Nýlega var Snorri í Betel sendur í launað leyfi úr starfi sínu sem kennari, vegna bloggpistils sem hann birti. Hafi ég skilið rétt var það vegna eftirfarandi orða:
„Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er sá að samkynhneigðin telst vera synd. Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“
Mér finnst í meira lagi vafasamt að refsa manni fyrir að halda því fram að þetta sé „Kjarninn í sjónarmiði evangelískra“. Ekki síst vegna þess að ég sé ekki að hér sé um að ræða staðhæfingar sem fallið geti undir hatursáróður, því eingöngu er verið að lýsa afstöðu tiltekins trúarhóps. Þessi afstaða byggist vissulega á viðurstyggilegu manneskjuhatri, en ég fæ ekki séð að verið sé að halda einhverju fram sem staðreyndum, hvað þá að hvetja til ofsókna gegn samkynhneigðum. Hvað er „synd“, og hvernig þessi trúarhópur telur að guð hans refsi fyrir syndina, kemur okkur hinum nefnilega ekkert við.
Það vill gleymast að tjáningarfrelsið er ekki til fyrir þá sem okkur geðjast að, heldur hina sem okkur finnst hafa ógeðfelldar skoðanir. Þess vegna vona ég að Snorri kæri úrskurðinn, svo það fáist á hreint hvar mörk tjáningarfrelsisins liggja á Íslandi.
Þetta er hins vegar ekki helsta efni þessa pistils. Heldur hitt, að Snorri var einungis að benda á það sem sagt er með ótvíræðum hætti í Biblíunni. Bókin sú er yfirlýst trúarrit íslensku ríkiskirkjunnar, sem þýðir meðal annars þetta:
Þjóðkirkjan viðurkennir heilaga ritningu Gamla og Nýja testamentisins sem orð Guðs og sem uppsprettu og mælikvarða boðunar, trúar og lífs.
Vegna þess að Snorri var að lýsa afstöðu sem birtist í Biblíunni verður það áleitin spurning, ef litið er á þessa afstöðu sem ólögmætan hatursáróður, hvort ekki ætti að banna Biblíuna (sem ég er ekki hlynntur, en það er annað mál). Það er hins vegar ekki heldur efni þessa pistils …
Það er óþarfi að tína hér til hin vel þekktu dæmi um hatursboðskap Biblíunnar og þá ógeðfelldu afstöðu sem þar birtist í mörgum málum, t.d. gagnvart samkynhneigðum og konum, og almennt um þær viðbjóðslegu refsingar sem fyrirskipaðar eru þeim sem fara út af sporinu.
Sem betur fer gildir það um marga, og líklega langflesta, presta kristinnar kirkju á Íslandi að þeir hafna algerlega haturs- og kúgunarboðskapnum sem svo mikið er um í Biblíunni, og margir þeirra eru meira að segja áberandi í baráttu fyrir ýmsum þeim mannréttindum sem fara í bága við boðun Biblíunnar. Í því ljósi er hins vegar óskiljanlegt af hverju þeir lýsa því samt yfir að þeir líti á þetta rit sem „uppsprettu og mælikvarða boðunar, trúar og lífs.“
Það vill svo til að Biblían er ekki óbreytanlegt tvö þúsund ára gamalt rit. Á það er m.a. bent hér. Það er því ljóst að kirkjan telur sig hafa svigrúm til að endurskoða hvað eigi að tilheyra þessu riti sem hún grundvallar afstöðu sína á.
Mér er að vísu fyrirmunað að skilja hvernig sæmilega hugsandi fólk, og þá sérstaklega þeir sem augljóslega eru miklir manneskjuvinir, lætur sér detta í hug að hampa Biblíunni i heild, þótt þetta fólk aðhyllist margt af því fallega sem þar er að finna. En, það væri áhugavert að heyra skoðanir þess frjálslynda fólks á þessu máli. Sérstaklega ef það er tilbúið til að rökræða þessi mál, frekar en að flýja inn í heim hálfkveðinna vísa og þokukenndra þversagna, eins og algengt er meðal forsvarsmanna kirkjunnar, t.d. í þessu litla dæmi.
Því skora ég hér með á alla „frjálslynda“ presta og guðfræðinga að útskýra fyrir okkur af hverju þeir stíga ekki skrefið til fulls og setja saman það sem þeir í raun líta á sem trúarrit sitt, og birta það opinberlega, frekar en að dragnast áfram með núverandi Biblíu sem boðar hatur og refsingar á svo mörgum hópum fólks.
Sæll Einar,
Vel athugað og vel orðað. Mig langar að bæta við sjónarhornið. Mínar hugrenningar voru svipaðar þínum í fyrstu, en við það að lesa skrif Snorra betur þá fékk ég ekki annað séð en að hann sé að segja þrennt:
– Að evangelísk túlkun Biblíunnar sé að samkynhneigð sé synd, og laun hennar sé dauði. Það er fullkomlega meinlaust í sjálfu sér.
– Aðeins neðar segir hann að hann sjálfur – orðrétt – „taki evangelíska afstöðu til málsins“ … og þar með að það sé hans sannfæring að samkynhneigð sé synd og laun hennar sé dauði. Mjög skýr rökleiðsla. Þar með er hann kominn yfir strikið að mínu mati og er orðinn óhæfur sem kennari. En svo kemur meira.
– Undir lokin segir hann: „Allsstaðar veldur þetta efni sundrungu og deilum. Hið versta er að við getum séð ávöxtinn af græðginni sem er líka synd. Nú þurfa fjölskyldurnar á Íslandi að lifa við þröngan kost vegna græðginnar. [Væntanlega hrunið – innskot] Syndin sem nú er barist fyrir að verði „mannréttindi“ kemur einnig með sinn ávöxt!“. Mér er ómögulegt annað en að skilja að hann álíti að samkynhneigð muni valda einhverskonar samfélagslegri hnignun eða hruni. Og þarna er hann kominn lengst út úr korti. Maður sem er í kennarahlutverki og hefur þá einörðu lífsskoðun að tilfinningalíf og einkahagir stórs minnihlutahóps sem hann kennir sé einhvers konar myrkt afl sem muni valda hnignun samfélagsins, hann þarf að taka úr umferð sem kennara. Það er ekki hægt að bjóða óhörðnuðum einstaklingum upp á þess konar samviskubitsmanipúleringar, að sum barnanna séu tekin út fyrir sviga og sett niður á þennan hátt, að það sé gefið í skyn að þau muni bera ábyrgð á versnandi heimi með því einu að vera sköpuð eins og þau eru. Þetta er sorglegt dæmandi hugarfar og alvarlegir flokkadrættir af lægstu sort. Hann getur rætt um sínar skoðanir við fullveðja einstaklinga en þetta hugarfar á ekki heima innan skólakerfisins.
Þetta er ekki spurning um mannréttindi Snorra. Hann hefur rétt til að segja hvað sem er. Enda er ekki verið að kæra hann fyrir glæp gagnvart samfélaginu. En: Þeir sem reka skólann bera ábyrgð gagnvart börnunum, og líst svo á að best sé að víkja manninum úr kennsluhlutverki, a.m.k. tímabundið. Það er þeirra skylda og ábyrgð, og ég styð að sú ábyrgð sé öxluð og skyldunni gagnvart börnunum sinnt.
Mitt innlegg snertir þó ekki yfirlýst efni skrifa þinna hér. Ég vona að þú virðir það við mig að ég komi með þetta sjónarhorn hingað, þar sem ég er vissulega nokkuð sammála aðalefninu. Það er mikilvægt að fá það á hreint hver siðferðisleg stefna þjóðkirkjunnar sé. Fyrst við erum með þjóðkirkju á annað borð.
Takk fyrir innleggið, Kristleifur. Það er alltaf gott að fá málefnaleg innlegg frá þeim sem eru ósammála manni. Ég hef enn miklar efasemdir um að skólayfirvöld megi taka á þessu máli, af því að það snýst eingöngu um bloggfærslu sem er skólanum algerlega óviðkomandi. Ég skil röksemdafærslu þína, en mér finnst tengingin í því sem þú bendir á of veik til að hægt sé að halda fram að Snorri hafi farið yfir strikið. Það er nefnilega afar erfitt að úrskurða hvar það strik sé, nema í alræðisríkjum með stranga ritskoðun. Hér er annað dæmi: Til eru femínistar sem halda því fram að karlar sem hópur beri ábyrgð á nauðgunum. Ætti að banna slíku fólki að kenna í grunnskóla? Ég er algerlega mótfallinn því, jafnvel þótt ég telji þessa afstöðu bera vitni um manneskjuhatur.
Vegna þess hvað þetta mál er umdeilt vona ég að það verði kært, svo það fáist úr því skorið hvar mörk málfrelsins liggja.
Hitt er svo annað mál að ég er almennt ósáttur við þá afstöðu að það eigi að beita fólk þvingunaraðgerðum sem setur fram skoðanir af þessu tagi. Ég held að miklu betra sé, ekki síst fyrir börnin í skóla Snorra, að honum sé mætt í rökræðum, þar sem afstöðu hans er úthúðað, á málefnalegan hátt, sem viðurstyggilegu manneskjuhatri.
Þið eruð báðir á villigötum hér, raunar allir þrír – að Snorra meðtöldum!
Já, það væri vissulega möguleg leið.
En! Mig langar ofsalega mikið að hjálpa umræðunni að komast aftur að aðalefni pistils þíns og mun þess vegna ekki taka þátt í frekari umræðum um upprunalegt innlegg Snorra Óskarssonar.
„Því skora ég hér með á alla „frjálslynda“ presta og guðfræðinga að útskýra fyrir okkur af hverju þeir stíga ekki skrefið til fulls og setja saman það sem þeir í raun líta á sem trúarrit sitt, og birta það opinberlega“ – ég tek hér með hreint og klárt undir þessa áskorun.
Þjóðkirkjupresturinn, séra Baldur Kristjánsson
reit svo 11.2 2012 @ 23:58
í athugasemd við einn af pistlum sínum:
„Mín niðurstaða er sú að ekki beri að hindra útgáfu og dreifingu klassiskra bókmenntaverka þó að þar kunni að vera ýtt undir fordóma t.d. Í bókum MacTwain en það viðhorf hefur komið upp. Biblían mundi falla undir löngu útgefið bókmenntaverk.“
——————————
Nú þá reit ég, trúmann kapút, þessi orð í kjölfarið daginn eftir:
„Í framhaldi af leit séra Baldurs að hinum „kórrétta“ og honum passandi texta, þar sem hann rýnir í gegnum sín gleraugu, með skærin á fullu og klippir saman og föndrar og fiffar, þá langar mig bara af forvitni að vita hvort við aumir megum eiga von á splúnkunýrri og algjörlega „kór-réttri“ Bi-fiff-líu frá þér séra Baldur minn?
Ég er strax farinn að hlakka til að geta fjárfest í svo helgum dómi, sem Stikilsberja Bi-fiff-líu Baldurs … kannski í jólabókaflóðinu Baldur? Ekki bregðast okkur Baldur minn. Reyndu að koma henni út fyrir jólin.“
Mér sýnist við Einar deila sama áhuganum fyrir Baldurs Bi-fiff-líunni.
Tek það þó fram að ég segi sem margir Íslendingar, að ég hef mína barnatrú og mér þykir afskaplega vænt um kærleiksboðskap Krists, en er opinn fyrir öllum vitrænum og siðrænum framfaramálum. Hvort Baldurs Bi-fiff-lía teljist þar til framfara dreg ég hins vegar stórlega í efa, en lengi má manninn reyna.
Þeir sem leggja mikið upp úr krónólógískri tímaröð
þá reit ég, trúmann kapút, mín tilvitnuðu orð 12.2 2012 @ 14:24
Það eru þurrabúðar-staðreyndir, eða hvað?
Geturu ekki bara reiknað þetta út fyrir okkur sem erum illa haldin af túlkun, Einar?
Vitiði hvort það séu til siðareglur hjá kennurum, t.d. eins og hjá lögfræðingum og læknum?
Elfar Þór, hverju hafa siðareglur lögfræðinga og lækna skilað?
Hversu margir lögfræðingar hugsa um lög sem samfélagssáttmála?
Eru það þeir lögfræðingar sem maka krókinn í vinnu fyrir sérhagsmunaöfl
og bankaræningja og blessa svívirðilegar eigna-upptökur frá almenningi?
Eða lækna-sérfræðingar sem hafa makað krókinn í einkarekstri
í útvistun sinna eigin verka frá spítulum landsins og rukka því margfalt.
Hvers virði eru þannig siðareglur, um hvað snúast þær?
Að segja öðrum að „við höfum siðareglur“ og gjöra svo hver og einn sem þeim sýnist, án ábyrgðar og jafnvel að níða samfélagssáttmálann, hina samfélagslegu ábyrgð, sem við vitum öll innst inni hvernig á að virka, að ég geti treyst þér og þú mér og það sé okkur báðum augljóst, en ekki eitthvert ofvaxið eftirlitsvaldakerfi með svo flókið og óaðgengilegt regluverk sem enginn skilur, en virðist einungis til þess gert að toga og teygja sannleikann, sanngirnina og réttlætið til öryggiskenndar, sem eftirlitskerfi ríkisvaldsins vill láta okkur trúa að sé okkur til heilla, en er það alls ekki, heldur falskt, flárátt og makrátt stjórnkerfi með tilheyrandi hugmyndafræðilegum valdastofnunum, sem valdníða okkur almenning.
Til hvers er ríkis-valdið, ef það er ekki fyrir allan almenning og til hagsbóta fyrir okkur öll? Mín skoðun er að eftir því sem lög og regluverk verða flóknari því verra verður samfélagið. Ég höfða til lögfræðinga og í reynd allra stétta þjóðfélagsins að taka þetta til sín, nú í kjölfar hrunsins.
Hver er böðull hvers í þessu máli?
Hver dró línur í sandinn, en var svo hogginn?
Var það ekki grískur maður fyrir langa löngu,
mas. fyrir Krists burð, en kannski á tíma Búddha?
En hugsun hins gríska stærðfræðings lifði böðulinn.
Því held ég að hugsun mannsins sé guðunum langlífari.
En útilokar það tilvist einhvers Guðs … ég veit það ekki.
En sagnaminnið og goðsagnir mannanna eru langlífar
og flestar geyma þær siðrænan boðskap
og flest okkar vitum hvernig á að túlka hann
þó trúar-bragðanna menn skipi okkur í skotgrafir.
Minnumst nú orða Snorra: „Eigi skal höggva!“
En … stundum þarf að höggva á Gordíons-hnútinn.
Skyldi það nú vera vafninga- og vistar-banda hnútur
valda-kerfa hinna „rétt-sýnu“ í skotgröfunum?
Ég vil þakka þær fínu umræður hér og taka undir með Einari að málefnalega takta vantar í trúarlega umræðu á Íslandi!
Sjálf er ég ekki skráð í trúarsöfnuð og hef ekki verið síðan ég sagði mig úr kaþólskunni sem ég var skýrð í að mér forspurðri. Það eru nú 25 ár síðan og mér er enn létt.
Málið er að hérlendis sýnist mér Baldur og flestir prestar þjóðkirkjunnar svokölluðu vera að boða Nýja testamenntið! Þess vegna legg ég til í nafni rökræðu og heilbrigðar skynsemi að orðalagi verði breytt í …
„Þjóðkirkjan viðurkennir heilaga ritningu Nýja testamentisins sem orð Guðs og sem uppsprettu og mælikvarða boðunar, trúar og lífs.“
Ef svo yrði gert kæmu prestar þjóðkirkjunnar miklu sterkari inn í kærleiksríka umræðu í nútímasamfélagi!
Mikið er ég sammála þér Einar. Þettar er alveg snilldarpistill. Málefnalegur og vel hugsaður.
Langar aðeins að benda á að þessi bók, Biflían, var skrifuð af mönnum sem áttu hagsmuna að gæta, löngu eftir að Jesús Jósepsson snikkara frá Nazaret var horfinn.
En ef aðeins Nýja testamentið liggur að grundvelli kenninga Þjóðkirkjunnar, skýrir það enn ekki hvers vegna konum er heimilt að vera prestar eða yfirleitt tala í messu. Nýja testamentið tekur það skýrt fram að konur eiga ekki að tala á samkundum.
Hver er böðull hvers í þessu máli?
„Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum“
Er það Snorri? Er það séra Baldur?
Ert það þú? Er það ég? Quo Vadis?
Hver varðar leiðina, hér í holtaþokunni og mýrarljósunum?
Er einhver tilbúinn að láta krossfesta sig?
Er það Snorri? Er það séra Baldur?
Ert það þú? Er það ég? Quo Vadis?
Hin sönnu manngildi búa í hjörtum okkar;
þau eru innifalin í tikkandi hjartslætti okkar,
og samkenndin og samhygðin
einkennir okkur mannfólkið meira en minna,
hvort sem er í Súdan eða Grímsnesinu,
en trúar-brögðin rugla okkur í ríminu og eru þannig séð hluti valdakerfisins að sundra okkur og drottna.
Kærleiks- og jafnréttis-boðskapur Jesú finnst okkur flestum fagur
og er um margt skyldur hugmyndum forn-grikkja um frummyndirnar (Plató) og þeirrar lýðræðis- og vitundar-vakningar sem þá átti sér þar stað en þær búa ekki að mínu mati í steinhellum og birtast okkur sem valdboð að ofan með flóknum sérfræðinga og embættismannvaldi, heldur búa þær í okkur sjálfum og við sjáum þær flest og könnumst vel við þær og vitum innst inni hvað er rétt og hvað er satt og hvað er fagurt og göfgandi. Allt snýst þetta um ferðalag okkar allra saman, vonandi í sátt og samlyndi.
Kári Emil, en áhugavert, ég hef hvergi lesið það. Viltu benda ér á þann texta þar sem Jesús nefnir presta? Kannski er Páli ofaukið í Nýja testamennti og Rómverjabók og fl. var sja´lf að hugsa um guðspjöllin. Ok, breyti minni fyrri yfirlýsingu og þakka Kára E.
„„Þjóðkirkjan viðurkennir heilaga ritningu í Nýja testamentisins sem guðspjöllin öll eru (ekki bara 4) sem orð Guðs og sem uppsprettu og mælikvarða boðunar, trúar og lífs.“
Svo velur hver sem honum líkar, hvort heldur er Freyr eða Freyja.
ég hef haldið fram að Snorra beri réttur til að trúa hverju sem er prívat og er einmitt að leita að mörkum eins og Einar.
Hvar má hann tjá sig og hvernig og um leið vera óhörnuðum fyrirmynd? Hvet Snorra til að fara í mál!
Bíddu, er búið að banna manninum að tjá sig? Veit ekki betur en að möguleikar hans til tjáningar hafi ekki verið skertir.
Ert það nokkuð þú sem ert að misskilja tjáningarfrelsið, og heldur að það feli í sér frelsi undan því að taka afleiðingum þess sem maður segir?
Salvar, ert þú fulltrúi rannsóknarréttar samfylktrar ríkiskirkjunnar?
Nei, það er ég ekki. En mér finnst ekkert að því að fólk taki ábyrgð á því sem það segir. Hér braut maðurinn siðareglur kennara. Hann getur áfram tjáð sig eins og hann vill.
Hefur þú aðgang að skráðum siðareglum kennara? Eru þær til?
Og ef svo væri,
segir þar einhvers staðar að kennarar megi ekki vitna í Bublíuna
amk. í prívatfærslum á bloggi sínu?
Allt þetta mál er á sandi byggt.
Er það gert til að fela sifjaspjallamál fyrrverandi biskups ríkiskirkjunnar?
Taka afleiðingunum?
Þarna er einhver skólastjórn sem heldur að hún hafi rétt til þess að útdeila afleiðingum í samræmi við sína eigin fordóma.
Hver hefur gefið henni rétt til þess?
Þetta er svona ,,haltu kjafti ellegar þú hefur verra af“ stjórnsýsla.
Og hlýtur að vera lögbrot.
Vel er mælt Séra Hallgrímur, sem jafnan forðum í heilræðavísum þínum:-)
http://www.ruv.is/frett/brytur-gegn-sidareglum-kennara
En fyrst þið eruð svona hrifnir af tjáningarfrelsi án afleiðinga, væri þá ekki allt í lagi ef barnaskólakennari bloggaði í frítíma sínum um hvað honum finnst börn kynæsandi? Þið færuð væntanlega ekki að leggja til að viðkomandi ætti að vera sagt upp störfum fyrir það eitt að tjá sig?
Ég ítreka spurninguna um siðareglurnar. Fyrirsögn Rúv ohf. er þessi, en síðan er hvergi minnst þar, né vitnað til þeirra, heldur er fúnderað um siðferði.
Ég er sammála þér Salvar að mér er það viðurstyggð að barnaskólakennari væri að perrast sem þú nefnir sem dæmi, en hvað kemur það Snorra við?
Salvar Þór, það er þetta sem er ágreinigsmálið! Fara í mál og fá úr þessu skorið. Ég veit að ég má drepa alla hómó og allan heiminn í tölvuleik, en má ég það í veruleikanum eins og Breivik?
Afsakaðu, ég gerði ráð fyrir því að þú værir fær um að Googla „Siðareglur kennara“. En ekkert mál, ég skal gera það fyrir þig. Hér eru þær: http://www.ki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8143
Og hér eru ásakanir skólanefndar Brekkuskóla um orð Snorra:
„1. Að hafa brotið gegn Mannauðsstefnu Akureyrarbæjar með því að haga sér í ósamræmi við starf sitt
2. Að hafa brotið gegn grunnskólalögum, einkum 12. grein sem fjallar um fagmennsku í störfum
3. Að hafa brotið gegn 24. grein grunnskólalaga um mismunun vegna uppruna, trúar eða kynhneigðar
4. Að virða að vettugi 7. kafla grunnskólalaga um jöfn tækifæri nemenda
5. Að sniðganga aðalnámskrá grunnskóla þar sem kveðið er á um umburðarlyndi og skilning
6. Að hafa brotið reglur um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins
7. Að hafa brotið siðareglur KÍ, 3. gr um að kennari skuli vinna gegn forsdómum“
Dæmið um barnaperrann tók ég til að sýna fram á að það er vissulega hægt að tjá sig utan vinnutíma á þann hátt að hæfni þín til að vera kennari sé réttilega dregin í efa. Þætti þér rétt að þessum ímyndaða kennara væri sagt upp vegna orða sinna? Ef svo er, er ekki verið að traðka á tjáningarfrelsi hans?
Salvar, ég samgleðst ofurtrú þinni á réttsýni valdakerfisins, sem nú birtist í því að þakka guði fyrir þá gæfu að hafa einn hvítasunnukall að hengja.
Verður það kannski á Valhúsahæðinni?
Geturðu svarað spurningunni samt? Þú virðist skauta í kringum hana.
Þætti þér réttlætanlegt að segja upp kennara sem tjáir sig um barnagirnd sína í frítíma sínum?
Takk annars fyrir málefnalegar umræður Salvar.
Við deilum örugglega ekki um hin siðrænu gildi.
Já, mér þætti það.
Nú kveð og þakka fyrir góðar samræður Salvar.
Það er hlálegt en þó satt að málið snýst ekki um orð þessa Snorra heldur hitt að skríllinn er alltaf að leita að einhverjum til að hengja og skjóta.
Fyrir 30 árum hefði þessi sami skríll heimtað brottrekstur
samkynhneigðs kennara – barnanna vegna, auðvitað.
Þetta er hinn ógeðfelldi kjarni málsins.
Hvað ætli verði eftir 30 ár þegar trúboðarnir fara að troða næsta félagslega réttrúnaði ofaní í kokið á mönnum með góðu eða illu?
Spurning hvort þú birtir nýjan pistill, Einar, þar sem þú kafar ögn dýpri í því sem þú sagðir vera aðalefninu í pistlinum, og svo vonandi getum við fengið umræður um það, eins og Kristleifur hvatti líka til.
Sem sagt ræða kosti, galla mögulegar leiðir og málamiðlanir hvað varðar þessu :
„Því skora ég hér með á alla „frjálslynda“ presta og guðfræðinga að útskýra fyrir okkur af hverju þeir stíga ekki skrefið til fulls og setja saman það sem þeir í raun líta á sem trúarrit sitt, og birta það opinberlega“
Hinn ógeðfelldi kjarni málsins er sá, að trúlausir predikarar nota forneskjulegan þvætting forstoðumanns sértrúarsöfnuðs til að koma tjáningarfrelsi til varnar.
Mér hefur oft dottið þetta í hug að kirkjan ætti skýra mál sitt, á aðgengilegan máta.
Kirkjan ætti amk. að segja skýrt frá hvaða vers í biblíunni sé að hennar mati einna helst verið að misnota.
Önnur nálgun / málamiðlun gæti verið eins og Anna Benkovic talar um að segja frá hvaða rit í Biblíunni séu innsti kjarnin og þá kannski með þeimhætti að önnur rit ætti ávallt að túlka með hliðsjónar af aðalritunum.
Eða hreinlega að aðalritin (t.d. guðspjöllin, mögulega með guðspjall Tómasar o.fl. tekin inn) gilda, ef hlutir stangast á.
Ekki að þetta með að miða bara við guðspjöllin mundi leysa málin. Mig minnir að þau séu ósamrymanleg innbyrðis og að Jesús er sagður hafa sagt að _allt_ í Gamla testamentinu standi óhaggað.
Takk fyrir að draga fram þessar siðareglur, Salvar, og einnig ásakanir skólanefndarinnar. Það er eitt og annað sem er athugavert við þetta.
Ég sé ekki hvernig Snorri á að vera sekur um það sem nefnt er í liðum 2-5 með því sem hann bloggaði, því ég sé ekki betur en að þeir liðir lúti að starfi hans innan skólans.
Að hann hafi „brotið gegn Mannauðsstefnu Akureyrarbæjar með því að haga sér í ósamræmi við starf sitt“ hljómar líka sérkennilega, a.m.k. á meðan ekki er nánar útskýrt hvað felist í því að „haga sér í ósamræmi við starf sitt“, meðal annars til þess að hægt sé að átta sig á hvort bærinn hefur nokkurn rétt til að gera slíkar kröfur um hegðun utan starfsins.
Það er beinlínis fáránlegt að tala um kennari „skuli vinna gegn fordómum.“ Annars vegar af því að fordómar eru ekki endilega slæmir. Hins vegar af því að það er nánast ógerlegt að ákvarða með sanngjörnum hætti hvað séu fordómar.
Ert þú líka til í að svara spurningu minni um ímyndaða kennarann með barnagirnd? Bara svona til að sjá hversu langt þú ert tilbúinn að ganga með tjáningarfrelsi án ábyrgðar.
Haf þú ekki þessar áhyggjur, Salvar Þór Sigurðsson.
Það verður alltaf hægt að finna ástæðu til þess að hengja menn og brenna.
Hvort sem hún heitir Rassenschande, samkynhneigð eða galdur.
Samkynhneigðin er að vísu dottin út í bili.
En ef sumir eru heppnir þá kemur hún inn aftur.
Mér finnst hvorki þú né aðrir ágætir ná kjarnanum í tjáningarfrelsi eins og það er gruunnlagt í sáttmálum og mannréttindaiðkun nútímans. Pistlahöfundar ognkommentarar hoppa strax yfir í eittvað trúarþrugl en þið fyrirgefið, bæði þú og aðrir, ég hef ekki áhuga á slíku pexi.
,,Það vill gleymast að tjáningarfrelsið er ekki til fyrir þá sem okkur geðjast að, heldur hina sem okkur finnst hafa ógeðfelldar skoðanir“
Þetta er klisja sem allir kunna einhvern veginn. En þetta er bara alls ekki svo. Þessar geta stundum flokkast undir ofbeldi og kæfa málfrelsi annarra,
tjáningafrelsisklisjur eru legíó og hinir mætustu menn staðna í þeim.
Allt sem ég vil ekki heyra kalla ég forneskjulegan þvætting eða bara klisju og treð því öfugu ofan í kokið á frummælanda til þess að ég þurfi ekki að hafa það í eyrunum.
Heil.
Salva Þór Sigurðarson. Foreldrar barna þeessa perra sem þú ert að nefna myndu koma honum úr starfi en ekki einhver heilög búrókratia.
foreldrar nemenda þessa perra, átti þetta að vera.
Sumir eru þeirrar skoðunar að samkynhneigð sé fötlun en ekki synd.
Það sé grafalvarlegt því flestir hinna fötluðu fari á mis við barneignir og fleiri dýrmætar eignir lífsins.
Ætli barnafræðari megi hafa þessa skoðun?
Salvar, nú beinir sá vísi kennimaður, Séra Hallgrímur til þín góðri spurningu.
Hvernig skal hengja slíkan barnafræðara, skv. skilgreiningu þinni?
Vér dikúteruðum um þetta lengi dags, vér Sir Walter Scott, hvernig hengja skyldi mann. Vér urðum sammála:
What a hellish job to hang, systematically correct, a man.
Benni: Myndu foreldrar senda þessum kennara uppsagnarbréf? Nei, þeir myndu hafa þrýsta á skólann að reka hann. Svona eins og foreldrar gerðu í þessu máli.
Salvar. Hversu margir.
Afsakið dauðlegt minni mitt úr gröfinni, en vitaskuld vorum það vér Sir William Scott, en ekki Sir Walter, sem komust að fyrrgreindu samkomulagi.
En þetta tjáði ég Sir William Scott og vildi meina að væri kjarni máls:
„The age is running mad after innovation;
and all the business of the world is to be done in a new way;
men are to be hanged in a new way; Tyburn itself is not safe from the fury of innovations.“ (Dr. Samuel Johnson A.D. 1783, skráð af James Boswell).