Í þessari frétt stendur meðal annars:
Bankaráð Landsbankans og skilanefnd gamla Landsbankans leggjast bæði gegn því að Kjararáð ákveði laun bankastjórans.
Því segir í umsögn bankaráðs, að ekki sé ólíklegt að bankastjórinn bregðist við með því að laga afköst sín að því sem hann telur samræmast launum sínum, eða segi hreinlega upp störfum.
Hefur þetta fólk ekki heyrt um svokallað hrun, og forleik þess? Og, væri rétt að skikka það til að horfa á þetta?
Er þetta ekki vantraustsyfirlýsing á bankastjórann?
Fólkið segir alveg hreint út að það sé ekki hægt að treysta því að maðurinn vinni vinnuna sína af heilindum fyri óbreytt laun?
Afhverju er manninum þá ekki sagt upp ef honum er ekki treyst til að vinna vinnuna sína að óbreyttu???
Held að bankaráðið, og bankasýslan verði að svara því, afhverju, 4-5 framkvæmdastjórar í bankanum eru með hærri laun en bankastjórinn, á sama tíma sem þúsund bakastarfsmenn, ganga um atvinnulausir.
Síðan mætti rannsaka, afhverju Landsbankinn, ræðst af fullri hörku á fjárvana verzlun á Akureyri, og neitar að samþykkja að erlent lán verzlunarinn sé ólöglegt, eftir að Hæstiréttur hefur dæmt slík lán ólögleg, en á sama tíma ætlar þessi sami banki að halda áfram að afskrifa á olíufursta, sem eru búnir að borga sér út arð upp á 3.5 miljarð á síðustu árum, úr fyrirtæki sínu.
Hver getur upplýst okkur:
Hverjir sitja í bankaráðinu?
Hverjir sitja í skilanefndinni?
Og nú telur Hagfræðideild Landsbankans að endurgreiðsla Arion-banka til skilvísra viðskiptavina, geta haft áhrif til hækkunar á verðbólgu á Íslandi.:LOL:
Á þá Landsbankinn sök á núverandi verðbólgu á Íslandi? er nú ekki tími til kominn til að fara í almennilega hreyngerningu hjá Landsbankanum.
Bankastjórar verða latir af því að fá ekki mjög mikla peninga.
Það segir fagfólkið ( bankaráð Landsbankans). Þau ættu að vita allt um þetta.
En er ekki betra í ljósi reynslunnar að hafa lata bankastjóra en ofvirka stjóra af bónusum og glópagulli?!
Það held ég. Niðurstað bankaráðs Landsbankans er þessvegna ánægjuleg og ber vott um að eitthvað örlítið er verið að gera rétt í endurreisninni.
Það á bara að leyfa manninum að segja upp og fá sér vinnu annars staðar. Mér finnst mjög líklegt að góður bankastjóri fengist fyrir launin hans.
Bankaráð Landsbankans skipa,
skv. margfrægri af endemum, Bankasýslu ríkisins:
http://www.bankasysla.is/fjolmidlar/frettir/nr/239/
Hækkum laun hans strax, maðurinn er gersamlega ómissandi fyrir bankann og þjóðina! Ég veit ekki hvar við værum án hans? (sennilega myndi annað hrun koma)
Lára Hanna: Ignorance is a bliss.
Á þá sá sem er með lágmarkslaun að miða vinnuframtakið við útborgunina?
Vinnu framlag versus 300,000kr, hætta um hádegi!!
Góð hugmynd.
Ég skil þig ekki Einar. Greinilega tiltölulega skynsamur maður en allar fyrirsagnir virðast til þess ætlaðar að vera nógu ýktar til að selja blöð. Ég hélt að blogg væri einmitt leiðin til að geta sloppið við svona fyrirsagnir?
Páll: Takk fyrir ábendinguna. Yfirleitt er ég kurteisari í fyrirsögnum, einmitt af þeirri ástæðu sem ég geri ráð fyrir að þú hafir í huga. Stundum ofbýður mér hins vegar svo gersamlega, og verð svo reiður, að ég ákveð að láta vaða. Það er samt yfirleitt ekki fyrr en eftir einhverja umhugsun um hvort rétt sé að láta reiðina taka völdin. Stundum er það samt niðurstaðan, eins og hér. Þ.e.a.s., ég sé ekki eftir að hafa verið svona harðorður, því mér finnst þetta viðhorf bankaráðsins taka út yfir allan þjófabálk eftir það sem á hefur dunið síðustu árin.
Mér finnst sem sagt ekki rangt að sýna stundum reiði. Þótt vont sé ef hún stýrir gerðum manns að miklu leyti er ég ekki sammála því að það eigi aldrei að sýna hana.
Í þessu tilviki skal ég alveg játa að ég ýkti í þeim skilningi að ég held ekki að bankaráðsfólkið séu hálfvitar. Hins vegar hika ég ekki við að segja að þessar yfirlýsingar hljóma EINS OG þar tali hálfvitar.
Ætti hann að fá greitt miðað við ábyrgð þá fengi hann ekki krónu í laun.
Snilldar video
Ég er ekki að tala fyrir launum bankastjóra Landsbankans eða neins annars fyrirtækis en lykiliatriði að þú upplifir þig ekki underdog í því kerfi sem þú ert í á hverjum tíma, sem hægt er að segja að gildi um bankastjóra Landsbankans.
Þess vegna sé ég ekki eftir ágætum launum á bankastjóra Landsbankans.
En eins og fram kemur í videoinu þá eru launin ekki allt en geta skemmt allt.
Við stöndum miklu frekar frammi fyrir vandamáli sem er miklu víðtækara, kjána- og bjánavæðingin er að trufla heildarmyndina, kjánar og bjánar eru komnir mjög víða í stjórnunnarstöður í skjóli aumingjavæðingarinnar, sem er okkar stærsta vandmál í dag og verður þar til að við losnum við þessa kommúnistastjórn.
Laun eru svokallaður „hygene factor“ þegar kemur að starfsánægju. Eftir að þau ná því marki að starfsmaður sé sáttur við þau, þá hafa þau lítil hvatningaráhrif. Til að menn séu sáttir við laun, þá þurfa þau að vera á því róli sem menn eru vanir að hafa sín launakjör, menn þurfa að upplifa þau sanngjörn m.v. vinnuframlag og ábyrgð og menn þurfa að telja sig á svipuðu róli og fólk sem vinnur sambærileg störf.
Vandamálið í þessu tilviki er að fólk sem stjórnar fyrirtækjum af svipaðri stærð er með a.m.k. tvöfalt hærri laun en umræddur bankastjóri. Það er því litlar líkur á að hann verði sáttur við þessi kjör sem honum eru boðin. Raunar eru þessi kjör Steinþórs undir launum millistjórnenda í flestum stórum íslenskum fyrirtækjum.
Það má auðvitað hafa ýmsar skoðanir á því hvort ÞAÐ fólk sé á eðlilegum launum, en þetta er vandamálið í hnotskurn.
Já, merkilegt innlegg.
Ég hvet alla til að bjóðast til að sýna Steinþóri hvernig þetta er gert, ganga fram, og biðja vinnuveitendur sína um að fá launaLækkun, biðja um 1/3 af launum á við JAFNINGJA sína.
Endilega, sýnið fordæmi. Einn þriðja. Biðjið um það. Það er það sem Steinþór sætti sig við þegar hann sótti um starfið og er búinn s.s. að sýna það fordæmi núna í eitt ár rúmlega.
Og hvaða verð setjum við á mannorð? Sá sem sest í bankastjórastöðu veit að hann fær um sig skrifuð innlegg daglega sem níða af honum skónna, hvað sem hann gerir. Blogg, kommentakerfi, blaðagreinar. Umræður manna í milli.
Ef hinum ágæta og merka manni Einari Steingrímssyni er misboðið, og hann skrifar eins og hér, hvað annað er þá sagt um bankastjóra hjá öðrum minni leikmönnum á ritvellinum? Er enginn verðmiði settur á það að sitja undir svona formælingum? Eða á starfsmaður fjármálafyrirtækis bara að kyngja slíku, ókeypis? Og á 1/3 launum m.v. jafningja, í ofanálagt?
Forstjórar stórfyrirtækja sem velta á við bankana og eru með þennan starfsmannafjölda og ábyrgð eru ekkert með nein lúsalaun. Þeir eru með afburðalaun. Algerlega. Því eigendur fyrirtækjanna vilja fá afburðafólk í þessar stöður.
Nú hljótum við að spyrja okkur, viljum við fá meðal-fólk í stól Steinþórs? Því það er það sem við fáum þegar við borgum meðal-laun. Laun sem millistjórnendur í meðalstórum fyrirtækjum fá.
Að hafa hemil á launaþróun í bönkunum er fínt markmið. En hvar á að draga línuna? Þeir sem settu allt á hausinn hér voru með tugi milljóna á mánuði. Steinþór og jafningjar eru með miklu lægri laun en það.
Mér finnst þessi umræða vera komin núna í hina áttina við það sem var. Áður var algert stjórnleysi og græðgisvæðing af tortímingarstærð. Núna, í dag, er nánasarnálgunin komin og ekkert má gera. Hvorugt er sérlega vænlegt til vinnings til að ná langtíma árangri.
Grétar: Í hverju er fólgin sú „ábyrgð“ sem þú talar um að forstjórar stórfyrirtækja beri? Ég hef ekki séð að slíkt fólk á Íslandi beri neina raunverulega ábyrgð.
Og, telurðu að það sé upp til hópa „afburðafólk“ sem er í æðstu stöðum í bankakerfinu og yfirleitt í stórum fyrirtækjum? Hvað áttu við með því, og finnst þér dæmin sanna það? Mér sýnist nefnilega að það sé kolrangt. Þótt til sé framúrskarandi fólk í forystu fyrirtækja, sem sumt kemur greinilega miklu til leiðar, þá fæ ég ekki betur séð en að yfirgnæfandi meirihluti forstjóra stórra fyrirtækja geri ekkert sérstakt gagn. Gott væri að sjá við hvaða gögn staðhæfingar um hið gagnstæða styðjast.
Haldi maður fram að forstjórar íslenskra stórfyrirtækja séu afburðafólk sem er hárra launa virði, þá þarf maður líka að útskýra af hverju allt annað á við nú en fyrir hrun, því ljóst er að þessu var öfugt farið fyrir hrun: Forstjórar flestra stærstu fyrirtækja landsins voru greinilega eitthvert versta fólk sem hægt er að hugsa sér, miðað við útkomuna af stjórn þess. Hvað hefur breyst?
Ok, látum liggja milli hluta hvort að „afburðafólk“ sé í bankastjórastöðum eða í forstjórastöðum almennt.
Veltu bara aðeins fyrir þér eftirfarandi:
Þú ert menntamálaráðherra. Þú ert að setja á stofn háskóla sem VERÐUR að vera eins góður og hægt er að hafa hann út frá öllum mælikvörðum. Það er ákaflega mikilvægt því menntakerfi landsins var að hrynja. Þú þarft að ráða rektor sem á að leiða uppbyggingu framtíðarstjórnkerfis skólans og alla innviði. Og allt sem rektor hefur á herðum sínum.
Þú auglýsir eftir rektor. Menntunarkröfur, kröfur um starfsreynslu, persónulega eiginleika, úrvals meðmæli, etc.
Hvort heldur þú að sé vænlegra til vinnings til að fá „afburðaeinstakling“ í stöðuna? Laun á borð við jafningja eða 1/3? Eða 1/2? Hverjir heldur þú að sæki um, til að byrja með?
Kannski fólk eins og Páll Magnússon? Eða heldur þú að þú fáir „úrvals“ fyrir hálfvirði? Minnist á þetta vegna hugleiðinga þinna um andverðleikasamfélagið…