Föstudagur 03.02.2012 - 19:53 - 20 ummæli

Lífeyrissjóðaforkólfar segja af sér

Djók.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Þórhildur Lilja Þorkelsdóttir

    Einmitt, djók. Núna eru aðilar svindsins að telja bónuspeningana sína. Eru bara í fínum málum, en það er spurning með afkomendur þeirra.

  • Þessi skýrsla geymir hrikalegar upplýsingar.

    Nú reynir á hvort almenningur getur knúið fram breytingar á þessu kerfi.

    Lífeyrisrekendur munu ekki gera það.

    Þeir hafa logið að okkur eins og allir hinir.

    Ekki munu stjórnmálamennirnir gera það.

    Sat ekki einn ráðherrann í stjórn lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna?

    Hvernig væri að spyrja þann vitring um ábyrgð hans?

    Nógu ábyrur þykist hann alla daga.

  • Gunnar Tómasson

    Stórtap lífeyrissjóðanna blasti við strax í upphafi árs 2009. Ef ég man rétt, þá reiknaðist mér til á þeim tíma (og birti í umræðu á vefnum um málið) að tapið hefði verið af stærðargráðunni 400 milljarðar eða um 25% af heildareignum lífeyrissjóðanna. Þetta var svokallaður back-of-the-envelope útreikningur hjá mér sem aðrir töldu vera fjarri lagi – tapið væri mun minna.

  • Vá, ég lét gabbast. Tvisvar. 🙂

    Ætli ég sé svona trúgjörn og haldi að þessi menn axli ábyrgð?

  • Verður gaman að sjá hvað Guðmundur rafis,, segir núna.
    Hann búin að tönglast á því frá hruni að sjóðirnir hafi komið best frá hruni.

  • Já það segja kannski einhverjir einn eða tveir af sér en láta þess samt getið í leiðinni að þeir hafi ekki gert neitt af sér. Ef þeir verða þá svo margir.
    Hinir munu sitja sem fastast og halda áfram að graðka í sig fé almennings ráðstafa því eins og fábjánar og éta og drekka út á það sem út af stendur.

  • Vil minna ykkur á að ekki einn einasti lífeyrissjóður, sem tilheyrir ASÍ samningum, hefur enn gert upp hrunið á ársfundum sínum !

    Bókhaldið er enn í biðstöðu !!!

    Hvers vegna er núna verið að gefa upp einhverja tölu ?

    Var að tala við einn stjórnarmann í lífeyrissjóða og staðfesti hann þetta !

  • Jón Jón Jónsson

    Um þennan pistil má svo sannarlega segja „Less is more“.
    Segir allt sem segja þarf.
    Allt kerfið er handónýtt og á heima á öskuhaug sögunnar.
    Það vita allir og líka samansúrraðir kerfis-varðliðarnir.

    Það er samfélagsleg skylda almennings að gera áhlaup
    á þetta sjúka, illgjarna, vélráða og spillta kerfi sem nærist sem blóðsugur
    á venjulegum og óbreyttum borgurum þessa lands.
    Er blóðsugunum ekki útrýmt í Buffy, the Vampire Slayer?

  • Jón Jón Jónsson

    Og í guðanna bænum biðjiði ekki prestastéttina um að liðsinna.
    Þeir eru hluti valdakerfisins og hugsa bara um fleðuna úr sjálfum sér.
    Ríkis-verðtryggðir skrattakollar til launa og lífeyris og jarðarfarir í bónus.

  • Ragnar Pálsson

    Fyrir 10 árum sagði mér latínukennari sem aldrei lærði neitt í hagfræði að Ísland væri í reynd þjófabæli og lífeyrissjóðum og séreignarsparnaði yrði á endanum stolið að töluverði leyti eins og öðru. Paranoja hugsaði ég, en þetta var allt satt hjá manninum.

  • Verða ekki allir búnir að gleyma þessu eftir viku?
    Meiri hluti þjóðarinnar mun kjósa fjórflokkin aftur skv. skoðanakönnunum, flokka sem gerðu þetta rán mögulegt og blessuðu það. Fjórflokk sem tekur enga ábyrgð né vill að nokkur verði látin axla ábyrgð, nema almenning.
    Nei DJÓK 🙂
    Kveðja að norðan.

  • Af hverju „djók“? Jú – vegna þess að VIÐ- ég og þú og þið, látum þetta yfir okkur ganga.

    Ég held að engin þjóð í veröldinni hafi minna stolt en íslendingar og satt best að segja held ég að við séum aumingjar upp til hópa. Við eigum þetta lið svo sannarlega skilið.

  • Drýsill

    Er þetta ekki hitt bankaránið? Fólk borgar í þetta alla ævi, illa er farið með féð og svo fær fólk mest lítið til baka. Hver fer féð, tja eitthvað hlýtur það að fara?

    sjá annars þessa góða pælingu:

    http://www.visir.is/sex-fjarfestingarbodord-fyrir-lifeyrissjodi/article/2010655799333

  • Sigurjón Bjarnason

    Það heyrist ekki mikið frá Guðmundi Gunnarssyni æviráðinni afætu núna.
    Kannski hefur hann samvisku eftir allt, og skammast sín.

  • Njörður

    Maður heldur stundum að botninum sé náð. En heimsmynd Dante virðist eiga við íslenskt fjármálaöngþveiti. Eða öngstræti.

  • Grétar Thor Ólafsson

    Ögmundur líka? Ég meina, hvað eru 101 milljarðar milli vina…

  • Leifur A. Benediktsson

    Ögmundur ,,froða“ Jónasson, kom fram í fjölmiðlum í gær og hvítskúraði sinn þátt í bullinu.

    Hann ásamt hinu 4FLokka hyskinu á eftir að finna til tevatnsins þegar kosið verður til Alþingis 2013.

    Bylta verður þessu 4FLokka kerfi samtryggingar og sérhagsmuna í eitt skipti fyrir öll.

    Ögmundur ,,froða“,eins og allir hinir stjórnmálamenn 4FLokksins sem komu okkar þjóð á hnéskeljarnar með glórulausu rugli,lygi,afglöpum og yfirhylmingu er mjög í mun að koma Haardenum undan Landsdómi.

    Það má EKKI gerast.

  • Villi Ásgeirsson

    grrr

  • Jakobína

    Amen

  • Verður eitthvað gert í þessu frekar í öðru ? Þetta er glæpalið allt upp til hópa.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur