Ögmundur virðist heldur ekkert hafa við það að athuga að bankarnir hafa grætt tvö hundruð milljarða frá hruni, ekki síst á þeim húsnæðislánum sem svo margt fólk er að kikna undir.
Ögmundur hefur heldur ekkert teljandi gert í þeim mannréttindamálum sem hann er hæstráðandi yfir á Íslandi. Hann hefur til dæmis leitt hjá sér þau mannréttindabrot sem flóttamenn verða reglulega fyrir. Nýjasta dæmið er Mohammed Lo, sem brotið hefur verið gróflega á.
Ögmundur hefur heldur ekkert gert til að hemja lögregluna, sem oft hefur farið offari í framgöngu sinni. Hann lét sér líka vel lynda að ríkislögreglustjóri fór undan í flæmingi þegar spurt var um tengsl íslenskrar lögreglu við njósnarann Mark Kennedy, hvað þá að hann hafi látið gera sjálfstæða úttekt á málinu.
Hvað hefur Ögmundur þá gert í valdatíð sinni? Jú, hann hefur
- Kynnt frumvarp um „forvirkar rannsóknaheimildir“ handa lögreglunni þar sem ekkert er minnst á eftirlit með beitingu þessara heimilda.
- Lagt fram frumvarp sem á að heimila ótilgreindum aðilum að fylgjast með netsamskiptum almennings.
- Haldið hlífiskildi yfir Ríkislögreglustjóra þegar hann neitaði að afhenda Ríkisendurskoðun gögn vegna mála sem Ríkisendurskoðun rannsakaði, og sem hún á að fá lögum samkvæmt.
Það hefur oft verið talað um Ögmund sem einhvers konar „hugsjónamann“. Að dæma af því hvernig hann hefur gersamlega sniðgengið hagsmuni þeirra sem minna mega sín, og varið þar með ræningjakapítalismann, og hvernig hann reynir að auka heimildir yfirvalda til að njósna um borgarana, er erfitt að draga aðra ályktun en þessa:
Hugsjónir Ögmundar snúast um að berja niður almenning og efla enn efnahagslega og andlega kúgun þeirra afla sem ráða lögum og lofum á Íslandi. Auðvaldsins.
Tæpitungulaust eins og venjulega.
En skörp greining. Þessi vinstri stjórn sem ég kaus þolir illa greiningu að þessu tagi. Hvað með lög nr. 151 sett 2010? Geta stjórnarliðar rökstutt þau lög nú í ljósi reynslunnar?
Guðbjartur H breggst eldsnöggt við brjóstapúðahneikslinu með boðaðri lagasetningu. Gott hjá honum!
En hvað um það fólk sem þolir ólöglegt athæfi fjármálastofnanna s.s. eignaupptöku ökutækja, rukkanir vegna viðgerða sem ekki fara fram og svo framv. og svo framv. Hvar er lagasetning til að bæta það ófremdarástand sem ríkir í þeim málum?
Hvar er höndin sem lofaði því að hlífa?
Hvers vegna heggur hún í sífellu?
Ögmundur hefur vissulega valdið vonbrigðum í ýmsum málum. En það má þakka honum fyrir eitt: Að hafa skipað starfshóp til að skoða Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Kannski hefði það mátt vera raunveruleg rannsóknarnefnd, en ekki þessi starfshópur með svolítið óljóst starfssvið, en samt … þetta er meira en allir dómsmálaráðherrar á undan honum gerðu. Rétt að halda þessu til haga.
Ég er sammála því, Illugi, að það var gott að skipa þennan starfshóp. Það voru mér samt mikil vonbrigði að ekki skyldi gengið miklu lengra, þ.e.a.s. með skipun alvöru rannsóknarnefndar með víðtækar heimildir. Því finnst mér ekki næg ástæða til að hrópa hátt húrra fyrir Ögmundi í því máli; hættan er sú að það hafi með þessu bara verið „sett í nefnd“.
Og, ég tek undir þetta, Haraldur:
„Hvar er höndin sem lofaði því að hlífa?
Hvers vegna heggur hún í sífellu?“
Hver er tilgangurinn með „vinstristjórn“ ef flest af því sem hún gerir er í engu frábrugðið því sem aðrar stjórnir hafa gert og myndu gera? Hverjum hefði dottið í hug að Steingrímur Sigfússon myndi helst hreykja sér af því hvað Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er ánægður með hann?
Það þarf að lúsarleita að einhverjum stefnumun í stórum málum á milli „vinstri“ og „hægri“ stjórna hér á landi, að fenginni reynslu. Ekkert sem maður finnur á eigin skinni. Ætli það sé ekki helst að forræðishyggjan og bannáráttan er á ögn mismunandi sviðum? En alltaf viðlíka stæk og þrúgandi.
Ögmundur tekur alltaf upp hanskann fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hamast gegn Steingrími og Jóhönnu, eins og þau séu hans stærstu óvinir. Bjarni Vafningur og Davíð Auðvaldshroki virðast standa honum nær.
Dapurleg örlög Ögmundar.
„Hvar er höndin sem lofaði að hlífa, hvers vegna heggur hún í sífellu“?
Vel að orði komist.
Örlög Ögmundar og þeirra sem standa honum næst, Atla, Jóns, Guðfríðar, Ásmundar og Lilju samflokka eru döpur. Hinna vinanna sem sé restinni af Heimssýnarliðinu, ættuðu úr þrem ólíkum stjórnmálaflokkum, bíða hins vegar „glerperlur og eldvatn“ eftir fórnir á framvarðarsveitinni Ögmundi &Co. Ég hélt að Ögmundur væri betur gefinn en raun ber vitni.
Góður pistill Einar, fær mann til að pæla í þessu.
Nýir vendir sópa best.
Ég hef tekið eftir því hvað gamlir kústar í fjósinu eru þungir, sópa ekki vel en safna í sig drasli og detta úr skaftinu þegar síst skyldi.
Þeir eru alltaf góðir í fyrstu, rumpa saman drasli og skít og auðvelt að þrífa þá á eftir. En svo slitna hárin og bogna og þá heldur maður í þá af nýtni og vana en væri samt svo miklu fljótari í verkum – tala nú ekki um betur unnin verk með nýjum kústi.
Má samt alveg nota sama skaft.
Veit ekki alveg hvernig þetta passar við pistilinn þinn Einar, finnst oft bara svo margt líkt með okkur mannfólkinu og strákústum.
Ef strákústar í fjósi gætu talað……
Hver innan ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er það ekki?
Ögmundur er sá sem síst er auðvaldssinni innan þessarar AGS
og Icesave stjórnar.
Gildir nú um þig Einar sem Guðríði Ósvífursdóttur:
Þeim var ég verst, er unni ég mest?
Eða skal nú farið í píkurakstur … fyrir hverja Einar?
Neðanbeltis er högg þitt Einar og þú veist það innst inni.
Þetta er allt rétt. Ögmundur hefur EKKERT gert fyrir almenning í þessu landi.
Hann er ómerkilegur lýðskrumari.
Það ætti með lögum að takmarka setu Alþingismanna við 4 ár. Eftir það er öruggt að þeir eru orðnir spilltir.
Mæli með að fólk lesi þessa flugbeittu grein Lilju Mósesdóttur á liljam.is
um svik og pretti valda-elítunnar gegn almenningi.
Það er kominn tími til að almenningur standi saman gegn valda-elítunni:
„SKÖMMIN ER ÞEIRRA
Ísland hefur lengi verið meðal ríkustu þjóða heims. Þrátt fyrir það fjölgar sífellt í hópi þeirra sem búa við vanda sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld tala stöðugt um að leysa en gera ekkert til að leysa. Vandi sem felst í því að lágmarkslaun og bætur duga ekki til framfærslu og eignir duga ekki fyrir skuldum. Viðvarandi fátækt og skuldafangelsi einkenna líf sífellt fleiri einstaklinga sem talið er trú um að vandinn sé þeirra en ekki samfélagsins.
Fátækt
Á Íslandi hefur fólk sem ekki hefur haft heilsu og getu til að taka að sér aukastörf búið lengi við fátækt og þurft að leita á náðir hjálparstofnana til að komast af. Hvorki aðilar vinnumarkaðarins né stjórnvöld hafa viljað uppræta fátækt þegar tækifæri hafa skapast til þess, þrátt fyrir fögur fyrirheit í áratugi um aukinn jöfnuð í aðdraganda kjarasamninga og kosninga. Óskrifaður samfélagssáttmáli hefur verið lengi við lýði um að fólk á lágmarkslaunum og bótum almannatrygginga hafi aðeins eina leið út úr fátækt, þ.e. að afla aukatekna. Þeir sem ekki geta reddað sér á þennan hátt upplifa mikla skömm yfir eigin vangetu. Í dag riðar þessi samfélagssáttmáli til falls vegna þess að hagvöxtur vex án þess að sami fjöldi (auka)starfa og áður verði til m.a. vegna tækninýjunga. Það munu því sífellt færri molar (aukastörf) falla til þeirra sem ekki geta lifað á lágmarkslaunum. Vaxandi fátækt verður því ekki útrýmt nema til komi samstillt átak aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að laun dugi fyrir framfærslu. Beita þarf kjarasamningum og skattkerfinu til að ná því marki. Slíkt átak mun auka samstöðuna í samfélaginu sem einkennst hefur af mikilli einstaklinghyggju og viðhorfum sem alið hafa á skömm á þeim sem lægstar hafa tekjurnar.
Eignaleysi
Eftir hrun hefur fjölgað gífurlega í hópi þeirra sem ekki hafa forsendur til að leysa vanda sinn á eigin spýtur. Fjöldi fjölskyldna sem tilheyrt hefur millistéttinni býr nú við vanda sem stjórnvöld og eignafólk hefur kallað „óráðsíu“ eða að eignir duga ekki fyrir skuldum. Ástæðan fyrir vandanum er hins vegar að finna í einstæðum forsendubresti sem varð eftir hrun. Meðvituð ákvörðun var tekin um að láta verðbólguskotið af völdum hruns á gengi krónunnar fara beint til hækkunar á höfuðstóli lána í gegnum hina einstæðu verðtryggingu. Hvergi í heiminum hefur orðið jafn mikill forsendubrestur meðal skuldsettra einstaklinga í kjölfar bankahruns en höfuðstóll lána hefur hækkað um 40% frá byrjun árs 2008. Eftir hrun tókst vinstristjórninni”, verkalýðsforystunni, lífeyrissjóðunum og kröfuhöfum að gera skuldavanda heimilanna að skömm. Um 60.000 heimili eða um 40% allra heimila eiga ekki eignir fyrir skuldum og það fjölgar stöðugt í hópnum.
Samstaða
Gífurleg fjölgun hefur því orðið í hópnum sem á að taka á sig skömm vegna þess að gæðum landsins er misskipt. Skömmin hefur sundrað þessum hópi „lánleysingja“. Í stað þess að berjast saman fyrir leiðréttingu á forsendubresti og réttlátara samfélagi hafa alltof margir flúið land eða raunveruleikann til að losna út úr vonleysinu sem fylgir því að eiga ekki fyrir skuldum og nauðsynjum. Það er löngu orðið tímabært að beina skömminni þangað þar sem hún á heima, þ.e. hjá“ vinstristjórninni”, verkalýðsforystunni, lífeyrissjóðunum og körfuhöfum. Stöndum saman gegn skömminni og berjumst fyrir aðgerðum sem tryggja réttlátt samfélag!“
Rétt hjá þér Berglind, það eru bara sköftin eftir.
Við erum mörg sem komin eru með upp í kok af hinu samansúrraða kerfi ríkisvalds og stofnana þess með fjárglæpamönnum. Þetta mun ekki og getur ekki gengið svona mikið lengur. Meðvitund almennings er ekki lengur einhver „gut-feeling“, heldur algjör fullvissa um viðbjóðslega og ógnandi aðför að hag og lífsafkomu hins óbreytta borgara þessa lands. Þá mun fyrr en síðar eitthvað undan láta.
Ég er þess fullviss að allt þetta sjúka kerfi, sem þjónar einungis sinni eigin siðblindu græðgi, drambi og hroka, er á fallandi fæti. Tími heiðarlegs uppgjörs mun renna upp, miklu fyrr en síðar, því þetta helvíti gengur ekki lengur. Þegar ríkisvaldið gengur beinlínis gegn almenningi, þá er alltaf stutt í byltingu.
Thomas Jefferson sagði að mannkynssagan sýndi okkur það, að sama hversu gott ríkisvaldið væri hverju sinni, að fyrr en síðar breyttist það vald í „tyranní“. Við erum komin að þeim tíma í okkar sögu, að svo er komið.
Nú er kominn tími uppgjörs, til alvöru umbyltingar á ríkisvaldinu, þannig að það sé fyrir hinn almenna borgara, en ekki fjárglæpastofnanir og kerfisvarða þjófa og stórglæpamenn.
Öll ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms má minnast þess, að til þess var hún ekki kosin til valda.
Martin Luther King sagði, í anda frægra orða George Orwell um að ríkisvaldinu væri beitt til þess að gera suma jafnari en aðra:
„We all to often have socialism for the rich and rugged free market for the poor.“
Er nema von að við spyrjum um merkingu skrípaleiks alls fjórflokksins, vinstri/miðjumoðs/hægri, eða út og suður, eða norður og niður, þegar ríkisvaldið er orðið svo sið-vanað, að það gætir einungis hagsmuna svínastíunnar, en ekki hins heilbrigða gróanda til lífs og hagsbóta fyrir allan almenning. Hver er tilveruréttur slíks ríkisvalds????
Öll ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms má minnast þess, að hún var ekki kosin til valda til að endurreisa og ganga erinda fjárglæpastofnana og kerfisverja helstu þjófana og stórglæpamennina … í makráðu og vélráðu auðræði þeirra.
Það vantar kórónuna, sjálft dómsmorðið: http://www.dv.is/blogg/hloduveggur/2012/1/27/domsmord-med-atbeina-domsmalaradherra/
Það er ágætt að lesa nýjasta bloggpistil Marinós til að fá hina dýpri merkingu í málið. Pistill hans endar með þessum orðum: „Já, það er gott að vera alvöru fjárglæpamaður á Íslandi, þegar klappliðið er svona skipað með núverandi forsætisráðherra sem aðalklappstýru.“:
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1219735/
Jóhanna vildi engan ákæra á sínum tíma, en nú vill hún ákæra (það gerir hún með frávísun sinni og þöggun) og án þess að vilja ræða tvískinnung sinn, sem er sá að hún sat ásamt Geir H. Haarde, Árna Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í Fjármálanefnd hrunstjórnarinnar.
Nú logar Samfylkingin stafnanna á milli og dauðsér eftir því að hafa kosið nýlega Jóhönnu rússneskri kosningu … og mótframboðslaust í grafarþögn … og þöggun. Þannig er mín niðurstaða að það var, þrátt fyrir allt gott hjá Ögmundi að opna … tja, eigum við að segja Pandóruboxið????
ögmundur er á rangri hillu…átti að vera áfram í verkalýðsbaráttu…..eitt málefni…ein ræða….en hann er ekki svikari….það er sorglegt að sjá hvað sjöllum gengur vel að rækta vænisýkina ï okkar fólki…..engin rök engar sannanir, bara upphrópanir!
Ögmundur er ljóstýran í þessari ríkisstjórn en enginn má við margnum.
Einar ertu búin að gleyma að Ögmundur hætti sem ráðherra vegna kúgana í Icesave málinu og vegna undirgefni ríkisstjórnar við AGS.
Hvað hafa margir ráðherrar hætt í ríkisstjórn af prinsip ástæðum á Íslandi?
Einar hefði gaman af því að fá upptalningu á því hverjir á þingi að þínu mati eru þá ekki auðvaldssinnar ef Ögmundur er auðvaldsinni.
Maðurinn sem vildi bankan burt eins og múgurinn gerði grín að.
Þetta var maðurinn sem ég bar einna mest virðingu fyrir á þingi, en það er liðin tíð, nú er Ögmundur sá sem ég vildi helst losna við af þingi.
Hjalti Atlason, ertu sammála því að fyrst Geir var ákærður einn að þá eigi að afnema ráðherraábyrgð? Að réttarkerfið sé tvöfalt í landinu, annars vegar fyrir elítuna og hins vegar fyrir sauðsvartan almúgan? Þú villt kannski líka að Hæstiréttur vísi máli Baldurs Guðlaugssonar frá líka? Ef svo er þá langar mig að spyrja þig hvort þú hafir tínt réttlætiskennd þinni einhvers staðar á lífsleiðinni?
Ég var mjög ánægð með viðbrögð Ögmundar í Nubo málinu. Það var líka rosalega flott hjá honum að segja af sér vegna þjónkunar ríkisstjórnarinnar við AGS. Það má klappa honum ponkulítið á bakið fyrir að sýna Geirfinnsmálinu ekki fullkomið virðingarleysi og má spyrja hverju aumt ástandið sé í mannréttindamálum þegar við klöppum ráðherra fyrir að gefa ekki fullkominn skít í þau.
Að öðru leyti sé ég ekki að Ögmundur standi með almenningi og hvað varðar mannréttindi þá sjáum við fram á einhver hroðalegustu slys Íslandssögunnar í þróun mannréttinda, ef frumvörp Ögmundar um njósaheimildir lögreglu og intenetlöggu verða samþykkt.
Er þetta ekki örugglega sami Einar Steingrímsson sem stóð á öndinni af vandlætingu yfir innihaldslausum upphrópunum, yfirlýsingum sem ekki væru studdar neinum heimildum eða rökstuðningi? Og þó varðaði sú heykslunarhella hans ekki veigameira þjóðfélagsmein en píkurakstur. En nú kemur hinn sami Einar og þverbrýtur allar þær kröfur sem hann gerir til annarra og ryðst fram með fullyrðingar um einstakling, Ögmund Jónasson, sem eru bæði ærumeiðandi og rangar!
“Hugsjónir Ögmundar snúast um að berja niður almenning og efla enn efnahagslega og andlega kúgun þeirra afla sem ráða lögum og lofum á Íslandi.”
Heyr á endemi! Eru því engin takmörk sett hversu ómerkilegur er hægt að gerast í málflutningi?
„Eða skal nú farið í píkurakstur … fyrir hverja Einar?“ Gapandiundrandi með hárrétta greiningu eina ferðina enn.
Valur skil ekki hvernig þú færð út að ég vilji fella niður málið gegn Geir, vill það alls ekki.
Skoðun mín á Ögmundi snýst ekki um 180 gráður þótt ég sé ósammála honum í þessu máli.
Auðvitað á öll hrunstjórnin að fara fyrir Landsdóm,
þmt. frú Jóhanna.
Hversu lengi á refsileysi elítunnar að viðgangast????
Þó Ögmundur hafi viljað taka málið á dagskrá þingsins,
þá vona ég að eftir sem áður sé það hans skoðun og vilji,
líkt og Lilju Mósesdóttur sem tók af allan vafa í Silfri Egils í dag,
að refsileysi elítunnar eigi ekki að viðgangast … eða hvað Ögmundur?
Vonandi gilda ekki önnur lög fyrir elítuna en hinn sauðsvarta almúga?