Síðustu daga hafa farið fram svolitlar umræður á bloggsíðu Vilhjálms Þorsteinssonar, og á minni bloggsíðu, um húsnæðisskuldir, framferði bankanna og kröfuhafana eigendur þeirra, sem og ræningjakapítalisma. Það er gott að ræða þessi mál, og velta upp ýmsum hliðum og möguleikum. En, ég held að það geti tekið áratugi að græða þau samfélagslegu sár sem hrunið skilur eftir, og sem enn eru flakandi, svo lengi sem þetta viðgengst:
Held að menn hér á landi búist við kraftaverkum og hókus pókus lausnum. Bendi á að Finnar eru rétt ný búnir að nálagast það að ná sér eftir hrunið sem varð hjá þeim hvað um 1992 eða svo. Það eru ekki til patentlausnir. Ísland í heild er eins og heimili sem varð nærri gjaldþrota og situr nú uppi með um 140% skuldir og allir fjölskyldumeðlimir heimta að höfuð fjölskyldunar reddi þeim. Þó þeir séu í augnabilikinu í þeirri stöðu að geta þraukað um nokkur ár meðan að við náum okkur almennilega af stað. En fólk vill frekar þrjóskast við og reyna ekkert sjálf og bíða eftir að þeim verði komið til hjálpar.
Ég hitti mann í sundi í dag sem var ennþá í sárum útaf því hvernig var staðið að málum árið 1983.
Sjitt, þar fór hverfið. 😉
Magnús Björgvinsson! Er ekki í lagi með þig? Er allt í lagi ,að þessir trúðar steli öllu steini léttara, allar SKULDIR afskrifaðar, en geta svo keyp allt sem hugurinn girnist, í boði þeirra sem eru að sligast undan þessum HEIMILISSKULDUM.
Magnús: Það var hókuspókus- og patentlausn þegar kröfuhafar fengu bankana, og húsnæðislán með gríðarlegum afslætti, og samtímis leyfi til að rukka 140% (á vísitölu dagsins í dag) þessi lán sem þeir borguðu bara slikk fyrir.
Það eru hókuspókus- og patentlausnir þegar Guðmundur í Brimi og allir hinir stórlaxarnir fá tugi milljarða afskrifaða, en halda samt því sem þeir eignuðust í krafti svikamyllu þeirra ríku.
Já, svona hlutir fara ansi illa í mann. Finnst samt ansi súrt þegar fólk notar eitt óréttlæti til að réttlæta annað. Hvernig kæmi það út ef t.d. Anders Breivik yrði sýknaður og ég myndi segjast svaka hneykslaður, en samt aðallega vegna þess að ég fæ ekki að fremja eins og eitt morð sjálfur?
Held að fólk sem segist vilja breyta þjóðfélaginu ætti að einbeita sér að því að koma í veg fyrir að svona hlutir gerist, frekar en að heimta mini-útgáfu af því sama fyrir sjálft sig.
Það væri gott ef hægt væri að koma í veg fyrir það skefjalausa rán sem viðgengist hefur á Íslandi. Það ætti líka að færa niður húsnæðislánin, því það er fáránlegt að halda fram að viðskiptasamningar eins og þau eigi að standa óhaggaðir í öðrum eins hamförum og gengu yfir, og að fjármagnseigendur fái allt sitt tryggt. Mér fyndist það ekki óréttlæti heldur réttlæti.
Samkvæmt þessari frétt heldur Guðmundur í Brimi því fram að hann hafi ekki fengið krónu afskrifaða: http://www.vb.is/frett/68643/ Ég hef því miður ekki aðgang að allri fréttinni, svo ég veit ekki hvort þetta hrekur fréttina í DV sem ég vísaði í, og frétt sem RÚV birti um þetta en er ekki lengur að finna á vef þess (sem er orðið algengt á vef RÚV). Hér er slóð á þessa frétt sem finnst ekki: http://www.ruv.is/frett/heldur-hlut-sinum-i-vinnslustodinni
„því það er fáránlegt að halda fram að viðskiptasamningar eins og þau eigi að standa óhaggaðir í öðrum eins hamförum og gengu yfir“
Bíddu, hvort ert þú með eða á móti afskriftum Guðmunds?
Örn: Ég er á móti því að auðjöfrar sem græddu brjálæðislegu á svikamyllu hrunsins fái afskriftir í stórum stíl samtímis því að húsnæðislánaskuldarar hafa fengið afskriftir upp á MÍNUS 40%.
Ég var sem sagt að tala um samanburðinn á þessu tvennu, og halda fram að þessir gjörningar, þegar þeir eru bornir saman, muni leiða til þess að íslenskt samfélag verði lengi að ná sér, og komast aftur í þá sæmilegu sátt sem það bjó lengi við. Sæmilegu sátt a.m.k. miðað við núverandi ástand.
Hér er svo önnur frétt þar sem talsverður vafi virðist leika á þessu með afskriftirnar: http://eyjan.is/2011/07/02/landsbanki-segir-frett-um-gudmund-kristjansson-ranga-og-villandi/
Takið sérstaklega eftir þessu:
„Í hádegisfréttum RÚV sagði Guðmundur sjálfur að gera verði greinarmun á honum sjálfum og félögum í hans eigu hvað þetta varði. Vill hann ekki gefa upp hvaða upphæðir um ræðir en þetta tengist uppgjöri á framvirkum samningum sem Guðmundur segir hafa verið falssamninga af hálfu bankans fyrir bankahrunið.“
„samtímis því að húsnæðislánaskuldarar hafa fengið afskriftir upp á MÍNUS 40%“
Hvaðan kemur þessi -40% tala? Ertu að tala um „stökkbreytingar“ á lánum? Ég hef skrifað um slíkt nokkrum sinnum hér seinast á seinsta pistil þinn:
„Og ekki koma með eitthvað kjaftæði um „stökkbreytingu“ á lánunum. Þú veist það vel að það var krónan sem „stökkbreyttist“ og verðtryggingin er einmitt það sem á að verja lánin gegn slíku, svo þau brenni ekki upp eins og á árum áður. Ástæðan fyrir tapi fólks er sú að það keypti eignir á uppsprengdu verði og engin önnur.“
Ég veit líka ekki betur en að hér hafi verið tekin upp t.d. þessi 110% leið sem afskrifar hjá þeim sem skulda meira en það. Auk þess voru gengislán dæmd ólögleg að mig minnir á tækniatriði, þ.e. að það væri ólöglegt að lána íslenskar krónur og tengja við annan gjaldmiðil, þótt það væri löglegt að lána gjaldmiðil beint jafnvel þótt honum væri skipt beint í krónur. Þannig að ég fæ út jákvæða prósentutölu. Ef ég fengi að ráða væri hún samt slétt núll, bæði fyrir Jón og séra Jón. Langmesta réttlætið fólgið í því.
„Ég er á móti því að auðjöfrar sem græddu brjálæðislegu á svikamyllu hrunsins fái afskriftir í stórum stíl“
Algjörlega sammála þessu og ég set engin skilyrði fyrir því líkt og þú gerir.
Þú talar líka um sátt og að hún muni seint nást. Gott, segi ég bara. Íslenskt samfélag er að mörgu leyti rotið eins og þú bendir oft á, og fólk á að átta sig á því og hugsa sinn gang um hvernig er hægt að breyta því á skynsamlegan hátt. Það á líka að horfa í eigin barm og reyna að sjá sína ábyrgð á samfélaginu og sínum eigin hag. Hvorugt mun gerast ef einhver „sátt“ er keypt fyrir peninga skattgreiðenda og lífeyrisþega.
Þetta tal um „sátt“ er raunar svo fáránlegt að ég næ ekki utan um það! Af hverju í ósköpunum ætti maður að vilja að hér verði sátt við hluti eins og þessar afskriftir Guðmunds (ef þær eru þá raunverulegar)? Á fólk þá bara að vera sátt við hrunið og allt sem því fylgir? WTF?!
Íslenskur almenningur þarf að taka sig saman í andlitinu og hætta að kjósa yfir sig fólk sem hefur ekki bein í nefinu eða liggur flatt fyrir fjármagnseigendum. Ef hér væri tekið upp alvöru auðlindagjald af öllum auðlindum þessa lands mætti rétta hag almennings við á ekki löngum tíma.
Ég er sannfærður um að gjafakvótakerfið, veðsetning aflaheimilda, einkavinavæðingin og bólurnar sem fylgdu í kjölfarið séu eitt órofa ferli þar sem eitt leiddi af öðru síðustu þrjá áratugi eða svo. Það er m.ö.o. ARFALEIFÐ FRJÁLSHYGGJUNNAR! Það er kominn tími til að snúa þessari þróun við. Uppsprettur auðsins eru hér enn, þ.e. í auðlindum þessa lands. Látum nú almenning njóta þeirra í lægri sköttum á móti auðlindagjaldi í stað þess að láta Brimara og aðra ræningjakapítalista hafa okkur að fíflum.
Hér breytist ekkert nema hugmyndafræðilegar valdastofnanir séu krufðar og krabbameinið skorið burt. HÉR ÞARF UPPSKURÐ!
Hugmyndafræðilegar stofnanir ríkisisvaldsins þjóna tilgangi yfirbyggðarinnar að verja vald sitt, bæði fyrir hrun
og einnig nú eftir hrun, það kallast The Inside Job
og lýsir því hvernig valdakerfið ruglar almúgann í ríminu, með því að skuldsetja almúgann svo mjög að hann viti ei lengur hvað snýr til vinstri og hvað snýr til hægri og er það tilgangur valdakerfisins … að viðhalda þannig sjálfu sér með vafningum og spuna:
– Valdakerfi flokkanna
– Valdakerfi laganna
– Valdakerfi fjármála
– Valdakerfi framkvæmda
– Valdakerfi dómsmála
– Valdakerfi trúmála
– Valdakerfi menntunarmála
– Valdakerfi menningarmála
– Valdakerfi fjölmiðlunar
Og síðast en ekki síst og er þá allt komið í eina sápu-froðu-sátt yfirbyggðar
til varnar kerfi sínu
– Valdakerfi atvinnulífsins
í samtökum fursta og kvóta-greifa í heilagri sambúð með forustu ASÍ.
Tölum mannamál og segjum hlutina beint út:
Þannig valdar kerfið sjálft sig; framkvæmir og setur lög undir handleiðslu sponsoreraðra prófessora, dósenta, lektora og skora við háð-skólana; lög eftir því hvað best gefur í buddu þeirra og þingmenn þiggja fé frá þessum ræningjakapítalistum, td. er Samherja-Brim varið vel af Steingrími, Kristjáni Þór, Kristjáni Möller, Sigmundi hikk hikk og öðrum fölum 4-flokka auðræðis-lúxus-mellum.
HÉR ÞARF UPPSKURÐ Á ROTNU HRÆINU!
Og yfir öllu sveima federalískir alþjóðarembu hrægammar banka-auðræðis og kalla það glóbalíseringu, sem notabene á ekkert skylt við alþjóðahyggju.
Yfirbankastjóri Evrópska seðlabankans, Mario Draghi, er td. vel skólaður til þeirrar federalísku alþjóðarembu … prófið bara að gúggla hann og sjá Goldman Sachs, Wall Street og Frankfurt í einni sæng saman að framleiða hugmyndafræðilega samtryggða vafningakeðju og skuldabagga á búin mörgu og smáu. Megi nú fólk fara að glenna upp augun og sjá og skilja viðbjóðinn.
Mario Monti, kíkið á hann á gúggli og skyldleikinn við Geithner og Bernanke leynir sér ekki.
Kerfið er rotið, gegnum-rotið.
Það hangir saman á krossbindingi mútuþægra ráðamanna
(sbr. skilgreiningu Hudson),
vafningsþráðum spunnum úr samtrygginarþráðum
og víxlverkandi og gagnkvæmum bakstrokum,
spilltum embættismönnum, þingmönnum, ráðherrum, dómurum,
háskóla- og fjölmiðla- vændi og reikulla og hugsjónalausra artifartí
listamanna í snapi eftir ríkis-styrkjum.
Allt hangir þetta vesæla stjórnsýslu- og stofnanaveldi á því einu að reigja sig og hugsa einungis um sitt eigið útbólgna rassgat, EN virðist algjörlega hafa gleymt því, að til þess var stofnað og þar í liggur tilveruréttur þess og í því einu, að vera til fyrir allan almenning og verja hagsmuni alls almennings, en ekki að hygla sjálfum sér og þiggja bónusa og mútur frá banka-ræningjum og auðlinda-ræningjum og ganga svo kinnroðalaust fran og með hroka og valdníða allan þorra almennings með stökkbreyttum ríkis-verðtryggðum húsnæðislánum og binda þar með almenning vistarböndum
á meðan valdafíklarnir, kerfiselítan í slagtogi með sérhagsmunahópum á borð við lobbíastana LÍÚ, SV og SA og með taglhnýtinginn ASÍ.
Svei þessu lítilsiglda og gráðuga hyski, sem ver valdakerfi sitt, samtryggt og gjörsamlega siðlaust í að skara eld að eigin köku, meðan ekki er einu sinni hægt að bjóða alþýðu landsins upp á biskví.
Hvers konar viðrini ráða hér og deila og drottna og fyrir hverja, ekki Jón og Gunnu og alls ekki fyrir Jón Jón Jónsson.
Nú á aðsúgur rétt á sér að þessu gjörspillta kerfi, sem allir vita að er, en svokallaðir vinstrimenn verja nú, en gagnrýndu, réttilega meðan hægri stjórn var, en enn er það seim óld, seim óld sem gildir: PEREAT!
Tekur áratugi.
Rétt, Einar.
Skemmdirnar sem unnar hafa verið á þessu samfélagi eru í raun ólýsanlegar.
Nei, Rósa það þarf ekki að taka áratugi;
hér er sviðin jörð
og þá er tíminn til að plægja jörðina og byrja upp á nýtt.
Nú er lag, dúndrandi lag fyrir sauðsvartan almúgann.
Stjórnin verður að höggva á þenna hnút.
Nei Rúnar
við verðum öll
að höggva á helvítis hnútinn,
svo fjötrarnir rakni upp
og allt flæði fram eins og ársprænurnar í vorleysingum.
Það liggur í loftinu og mun gerast, því ekkert er fast, allt er flæði.
Það er óhjákvæmilegt og ekkert er eðlilegra í framrásinni.
Ísbjörgin og steinrunnir þursar molna alltaf fyrr en síðar.