Eftirfarandi var haft eftir Oddnýju Harðardóttur fjármálaráðherra í kvöldfréttum RÚV:
„Það er nauðsynlegt fyrir okkur að nýta okkur okkar orkuauðlindir til þess að að halda hér uppi velferð í landinu“, sagði Oddný og bætti því við að hún vissi ekki hvort það yrði byrjað að virkja í neðri hluta Þjórsár fljótlega, …
Iðnaðarráðherra segir að ferlið um virkjun í neðri hluta Þjórsár verði að vera faglegt, ekki pólitískt. Ráðherrann vill ekki virkja hafi það skaðleg áhrif á lífríkið.
Þetta er afar óljóst, sumt rangt og annað þversagnakennt:
- Það er pólitísk ákvörðun hvort meira verður virkjað.
- Það er ekki nauðsynlegt að virkja meira til að halda uppi velferð í landinu.
- Það er ljóst að virkjun í neðri hluta Þjórsár myndi hafa skaðleg áhrif á lífríkið.
Vonandi stafa þessar þversagnir í málflutningi Oddnýjar ekki af því að hún sé eindregið fylgjandi virkjunum en vilji ekki viðurkenna það. En það er dapurlegt að heyra enn einn nýliðann á valdastóli tala í tómum þversögnum.
Það sem hún sagði var bara í handritinu sem hún fékk, ekkert af þessu var hugsað.
Já hann vill það.
Búðarhálsvirkjun — bráðhagkvæm rennslisvirkjun sem nýtir þær miðlunarframkvæmdir sem komnar eru á Þjórsársvæðinu, sjálfsögð virkjun. Ég er ekki á móti henni, ég styð hana að því gefnu að við þurfum á orkunni að halda til einhverra skynsamlegra nota. Neðri virkjanirnar í Þjórsá eru mjög hagkvæmar vegna þess að þær nýta alla miðlunina sem fyrir er ofar í Þjórsársvæðinu. Núpavirkjun og síðan Urriðafossvirkjun eru að vísu ekki án umhverfisfórna. Það þarf vissulega að fara vel yfir það, en að breyttu breytanda eru þær mjög eðlilegur virkjunarkostur áður en menn ráðast í ný og óröskuð svæði. Að fullnýta Nesjavallasvæðið, auðvitað, frekar en að fara í Brennisteinsfjöll eða Torfajökulssvæðið, að sjálfsögðu. Úr því sem komið er er einboðið að fullnýta svæði eins og Nesjavelli. Ég styð það. Þarf hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra fleiri virkjunarkosti? Margar hagkvæmar beinar rennslisvirkjanir í bergvatnsám sem valda sáralitlum umhverfisáhrifum og eru afturhverfar í þeim skilningi að það má fjarlægja stíflurnar, taka rörin niður og hleypa vatninu aftur í sinn farveg — sjálfsagðar.
132. löggjafarþing — 27. fundur, 22. nóv. 2005.
Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.
Fyrrum fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon .
Einar Steingrímsson,
pólitísk ákvörðun getur vel verið fagleg.
Það ER nauðsynlegt að virkja, eins og staðan er í dag til að bæta atvinnustig, auka verðmætasköpun og þar með velferð.
Það er EKKI ljóst að virkjunin hafi alvarlega skaðleg áhrif á lífríkið en það er þó sjálfsagt hægt að flokka undir „smekksatriði“. Bölsýnismenn og þeir sem eru á móti virkjunum almennt, segja að allt fari á versta veg. Við slíkt fólk er ekki hægt rökræða um þessa hluti og því mun það verða smátt og smátt utangarðs í allri vitrænni umræðu um umhverfismál.
Aumingjans konan byrjar ekki gæfulega, því þetta kemur í beinu framhaldi af eindregnum vilja hennar, til að hækka laun bankastjóra.
Þar talaði hún sem fjármálaráðherra og heldur þeim hrunadansi hér áfram
með glóbal auðhringjum og innlendum auðvaldpimpum
en svo gerist hún meyr og melló sem iðnaðarráðherra
og vill þá bara drepa lúpínuna með svavdísi stalínistadóttur, til að dansa „rétt“.
Sýnist að Oddný endi sem skitsófrenja með þessu áframhaldi.
En mikið svakalega verður hún vellaunuð skitsófrenja.
Skyldi hún fá bónus líka, eða hvað þetta heitir í fínu klúbbunum?
Hvað á að gera við allt rafmagnið?
Ég er þeirrar skoðunar að best væri að hafa sem flesta valkosti. Að fleiri mismunandi aðilar í mismunandi rekstri býtist um rafmagnið. Þá myndast samkeppni og þá er vísir til að við munum fá sanngjarnt verð fyrir rafmagnið.
Það hefur verið talað um að gagnaver gætu mögulega viljað setjast hér að og kaupa rafmagn. Líst mér vel á það. En af hverju förum við ekki að vinna í því að nýta rafmagnið til að knýja okkar eigin farartæki? Það eru ekki litlar fjárhæðir sem fara í það að kaupa til landsins bensín og olíu. Ekkert bendir til þess að olíuverð munu fara lækkandi, þvert á móti.
Mikið væri nú gott ef ríkisstjórnin myndi segju okkur hver væri þeirra stefna í þessum málum.
Skaðleg áhrif á lífríkið eru staðreynd => vill hún greinilega ekki virkja í neðri Þjórsá. Sem er gott mál, slíkt væri svívirðileg skemmdarverkastarfsemi á fagurri náttúru. Mjög ánægður með andstöðu Þórs Saari við þessar virkjanaáætlanir annars!