo að í 20% greina sem eru titlaðar feminískar (eða eitthvað annað) þá sé rangt farið með heimildir. Hversu stórt vandamál er það? Nægilega stórt til þess að geta sagt „það er vandamál innan x hóps varðandi meðferð heimilda“?
Félagsvísindi eru ekki flaky vísindi af því að það er erfitt að gera tilraunir við rigid aðstæður, og af því að forspár um hegðun undir ákveðnum kringumstæðum eru ekki óbrigðular. Það væri svona eins og að segja að veðurfræði væru flaky vísindi af því að það er ekki hægt að stunda tilraunir á veðrakerfum undir ridgid aðstæðum og af því að veðurspár standast ekki alltaf.
Það eru til góð félagsvísindi og slæm. Í góðum félagsvísindum er gerður greinarmunur á atvikasögum og góðum rannsóknargögnum, gögn og staðtölur eru ekki valin eftir hentugleikum, rannsakendur fara varlega í að alhæfa um 0rsakasambönd á grundvelli gagna sinna og gera skýran greinarmun á fylgnitengslum og orsakatengslum. Gott félagsvísindafólk forðast einnig að gefa sér einhverjar niðurstöður fyrirfram áður en gögnum er safnað.
Það er til g0tt félagsvísindafólk og það er til slæmt félagsvísindafólk, svona eins og það er til gott og vont fólk í röðum líffræðinga: http://www.chicagotribune.com/health/sns-rt-us-red-wine-hearttre80b0bh-20120111,0,1759103.story
Það eitt að það finnist vitleysingar og fúskarar í félagsvísindum þýðir ekki að þau séu slæm. Það að þau séu tiltöluga ung eru jafnvel enn verri rök. Með sömu rökum væri hægt að segja að skammtafræði séu varhugaverð vegna ungs aldurs.
@Björn Leví Gunnarsson: ,,Já, femínista staðhæfingin er kannski pínulítið óþægileg og ósanngjörn … en hún hefur ekki verið hrakin ..“
Góður þessi.
Einn kjáni getur fullyrt meira en sjö spekingar geta hrakið.
Er hann þó samt og verður kjáni.
Nonni: þetta er málið með skoðanir … það er ekki alltaf hægt að hrekja þær. Það þýðir samt ekki að þær séu sannar. Það sem ég á við er að þessi skoðun skiptir ekki máli, hún er bara „uppsetning“. Hún er gölluð að því leiti að hún skiptir ekki máli fyrir afganginn af greininni og því er ekki hægt að segja að hún sé sönn út frá því.
Það vill svo óheppilega til að staðhæfingin á um femínisma og það virðist vera voðalega viðkvæmt mál á Íslandi þessa dagana, svona „politically correct“ drasl tengt því hugtaki.
Þess vegna er svo erfitt að horfa fram hjá innganginum … þó maður eigi eiginlega að gera það — í tengslum við niðurstöður greinarinnar.
Elfar
Ef ég má leggja orð í belg varðandi stöðluð kynhlutverk og staðlaðar kynjaímyndir
Mín upplifun er frekar ólík mörgum femenistum að því leiti að fyrir mér kemur „raunveruleikinn“ þannig fyrir sjónir að staðlaðar ímyndir hafi hjaðnað – Mér fynnst ég alltaf vera að sjá feitt fólk með mjóu fólki, stórar stelpur með litlum strákum, non-gay karlmenn sem flugþjóna – non-gay píur sem sendiferðarbílstjóra… konu sem forsætisráðherra og etc
Ég sé í raun ekki svo mikla stöðlun nema bara hjá þessari babyboomers kynslóð sem á bara nokkur ár eftir í eftirlaun.
Í Úvarpinu um daginn heyrði ég því fleygt að launamunur kynjanna, ef þú tækir út þessa elstu kynslóð á vinnumarkaðnum, væri ómarktækur (p.s þetta er bara eitthvað sem ég heyrði, má vel vera að það sé byggt á einhverjum skrítnum upplýsingum)
Konur eru í meirihluta í háskólanámi, þannig að það er eiginlega líklegara að launamunurinn snúist við heldur en að hann haldist á milli kynjanna (en bíðum bara og sjáum)
Hvað varðar staðlaðar ímyndir, þá er þetta líka svo mikið byggt á huglægu mati , og alveg sérstaklega þegar kemur að þessum hálfobjectívu/hálfsubjectívu atriðum eins og útliti , tísku og fasi
„Ég hef líka verið að pæla í því hvað sé skaðleg karlmennska og skaðlegur kvenleiki“
Mér þykir það dónaskapur af einni manneskju að dæma aðra vegna þess að sú seinni hefur áhuga á einhverju sem er mainstream , t.d. útliti
Þessi útlitsdýrkun varð ekki til að sjálfu sér, og hún varð ekki til útaf beinni íhlutun karlmanna – karlmenn (almennt) kaupa ekki vogue magazine, og horfa ekki á þá sjónvarpsþætti og bíómyndir sem græða messt á product placement – konur eru samkvæmt markaðsfræðinni þeir einstaklingar sem kaupa þetta…. og að kenna karlasamfélaginu um það vegna þrýstings frá þeim er ábyrgðarleysi… ekki af því að það sé enginn slíkur þrýstingur (þó ég haldi að hann sé töluvert minni en femenísk umræða kveður á um) heldur útaf því að með því að hafna þessum þrýstingi er nákvæmlega það vald unnið sem konur segjast fara á mis við…. Þá er ekki þar með sagt að einhver kona sem vill hafna þessu geti litið niður á og nýðst á konu sem hefur ekki áhuga á því , slíkt er dónaskapur af því að forsendur og umhverfi seinni konunnar gætu verið þess eðlis að það sé henni í hag að haga sér eins og hún gerir, (ekki allar konur lifa í þeim hugarheimi þar sem athafnir þeirra eru alltaf sjálfmeðvitað miðaðar við einhverja macro-social sýn hvað sé hagstæðast fyrir konur í held sinni miðað við femenískar hugmyndir) og það væri frekja í fyrri konunni að heimta að seinni hagi sér til að auka hag þeirrar fyrri.
Þetta eru mín tvo cent í bili
Sigurður Óli
Ég er ekki að segja að félagsvísindi séu óþörf eða ómerkileg – ég er bar að tala um að þau séu hlutfallslega flaky – miðað við hina vísindalegu aðferð – og ofboðslega vandmeðfarinn í pólitískri umræðu
Og það er reyndar veðurfræði líka , veðurfræði getur ekki spáð fyrir með neinni sérstakri vissu nema nokkrar vikur í framtíðina – ætli það sé ekki svipað hvað varðar spádómsgetu félagsvísindi hvað varðar þróun samfélaga, nema í sérstökum tilvikum (breytingum og ofboðslega stórum og ó-focuseruðum skala)
Bottom line hjá mér er hversu vandmeð farin félagsvísindi eru í pólitískri umræðu, ekki að þau séu ekki neins virði
Kæri Sveinn Ómar,
Þá held ég að við séum sammála um hvað séu góð og slæm félagsvísindi. Ég held einmitt að þeir sem kunni minnst í vísindalegri aðferð séu duglegastir við að alhæfa um orsakatengsl í þessum heimi, því miður, hvort sem það er í pólitískum tilgangi eður ei.
og p.s Sigurður
Skammtafræði er partur af elstu, best ígrunduðu og hörðustu tegund vísinda , eðlisfræði – þannig að mér fynnst samanburðurinn þinn ekki alveg passa
Félagsfræði er ung grein að því leiti að hún er ekki beint ofshoot af neinu öðru, á meðan skammtafræði er það
Sveinn Ómar,
Félagsvísindi er safnheiti yfir margar greinar, og eru félagsfræði þar bara ein grein. Ef við viljum fara að leita að uppruna félagsvísinda, þá má rekja hann til heimspeki F0rn-Grikkja, sem margir telja upphaf allrar vísindalegrar hugsunar (sem er svolítið vestur-centric hugmynd reyndar).
Við getum deilt endalaust um hvað sé harðasta, elsta og besta vísindagreinin með besta upprunnan, en við erum þó sammála um hvað séu vond eða góð vinnubrögð í vísindastarfi. Það er held ég mikilvægara 🙂
Björn Leví, eftirfarandi eru staðhæfingar, ekki skoðanir, í grein Einars:
„Annað sem er líka algengt eru staðhæfingar um að ekki sé til neitt sem heitið geti öfgafemínismi, af því að femínismi snúist um það eitt að kynjajafnrétti sé ekki náð og að eitthvað þurfi að gera í því.“ Þetta er ekki skoðun, annaðhvort er eitthvað algengt eða ekki. Engar heimildir.
„Síðan eru tekin viðtöl við nokkrar manneskjur sem höfundurinn velur að eigin geðþótta, og vinnur svo niðurstöður úr þeim, líka að eigin geðþótta.“ Hér staðhæfir höfundur um aðferðir ótilgreindra meistararitgerðahöfuna við val á viðfangsefnum og túlkun niðurstaðna. Engar heimildir, bara dylgjur.
„Eitt af því sem einkennir umræðu um femínisma og mál sem eru mörgum femínistum hugleikin eru staðhæfingar femínista um að rannsóknir sýni hitt og þetta, þótt sjaldan sé hægt að fá ábendingar um áreiðanlegar slíkar rannsóknir þegar beðið er um þær.“ Fyrri hlutinn má vel vera skoðun höfundar, en í seinni hlutanum staðhæfir hann að fæstir femínistar geti vitnað í rannsóknir sem styðja mál sitt. Þetta er staðhæfing, án heimilda. Kaldhæðnin virðist fara fram hjá höfundi.
Er þetta ekki dæmi um slælega heimildavinnu? Það gengur ekki að staðhæfa bara svona án heimilda, er það? Eða sleppur það ef þú ert sammála höfundi?
Sigurður
Jújú point taken, en skammtafræði var með fullt af gögnum til að vinna útfrá sem standast vísindalegt rigidity þegar hún varð til
Félagsfræði var ekki með mikið að gögnum í sinni fæðingu – og mikið af kukli
Já afsakið að ég hafi verið að rugla saman „félagsvísindi“ og „félagsfræði“
Salvar
Ég veit ekki hvort þetta er bara akademísk æfing hjá þér; en ertu virkilega að segja að fullyrðingin: “ að femínismi snúist baraum að kynjajafnrétti sé ekki náð og að eitthvað þurfi að gera í því.“
…að þessi fullyrðing sé ekki viðhöfð eins og mantra á bloggum femenista um síðustu misseri – Ég hefði haldið að enginn deildi um það?
Ég hef séð þetta úr mörgum áttum, vitaskuld var eg ekki að book-mark-a allar þær greinar … en þurfum við virkilega að deila um að þetta sé algeng fullyrðing femenista?
Auk þess fullyrða femenistar að orsakatengsl séu að milli kláms og ofbeldis – aldrei hef ég séð tilvitnanir í rannsóknir um slíkt og eins og ég hef bent margoft á hérna þá er sú fullyrðing þverrt á opinberar tölur um þróun glæpa samhliða þeim árum sem klámvæðingin hefur verið við lýði
Það er btw ekki mitt hlutverk að sanna þá negatívu að þetta sé ekki satt hjá femenistum – stórkostlegar staðhæfingar krefjast stórkostlegra sannana, og þá frá þeim sem staðhæfir.
Sveinn, ef þessi staðhæfing er svona augljóslega sönn þá ætti að vera þeim mun auðveldara að finna gögn henni til stuðnings. Og því til viðbótar klipptirðu staðhæfinguna úr samhengi, því höfundur fullyrti um algengar „staðhæfingar um að ekki sé til neitt sem heitið geti öfgafemínismi, af því að femínismi snúist um það eitt að kynjajafnrétti sé ekki náð og að eitthvað þurfi að gera í því.“ Sumsé, fullyrðingin er „Algengt er að staðhæft sé að öfgafemínismi sé ekki til.“ Ég sá engar heimildir fyrir þessari staðhæfingu.
Þetta er ekki akademísk æfing, þetta er að benda á hræsnina sem felst í að krefjast ítarlegrar heimildavinnu af þeim sem þú ert ósammála, en ekki þeim sem vill svo til að þú ert sammála.
http://www.feministinn.is/ Þetta stendur í bannernum þarna
http://www.knuz.is/ stendur til hliðar á þessari síðu
Þetta eru einkunar orð femenista og ég hef aldrei séð þau nema sem prologe á þeirri umræðu ; hversu skrítið það sé að femenismi sé gagnrýndur þegar hann er bara að berjast fyrir jafnrétti (en ekki neinni flaky hugmyndafræði)
Hræsnin væri augljós ef að Einar þættist vera að vísa í opniber gögn eða kannanir, það gerir hann ekki… og þessvegna er þetta langsótt hjá þér
Þú hefur ekki skilið það sem ég var að segja. Ég skal endurtaka það:
Fullyrðingin er „Algengt er að staðhæft sé að öfgafemínismi sé ekki til.“ Ég sá engar heimildir fyrir þessari staðhæfingu.
Og hræsnin er að hann er að staðhæfa án heimilda, í grein þar sem hann gagnrýnir annan bloggara fyrir að staðhæfa án heimilda.
Salvar: Þú veist alveg að skoðun = staðhæfing … það þýðir þó ekki að staðhæfing = skoðun.
Ég hélt að ég hefði talið þetta upp fyrir þér, þú getur alveg sett fram skoðun (sem staðhæfingu) án heimilda. Allt í lagi með það í venjulegri umræðu … þú velur sjálfur hvernig þú túlkar þá skoðun.
Ef þú notar þá skoðun sem rök aftur á móti, þá gengur það ekki alveg nógu vel.
Eins og þú segir sjálfur: „Sumsé, fullyrðingin er „Algengt er að staðhæft sé að öfgafemínismi sé ekki til.“ Ég sá engar heimildir fyrir þessari staðhæfingu.“
Það er rangt, hérna er þessari staðhæfingu fylgt með: „Það er út af fyrir sig barnaleg afstaða að halda að ekki finnist öfgar í öllum skoðanahópum þar sem rætt er um hluti sem einhver minnsti ágreiningur er um.“ … einföldum rökum. Semsagt, skoðun + rök.
Og í framhaldi: „Þetta er ekki akademísk æfing, þetta er að benda á hræsnina sem felst í að krefjast ítarlegrar heimildavinnu af þeim sem þú ert ósammála, en ekki þeim sem vill svo til að þú ert sammála.“ … fyrirgefðu, er eitthvað sem segir að ég eða Sveinn séum efnislega ósammála þeirri grein sem Einar er að fjalla um þrátt fyrir að við séum sammála honum um slæma meðferð heimilda í þeirri grein? Ef þú gerir ráð fyrir því að við séum að öðru leiti sammála tilgangi þeirrar greinar, hvað gerir það fyrir þínar staðhæfingar?
Og Einar vísar í heimildir (þ.e. heimildir Höllu) þegar hann bendir á að hún sé að skrumskæla
Hann þarf ekki frekari heimildir til að sýna frammá að þessi grein hennar er í það minnsta ein og sér grein femenista þar sem er ílla farið með heimildir og snúið útúr
P.s Ef femenismi snérist bara um jafnrétti og að rétta það af þá hefði ég ekkert á móti femenistum
Sif, hér hafa ekki farið fram umræður um píkuhár heldur umræður um aðferðafræði og heimildanotkun feminista. Hættu að snúa út úr.
Það er annars athyglisvert viðhorf að stúlkur sem kjósa að fjarlægja kynhár sín skuli gera það vegna utanaðkomandi kröfu en Gillz hljóti að vera ekki bara ábyrgur fyrir sinni eigin ákvörðun um að fjarlægja kynhár, heldur einnig ábyrgur fyrir ákvörðun ungra kvenna um það sama. Konan sem fórnarlamb, enn og aftur, ég gæti ælt.
Hér vantar læk takka til að læka það sem Salvar segir. Hjartanlega sammála.
Þorsteinn, þú veist greinilega ekki hvað heimildavinna er. Viltu vera svo vænn að afla þér grunnmenntunar áður en þú heldur áfram að tjá þig um aðferðafræði í félagsvísindum.
Eva Hauksdóttir. Þú fullyrtir: „Ég hef ALDREI séð vandaða fræðilega umfjöllun frá manneskju sem hefur komið nálægt kynjafræði í HÍ og/eða skrifar út frá femninsku sjónarhorni.“ Þetta er ekki umræða um aðferðafræði og heimildanotkun feminista, heldur fordómafull alhæfing. Hættu sjálf að snúa útúr. Ef þér er mál að æla er það sársaukalaust að minni hálfu.
Þú ert engu betri en þeir feministar sem þú hatast svo við, fullyrðir út og suður um allskonar fólk sem þú þekkir ekki, notar ljótar uppnefningar og fleira. Ég gæti bent á heimildir um slíkt en nenni ekki að fletta upp á blogginu þínu til að gera það. Þetta er ekki málefnalegur né vísindalegur málflutningur, heldur fordómafullur og óvandaður.
Ok gott og vel Salvar
Við getum allavega verið sammála um að íburðamiklar fullyrðingar krefjast íburðamikilla sannanna? (og tilvitnana)
Þannig að svo lengi sem ég get vænst þess að næst þegar fullyrt er að klám leiði af sér ofbeldi , og að staðalímyndir stjórni samfélaginu og setji okkur öllum höft, að það sé þá vísað í einhver sannfærandi gögn um það, en ekki bara gut-feeling, anecdotes og vísun í „hvað með börnin“
Ef svo þá er ég ánægður
Eva Hauksdóttir. „Þorsteinn, þú veist greinilega ekki hvað heimildavinna er. Viltu vera svo vænn að afla þér grunnmenntunar áður en þú heldur áfram að tjá þig um aðferðafræði í félagsvísindum.“
Þetta er sem sagt að þínu mati vitrænt innlegg í umræðuna um aðferðafræði og heimildanotkun femínista?
Sif
Ég er ekki að segja þetta á neinn niðrandi hátt – ég er í alvöru áhugasamur
Þ.e. ég væri endilega til í að fá linka á greinar sem teljast til cream of the crop í þessari fræðigrein af þeim sem fylgjast best með henni.
Ef einhver gæti sýnt mér grein þar sem sýnt er fram á orsakatengsl kláms og ofbeldis (sem er líklega ein stærsta fullyrðing femenista) með vísindalegum rannsóknum og tilvitnunum , þá væri það frekar mind blowing fyrir mig, og ég hefði bara gaman af
Það sem truflar mig við þessa fullyrðingu er að hún þversögn við allar opinberar tölur vestrænna ríkja (og Amnesty) síðustu 35 ár sirka – eða á sama tíma og klámvæðing hefur verið booming samkvæmt femenistum
Ef þú , eða einhver, gætir vísað á það þá væri það vel þegið
Mikið rosalega er öllum mikið um að sýna fram á að þeir viti betur en nágranninn. Annars er þetta bara fín grein.
Sæl Sif, bara benda þér á smá vandamál. Ef Eva sagði „ég hef aldrei séð“ … þá þýðir það nákvæmlega bara það. Hún hefur aldrei séð. Það þýðir ekki að slíkt hafi ekki sést.
Ef þú vilt leiðrétta hana þá væri auðveldast að benda á fræðilega umfjöllun þar sem þetta er vel og rétt gert ekki satt?
Salvar Þór, ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef beðið feminista um áreiðanlegar rannsóknir en ýmist verið hundsuð eða vísað á gögn sem sýna eitthvað allt annað en það sem viðmælendur mínir eða greinarhöfundar hafa haldið fram. Greinarhöfundur nefnir einmitt sem dæmi svar prófessors í kynjafræði við HÍ og tekur fram að hann eigi eftir að fjalla um það í annarri grein hvernig aðferðafræði sé stunduð í kynjafræðinni.
Þarf virkilega að taka fram hvað áreiðanleg rannsókn er? Hún þarf að byggja á góðum gögnum, góð lýsing þarf að koma fram á aðferðafærðinni og það þarf að útiloka að aðrar breytur en þær sem skilgeindar eru hafi umtalsverð áhrif á niðurstöðuna. Það er ekkert umdeilt hvað felst í vísindalegum aðferðum.
Skilgreininguna á því hvað feminismi er má t.a.m. finna á vefsíðu feministafélagsins og knuz.is Það fer ekki fram hjá neinum sem fylgist með skrifum feminista að þessi skilgreining er mikið notuð. Að heimta heimildir fyrir því er álíka vitlaust og að heimta heimildir fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn styðji einkaframtak.
Áfram Salvar Þór. Það þarf ekki gögn til að sýna fram á að meðal þeirra sem kalla sig femínista eru margir sem flytja mál sitt með heiftúðugum hætti, og fá nánast aldrei skammir fyrir það frá neinum sem kalla sig femínista. Það hefur verið nógu mikið í umræðunni undanfarið til að allir sem eitthvað fylgjast með, vita hvað átt er við. Vissulega þyrfti að gera tölfærðilega úttekt ef þessari grein væri ætlað að vera vísindaleg en ólíkt Höllu, er Einar ekki að reyna að ljá skrifum sínum yfirbragð heimildavinnu.
Það hefur enginn farið fram á að unglingur í HÍ standist hæstu möguleg viðmið vísindaskrifa. Eina krafan sem sett er fram í þessum pistli er að fólk stilli sig um falsanir og sjái sóma sinn í því að fara rétt með heimilidir.
Já það er rétt Sif, ég hef ALDREI séð neitt sem kemur frá íslenskum kyjafræðingum sem stenst vísindalega skoðun. Og nei það er ekki vegna þess að ég sé blinduð af andúð, heldur vegna þess að þær rannsóknir sem ég hef séð eru sérdeilis illa unnar. Getur þú bent mér á eina rannsókn eða heimildaritgerð sem er nokkurnveginn í lagi?
Sif. Auk þess óska ég eftir skýringu á því hversvegna rökuð kynfæri eru tengd barnaklámi en ekki rökuð andlit eða rakaðir fótleggir.
Svar þitt til Sigurðar Óla er varla svaravert. Þér er að sjálfsögðu frjálst að taka mark á þinni eigin reynslu en hún segir nákvæmlega ekkert um hið almenna. Á meðan engin rök hafa verið færð fyrir því að kynháratískan setji meiri þrýsting á fólk en hvert annað tískufyrirbæri, er þessi umræða um að fjarlægja skapahár sé merki um kvennakúgun, algerlega út úr kortinu.
Svar þitt til Salvars Þórs, minnir mig á annað undirlægjulegt karlasleikjusvar sem ég sá eitt sinn á knúzinu. Það var „húrra fyrir feministanum Arngrími.“ Ég gæti ælt.
Og já, einu sinni enn, sýnið mér EINA rannsókn eða fræðigrein unna af íslenskum feminista og/eða kynjafærðingi sem stenst vísindalega skoðun. Ég bið bara um eina.
Kæri Sveinn Ómar.
Dæmi um lélega heimildanotkun sem þú yrðir dreginn niður fyrir værirðu að nema sagnfræði við HÍ (eflaust önnur svið hugvísinda líka), er til dæmis það að vísa í 30 ára gamla heimild máli þínu til stuðnings (ég veit ekki hvort þú veist af því, en félagsvísindi hafa breyst töluvert síðustu 30 árin), og nota þar EÐLISFRÆÐING til að gagnrýna félagsfræði.
Í fyrsta lagi er þetta myndband gefið út 1981 og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Í öðru lagi er Richard Feynman eðlisfræðingur af gamla skólanum (f. 1918) með talsvert úrelta skoðun á vægi og eðli rökhugsunar og ákveðna ofurtrú á óskeikulleika raunvísinda. Það vill svo vel til að ég er einmitt að lesa greinasafn eftir hann, „Surely you’re joking Mr. Feynman!“, og þrátt fyrir að vera sérlega hæfileikaríkur eðlisfræðingur er augljóst við lestur bókarinnar að hann hefur hinar ýmsu slagsíður og slembidóma um hitt og þetta. Fyrir utan það að þetta er aðeins hans skoðun á félagsvísindum. Myndirðu nota þetta myndband máli þínu til stuðnings fengirðu falleinkunn í háskólanum, svo mikið er víst.
Og hvað varðar vísanir í skammtafræði sem óskeikul vísindi þá er það alrangt, það er t.d. engin leið til að afsanna strengjakenninguna og er hún því náskyldari heimspeki frekar en svokölluðum „hörðum vísindum“. Ég veit ekki betur en að Einstein kallinn hafi verið afsannaður í CERN um daginn, allt er afstætt – það að það sé erfitt af afsanna eðlisfræðikenningar þýðir ekki að þær séu réttar, það þýðir einungis það, að það er ekki ennþá búið að afsanna þær. Því segi ég live and let live, félagsfræðingar þurfa að gera ráð fyrir mun fleiri breytum en eðlisfræðingar nokkurntíman, og þó að kenningar þeirra séu oft fallvaltar (og þessvegna hefur vægi á fyrirspáarkenningar minnkað töluvert síðastliðin 30 árin innan fræðanna, það þykir ekki vænlegt til vinnings að nota kerfi í mannvísindum til að spá fyrir um þróun (nema hjá hagfræðingum því þeir munu aldrei læra)) er það eðli kenninga samkvæmt, annars væru þær ekki kenningar.
Þessi grein hefði verið ágætis úttekt og jafnvel málefnalegt innlegg í umræðuna að slepptum þessum kjánalegu alhæfingum um að allir femínistar séu svona eða hinsegin eða tali svona eða hinsegin.
Svo er nú alltaf hálfhjákátlegt að kalla saklausa gagnrýni forræðishyggju. Ekki fæ ég sé að Halla hafi verið að mælast til þess að píkurakstur yrði bannaður með lögum.
Nei, hún var bara að segja það að það væri vísindalega sannað að kynfærarakstur væri tilkominn vegna eftirspurnar eftir barnaklámi. Máli sínu til stuðnings benti hún á vísindaheimildir sem að fjölluðu síðan ekkert um það sem að hún var að tala.
Andrea
Ég notaði Feynman bara sem dæmi um að gagnrýni á þá sem taka félagsfræðirannsóknir full alvarlega miðað við hversu flókið viðfangsefni þess fags er – og til að benda á að ég væri ekkert sá fyrsti sem nefndi að félagsfræði væri líklega þau vísindi sem hvað oftast eru misnotuð (af pólitíkussum þá oftast)
Annars hefur jú margt breyst – en engar stökkbreytingar orðnar á aðferðarfræði félagsfræði
Ég er ekki haldin neinum ranghugmyndum um að ég sé að skrifa háskólaritgerð hérna btw – við erum öll bara að tala saman á netinu
Vísaði ég í skammtafræði í svari mínu til þín? mig minnti að það hefði bara verið einhverjar fabúleringar við Sigurð, frekar langt fyrir utan efnið
En þér til upplýsingar hefur strengjakenning engar tilraunir/prófanir sér til stuðnings og er kenning sem bara er til í stærðfræðiformulum – það sem er merkilegt við hana er að hún er eina heildstæða eðlisfræðikenningin (skammtafræði og afstæðiskenning passa ekki að öllu leiti saman – en strengjafræði nær að sameina þær) – en í vísindum eru prófanir framar öllu og þarafleiðandi eru skammta og afstæðiskenning ennþá góðar og gildar – þ.e. þær eru notaðar í helstu vísindalegu útreikningum
prófanageta og notagildi strengjafræði er ennþá ekkert
„Ég veit ekki betur en að Einstein kallinn hafi verið afsannaður í CERN um daginn, allt er afstætt “
Þetta er spurning um að hluti af hans fullyrðingum um hvað þyrfti til að kenningar hans væru unifying kenningar fyrir alheiminn hefur verið „afsannaður“
Ég held að þú skiljir ekki alveg hvað „afsanna“ þýðir – að þyngdarlögmál Newtons hafi verið „afsannað“ af afstæðiskenningunni þýðir ekki að við byrjum öll að fljóta útum himigeiminn – það þýðir bara að kenningar Newtons ná yfir minni hluta alheims og með minni nákvæmni heldur en nýjar kenningar – afstæðiskenning Einsteins er ennþá notuð við að stýra geimskipum t.d – þannig að ég veit ekki hvað þú heldur að þú sér að segja
Eðlisfræðikenningar eru aldrei afsannaðar eins og fjarstæður eða kukl (eins og margt í félagsfræðinn og sálfræði (phrenology t.d) ) hefur verið afsannað , eðlisfræðikenningar eru bara rammaðar inn á ákv skala þegar kenningar sem ná yfir stærri skala koma í staðinn.
Loka punktinum þínum er ég sammála að vissu leiti – Félagfræði tekur sér annsi stórann bita til að skoða – maður finnur ekki flóknari samþjöppuð kerfi en samfélög manna í öllum þessum alheimi
En hvað þitt svar hefur að gera með femenisma og fullyrðingar þeirra (utí loftið af miklu leiti) veit ég ekki
Bottom line, er – grein Höllu er ábótavön svo ekki sé meira sagt – Femenismi fullyrðir orsaka tengsl á milli kláms og tísku og ofbeldis gagnvart konum , en færa ekkert annað fram en þær fullyrðingar
vinsamlegast komið með eitthvað annað en hearsay , anecdotes, alarism-a og selectíft unnar heimildir – ef þið viljið að það sé tekið mark á ykkur
SiVala, ég hef oft gaman af að spjalla við þig. Geturðu útskýrt nánar þetta með að barnalegar konur séu kynþokkafullar? Hvernig kemur það heim og saman við „kröfuna“ um stór brjóst og straumlínulaga líkamsvöxt?
Hversu margar þessarra kvenna eru barnalegar http://www.fhm.com/girls/100-sexiest-women
hvað gerir þær barnalegar?
Sæl Andrea.
Nú erum við komin á svið eðlisfræðinnar og þá þykir mér tilefni til að leggja mína 2 aura á borðið þó ég sé menntaður í annarri grein raunvísindanna.
Ég veit að þú varst að lýsa þinni *skoðun* á vísindagildi félagsvísinda og bera það saman við eðlisfræði, skammtafræði, strengjafræði og kenningar Einsteins og vísindakenningar almennt. Því tek ég því sem þú skrifaðir og stilli því á vogarskálarnar gagnvart þremur saltkornum.
Ég er sammála þér að það sé vafasamt að dæma félagsvísindi út frá skoðunum eðlisfræðings. Ég hef margoft upplifað fordóma gagnvart „kjaftafögum“ hjá sjálfum mér og öðrum raunvísindanemendum. Hins vegar stendur gagnrýni Feynmans á lélega vísindamenn styrkum fótum. Svo virðist sem góðir félagsvísindamenn hafi ekki verið nógu margir fyrir 30 árum til að gefa góða mynd af greininni. Vonandi hefur það breyst, en 30 ár er ekki langur tími í heimi vísindanna (m.v. 500 ár frá upplýsingu).
Ég vildi bara benda á nokkrar villur í *rökunum* sem þú notaðir til að minnka hlut raunvísinda til að stækka hlut félagsvísinda. Þetta byggist á gloppóttu minni mínu og *skoðunum*, leiðréttið mig endilega ef ég fer með rangt mál.
* Strengjakenningin er ekki hluti af skammtakenningunni, heldur öfugt.
* Talið er að CERN muni sanna eða afsanna strengjakenninguna, við lifum á mjög spennandi tímum.
* Strengjakenningin er byggð á mjög sterkum grunni stærðfræðinnar, en óvíst er hvort verið sé að lýsa „Life, the Universe and Everything“ eða bara einhverju bulli. (Klassískt dæmi: Þú átt tvær appelsínur og færð tvær appelsínur frá Tomma. Hvað áttu margar appelsínur? Svar: Engar. Tommi er sterkari en ég.) Að því leiti er það rétt hjá þér að strengjafræðin sé nær heimspeki en eðlisfræði.
* Kenning Einsteins var ekki afsönnuð, mælingarnar voru víst eitthvað skrítnar og ekki var hægt að endurtaka tilraunina. (Dæmi: ég kasta appelsínu 1 meter og mæli tímann með skeiðklukku. Hversu hratt ferðast appelsínan? Svar: óendanlega hratt því skeiðklukkan mælir bara heilar sekúndur.)
* Það er bara útúrdúr hjá þér að að segja að kenning sé í öllum tilfellum bara kenning þangað til hún sé afsönnuð.
* Vísindakenningar teljast „sannaðar“ ef allar mælingar hingað til hafa fallið að kenningunni, afsannaðar ef hægt er að endurtaka mælingar sem falla ekki að kenningunni. (Nokkurn veginn.)
hehe „Allt er afstætt“. Sniðug tilvísun í Einstein hjá þér 😉
Ég er nú ekki sammála þér að rannsóknir í eðlisfræði hafi færri breytur en félagsfræði. Munurinn felst sennilega frekar í því að tiltölulega auðvelt er að safna gögnunum í eðlisfræði. Hægt er að þrusa nifteindum á sameindir í allan dag og safna upplýsingum um milljónir mismunandi ferla og árekstra. Svo er hægt að skrúfa einum búti upp í 11 og sjá hvaða munur er á þessum tveimur mælingum og meta út frá tölfræðilegum frávikum hvort það standist kenninguna.
Þetta er ýmist ekki hægt eða ótrúlega tímafrekt í félagsfræði. Eins og House segir: „fólk lýgur“.
Nifteindir ljúga aldrei. Ertu viss? Positive.
Að nefna phrenology, sem var síðast stunduð af einhverri alvöru á 19. öld, finnst mér ekki sérlega gott dæmi um það sem þú kallar „kukl og fjarstæður“ í iðkun nútímafélagsfræði. Ástæðan fyrir því að ég fór að tala um Einstein og strengjafræði er bara það að skilningur okkar á umheiminum breytist á hverjum degi, það eru nýjar uppgötvanir, gamlar og góðar kenningar verða úreltar og nýjar koma í staðin í ÖLLUM fræðigreinum sem iðkaðar eru – hvort sem það eru hin heilögu óskeikulu raunvísindi eða tilfinningastjórnuð geðþóttavísindi femínistakvensnifta (og hér er ég að vísa í gagnrýni einhvers fyrir ofan sem gerði ráð fyrir því að þeir sem aðhylltust raungreinar gætu ekki skilið gervivísindamenn félagsvísinda, eins og ein og sama manneskjan geti ekki verið raunvísinda- og hugvísindamanneskja).
En já, ef þig langar virkilega að læra eitthvað um hugmyndaheim femínisma hættu þá að hanga á netinu og farðu og lestu áræðanlega fræðimenn, í stað þess að kvarta yfir því að einhverjir bloggarar séu ekki með heimildaskrá.
Persónulega mæli ég með skrifum Sigríðar Þorgeirsdóttur, Judith Butler, Donnu Haraway og Joan Scott. Hvað varðar orsakatengsl á tísku, auglýsingum og kynbundnu ofbeldi má nefna Jean Kilbourne, en hún hefur unnið í rannsóknum um þetta efni í a.m.k. 30 ár. Þetta eru allt virtir fræðimenn sem þú getur treyst fyrir að fara rétt með heimildir.
Las þennan pistil og athugasemdir við hann með opnum huga og græddi ekki nokkurn skapaðan hlut á því! Sýndist allur málflutningur byggjast á fullyrðingum eins og „mér finnst“, „ég held“, o.s.frv. Ef þetta hafa átt að vera akademiskar umræður þá eru háskólar almennt ekki í góðum málum. Kannski hafa þessar umræður helst sýnt fram á að rannsóknir í kynjafræðum séu svo skammt á veg komnar að erfitt sé fyrir fræðimenn að draga af þeim rökstuddar og trúverðugar ályktanir.
Eva Hauksdóttir, hvar hefur þú verið að leita? Ég nefni sem dæmi fjölmargar rannsóknir eftir Gyðu Margréti Pétursdóttur.
… ad nauseum
Ad nauseam.
Ad absurdum.
Þetta er ein furðulegasta umræða sem ég hef rekist á EVER.
En hvað veit ég um rakstur kynfæra og femínisma svona yfirhöfuð.
Ja hérna. To be or not to be……
Leifur A. Benediktsson, sagði það sem ég ætlaði að segja – vá hvað umræðan er ekki á mínu plani.
MÉR FINNST…..
einstaklega gaman að sjá hversu mörgum karlmönnum er annt um frelsi mitt og píkuhára minna! Að raka eða raka ekki, það er spurningin og við henni virðist ekki vera neitt rétt svar og þykir mér umræðan hérna vera komin út í eintóma vitleysu um rannsóknar sannanir og vísinda tækni tölvurit. Hvort að þessi grein studdi mál hennar eða ekki þykir mér nú tilgangur greinarinnar vera sára einfaldur, GAGNGRÝN HUGSUN Á NORMIÐ.
Ég persónulega sem kona á tvítugs aldri er til dæmis fyllilega sammála Sif, þegar hún talar um þrýsting frá samfélaginu.
Jújú auðvitað var píkuraksturinn til komin fyrir 2000, ég man eftir því þegar ég fyrst fór að fá skapahár og var svooo stolt! Ég var frekar ung, kanski 11ára. Ég hljóp beint niður til mömmu til að segja henni hreykin að nú væri ég sko orðin kona! En fljótlega áttaði ég mig á að þetta var „ojjj“ og þá hófst baráttan við hárin illu og hef ég verið natin á raksturinn síðan þá. Aldrei hef ég nokkruntíman þorað að lifa lífinu loðin, kanski broddar en meira má það ekki vera, enda ekki til siðs.
Ég veit ekki einusinni hvort það væri þægilegt eða ekki…
En nú er ég að fara að taka þátt í uppsetningu söngleiksins Hárið (svo að gefnu tilefni langaði mig til þess að leggja orð í belg) og við erum vinsamlegast beðin um að fjarlægja engin líkamshár á meðan á sýningu stendur, þar á meðal píkuhár.
Þetta þykir mér spennandi, því nú hef ég þessa fínu afsökun þegar að fólk fer að kommenta á „ógeðslegu rauðsokkuna“ hana Ásdísi.. „nei sko þetta er fyrir leiksýningu“. Þá skilja þetta auðvitað allir að maður verður að færa FÓRNIR fyrir listina!
Svo að JÚ það er augljós félagslegur þrýstingur að vera með rakaða píku, handarkrika, fætur (og fyrir margar, læri og handleggi) og fyrir metró karlmanninn eru margar af þessum sömu kröfum möst. Tala ég þá ekki bara útfrá persónulegri lífsreynslu heldur út frá umræðum sem ég hef átt við margar konur um þetta málefni, svo er þetta líka bara „common sens“. Það sér það hver maður!
En mér finnst greinin benda á að það sé nauðsynlegt fyrir konur á okkar aldri og yngri að vera meðvitaðar um áhrif kláms. Á meðan að margir strákar (margir ekki allir) eru bara ansi stoltir af sínu typpi eru stelpur hinsvegar mjög líklegar til þess að segja, ojjj píkur, ógeð, mér finnst píkan mín ljót, blablalba. Það er alveg ótrúlegtur fjöldi kvenna sem fer í fegrunaraðgerð á píkunni!!! ég meina hvað er það!?!?!? Það er vegna þess að konur í klámi eru með „fallegar fínar, nettar og fitulausar, háralausar og guð forði okkur frá lafandi skapabörmum!“ píkur sem að þykir eftirsóknarvert að vera með (samkvæmt nútíma standörtum) Fólk þarf aðeins að stoppa og hugsa sig um hvort að þetta sé virkilega normið sem maður vill vera að stefna á…..
Og hvað er að frétta með að mega ekki vera feministi lengur, nú þýðir það hjá flestum íslendingum „helvítis kellingar pussa sem talar út úr rassgatinu á sér og vill bara ráða yfir köllum því hún fær ekki að ríða því hún er svo ljót“. En ég segi stolt að ég er feministi, svo segja kennarar mínir líka, og pabbi minn og mamma og fleira flott fólk, og öll held ég að við höfum lifað fínu tilhugalífi í gegnum tíðina, verið ansi málefnaleg og allt sem kemur út úr rassgatinu á okkur er sturtað niður.
Held líka að það sé gott að fólk skrifi um og tali um alla þessa pistla því þetta vekur umhugsun um píkur og kvennréttindi nútímans.
Vil að lokum byðja allar konur sem þetta lesa um að segja við sjálfan sig, mér finnst píkan mín falleg og frábær! 🙂
*a.t.h. ég get ekki stutt mál mitt með súluriti né vísindalegum niðurstöðum.
Mig langar til þess að endurtaka ofangreinda snilld:
„Ég veit ekki betur en að Einstein kallinn hafi verið afsannaður í CERN um daginn, allt er afstætt“
… ha haha… allt er afstætt já 😀
Svona til þess að ná aðeins utan um þessa grein og ummælin við henni:
Einar talar um slæmt ástand varðandi meðferð heimilda innan ákveðins fræðasamfélags á Íslandi (það þýðir ekki að viðkomandi fræðasamfélag sé einhvern vegin gallað, einungis að vinnuaðferðir þessa tiltekna hóps séu á villigötum).
Margir virðast misskilja þetta sem ádeilu á þennan hóp eða halda að þessi grein sé á einhvern hátt um píkurakstur. Það er einfaldlega rangt, að minnsta kosti misskilningur eða útúrdúr frá því sem skiptir mestu máli … að röng meðferð heimilda er í besta falli villandi.
Ein áhugaverð athugasemd frá Sveini Ómari: „Í Úvarpinu um daginn heyrði ég því fleygt að launamunur kynjanna, ef þú tækir út þessa elstu kynslóð á vinnumarkaðnum, væri ómarktækur“ … það væri einstaklega áhugavert að fylgja þessu betur eftir og fá heimildirnar.
Ég hef engan sérstakan áhuga á þessu hármáli nema hvað varðar hópþrýsting. Um það vil ég bara segja: Ætlar þú að dæma mig út frá því hvort ég raka mig eða ekki? Hvort ég er með langar tær eða breiðar? Hvort ég er með rautt eða grænt hár? Hvort ég sé með hár á bakinu eða iljunum? Ætlar þú í alvöru að dæma mig út frá því hvort ég raka kynfæri mín eða ekki … Þetta er einfaldlega enn eitt form fordóma sem hafa brotist út í gegnum mannkynssöguna á ýmsan máta — hatur út af öðruvísi lit, máls, skoðana eða hvað annað.
Já, mér er fúlasta fjandans alvara. Ég er að bera saman hópþrýsing á kynfærarakstur saman við kynþáttahatur og kippi mér ekkert upp við það. Mér leið illa við að lesa þetta til dæmis frá Ástu Þulu:
„En fljótlega áttaði ég mig á að þetta var „ojjj““
Þú hefur ekki rangt fyrir þér, en hver sá sem sagði þér að þetta væri ojjj er að mínu mati í sama hópi og kynþátta.. þarna. Ég ætlast ekki til þess að 11 ára krakkar geti gagnrýnt þetta.
Pælið aðeins í þessu, hvar og af hverju er þetta ojjj? Hinum norðurlöndunum? Þýskalandi, Hollandi eða Frakklandi? Innan einhverra sérstakra hópa í þessum löndum? Vitum við eitthvað um það?
Það sem meira er, EF það er ekki ojjj í svona sambærilegum löndum þá getum við alls EKKI fundið upp einhver tengsl á milli kynfæraraksturs og barnakláms eða hvaða tenging sem þetta var nú sem var gerð. Ástæðurnar (ef ekki ojjj í sambærilegum löndum) eru þá „sér“íslenskar (takið eftir gæsalöppunum — þessu ber að taka með miklum fyrirvara)… sem út af fyrir sig væri mjög áhugavert.
Allavega, vinsamlega efist. Spyrjið „af hverju“ ef eitthvað er óskýrt.
Ásdís: Þú ert bara að setja fram skoðanir þínar og reynir ekki að vitna í neinar fræðigreinar máli þínu til stuðnings. Það er allt í lagi að hafa skoðun á þessu, og enginn gagnrýnir það. Við getum öll haft skoðanir og reynt að réttlæta þær.
Það sem Einar er að gagnrýna er að reynt er að skjóta stoðum undir réttmæti ákveðinnar skoðunar með vísun í heimildir sem við nánari skoðun reynast engan veginn renna stoðum undir þau orsakasambönd sem haldið er fram. Þarna er sköpuð tálsýn um vísindalegt réttmæti með stolnum fjöðrum. Svo eru niðurstöður heimildanna jafnvel í andstöðu við röksemdafærslu Höllu ef eitthvað er.
Einar er að gagnrýna óvönduð vinnubrögð, en ekki skoðanir Höllu. Það virðist hafa gleymst.
Björn,
http://www.nytimes.com/2007/08/03/nyregion/03women.html
http://www.time.com/time/business/article/0,8599,2015274,00.html
Og auðvitað er óútskýrður launamunur er ekki endilega kynbundinn launamunur (í hvora áttina sem er). Hann er óútskýrður launamunur.
Tek annars heilshugar undir með Sigurði Óla og Sveini Ómari.
Takk Eyjólfur — kemur mér ekkert sérstaklega á óvart en alltaf gleðilegt að fá staðfestingar á væntingum 🙂
Vel sagt Sigurður Óli.
Jú Björn Leví ég skil vel hvað þú átt við og hvað greinin á að fjalla um, en þá þykir mér titillinn heldur villandi „Píkurakstur, femínismi, forræðishyggja og fordómar“ í staðin fyrir t.d. „Rangt farið með heimilir“ eða eitthvað álíka. Það eru auðvitað til öfgar í öllu og á ég þá líka við um feminisma, en finnst mér þá kvennremba réttara nafn. Annars var nú svo sem engin sérstakur sem sagði mér að kynfærahár væru ógeðsleg, þetta eru bara viðbrögðin sem maður fær frá flestum… Veit ekki hvað þú ert gamall en svona er þetta nú bara hjá þessari kynslóð. Systir mín kom miður sín heim einn daginn eftir skóla því hún hafði setið með karlkyns vinum sínum sem höfðu verið að ræða hvað væri viðbjóðslegt þegar stelpur væru með „þarmaskegg“ (það er að raka ekki rassinn á sér) og þetta er nú ekki einsdæmi! og svo er það auðvitað rassgats aflitunin, (að hvítta endaþarmsopið, sem er mjög svo móðins) en það er nú önnur saga.
Annars bý ég erlendis og hér er það nú bara svipað og á Íslandi, ojbara ullabjakk…
En jújú, auðvitað með tilvitnanir þá skal rétt vera rétt, en tók bara eftir því hversu margir voru að skrifa um þetta í netheimum og fussa og skammast yfir því að „nú væru feministarnir að banna sér að raka hár“ og líkuðu flestum þessi grein (án þess kanski að lesa vel) og tala um réttin til þess að raka og ekki raka. Svo mér fannst þetta vera flottur vettvangur til að koma mínum vinkli á málið á framfæri.. Meira var það nú ekki, en alltaf gott að skoða hlutina með opnum huga og vera með í umræðunni. Annars er ég nú hvorki með eða móti hárum hvar sem er, er svona nokkuð slétt sama og er ansi sátt með mína fínu klippingu eins og er. Þykir bara áhugavert að skoða hvað hún Halla vill fá okkur til þess að hugsa um við lestur þessarar greinar (burt séð frá heimildum og sönnunum)
Gleðilegan leggja, píku, typpa, krika, kinna, efrivara ofrv. rakstur! eða ekki! 🙂
Eru konurnar hérna svona viðkvæmar, eða þekkja þær allar fólk sem hikar ekki við að gagnrýna kynháravöxt annarra? Ég held að ég hafi ekki lent í nema einni hjásvæfu sem gerði athugasemd við kynháravöxt minn (og ég afskrifaði hann bara sem fífl). Eruð þið alltaf að lenda í því að fólk, ykkur kunnugt sem ókunnugt, geri athugasemdir við líkamssnyrtinguna hjá ykkur? Er þetta aðallega að ske í sundi, eða eruð þið stöðugt að vippa ykkur úr brókunum á almannafæri?
Alveg gríðarlega góður pistill.
Einhver albesti pistill um öfgafemínistana, og skaðsemi þeirra í kvennréttindabaráttunni sem maður hefu lesið.
Er ekki líka pínu shaky að draga ályktanir um hvaða viðhorf eru algeng meðal fólks af leiknu, skálduðu sjónvarpsefni?
Ég fæ ekki betur séð en það sé meira að segja shaky að draga ályktanir um viðhorf þeirra sem skrifuðu þáttinn, því kannski birtast þeirra viðhorf hreint ekki í þættinum heldur einhver sem þeir ímynda sér að séu algeng. Til að höfða til sem flestra. En hvernig vita þeir hvað flestum finnst? Horfðu þeir á sjónvarpsseríu?
Eða kannski eru þeir að reyna að shokkera fólk. Fólk tekur upp á ýmsu til að selja.
Er nokkuð hægt að draga ályktanir um viðhorf nokkurra annarra en skáldsagnapersónanna sjálfra?
Margrét Valdimarsdóttir. Ég hef ekki lagst í rannsóknir á verkum Gyðu. Áttu við að hún hafi eitthvað skánað síðan hún lét frá sér þann hroða sem sjá má hér frá bls 209 http://www.althingi.is/altext/138/s/pdf/1501.pdf og var kostaður af almannafé, eða áttu við að þú flokkir þessa kynjagreiningu sem faglega vinnu?
hah, Ásdís … villandi titlar já. Það er efni í aðra svipaða grein 🙂
“ karlkyns vinum sínum sem höfðu verið að ræða hvað væri viðbjóðslegt þegar stelpur væru með „þarmaskegg““ == „afskrifaði hann bara sem fífl“
http://www.bleikt.is/lesa/nordar — Nördar tala ekki svona …
Eruði hætt?
ehh… rökstuðningur hingað og þangað… þessi pistill sem þú varst að kryfja var pistill… ekki háskólarannsókn. Hver sem er sér að í henni er common sense þar sem umræðan snýst um nútímavandamál sem flestir þekkja. Þarf að kryfja það eitthvað nánar?
Mér sýnist þvert á móti að þessi pistill Höllu sé fullur af common nonsense, um mál sem er ekki vandamál.
Hér er stuttur kafli úr gagnrýni Hörpu Hreinsdóttur á Kynungabók (http://harpa.blogg.is/2010-09-30/kynungabok/). Þar bendir hún á greinilegt fúsk í notkun heimilda í þeirri góðu bók:
„Annars skoðaði ég einkum þá kafla sem ég tel mig hafa eitthvert vit á. Þar má nefna “Skólagöngu”.
Þar er skólasaga rakin í míkrómynd og sagt: “Þrátt fyrir það voru framhaldsskólar mjög kynskiptir í marga áratugi þar á eftir sem endurspeglast nú [leturbreyting mín] í kynskiptu námsvali.” (s. 14) Tilvísun er í Sigríði Matthíasdóttur (2004) og eðlilega hélt ég að hún hefði skrifað um hvernig þetta gamla skipulag endurspeglast í námsvali nútímans. En nei, heimildin er bók Sigríðar: Hinn sanni Íslendingur: þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900- 1930. Hver fattaði upp á að stinga orðinu nú inn í málsgreinina?“